Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 31. ágúst 2021 09:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal neitar Everton - Maitland-Niles fær ekki að æfa með aðalliðinu
Mynd: EPA
Arsenal hefur sagt Ainsley Maitland-Niles að hann muni ekki æfa með aðalliði félagsins.

Þetta herma heimildir Mirror og koma þessar fréttir í kjölfarið á þeim tíðindum að Everton vildi fá Maitland-Niles í sínar raðir.

Arsenal neitaði Everton og vill félagið halda leikmanninum. Þrátt fyrir það fær hann ekki að æfa með aðalliðinu.

Maitland-Niles er 24 ára Englendingur sem á að baki fimm A-landsleiki og 65 deildarleikir með Arsenal.

John Cross á Mirror vekur athygli á því að það þurfi að leysa þetta mál, leikmaðurinn vilji spila fótbolta.

„Það eina sem ég vil er að fara eitthvert þar sem krafta minna er óskað, eitthvert þar sem ég mun spila," skrifaði Maitland-Niles á Instagram í gær.


Athugasemdir
banner
banner