mið 13.maí 2020 16:30 Aðsendir pistlar
Newcastle United 1995/96 - Liðið sem næstum því vann (Seinni hluti) <a href="https://fotbolti.net/news/12-05-2020/newcastle-united-1995-96-lidid-sem-naestum-thvi-vann" target="_blank">Smelltu hér til að lesa fyrri hlutann</a> Meira »
þri 12.maí 2020 11:30 Aðsendir pistlar
Newcastle United 1995/96 - Liðið sem næstum því vann Þeir sem eru af minni kynslóð (fæddir c.a 1980-1990) muna eflaust vel eftir Newcastle United liðinu, sem næstum því vann deildina, liðinu sem allir elskuðu, liðið sem spilaði skemmtilegasta fótboltann, liðið sem hefði sennilega átt að vinna deildina, liðið sem missti niður 12 stiga forystu. Nú ætla ég að kafa dýpra í þetta ár og rifja upp þetta magnaða tímabil 1995/96. Meira »
mið 06.maí 2020 18:44 Elvar Geir Magnússon
Kjánalegt að bíða á grænu ljósi Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og verðandi Fálkaorðuhafi sagði á fréttamannafundi í dag að næsta skref í afléttun yrði 25. maí. Frá og með þeim degi gefa stjórnvöld grænt ljós á að kappleikir í meistaraflokki fari fram.

Stefnt hefur verið á að Pepsi Max-deild karla hefjist 13. júní, sem er þá tæpum þremur vikum eftir að deildin gæti í raun og veru hafist.

Til hvers að eyða bestu vikum sumarsins í að bíða eftir því að mótið hefjist þegar leyfilegt er að hefja leik og þríeykið telur það öruggt? Meira »
mán 04.maí 2020 09:15 Þórir Hákonarson
Erum við tilbúin í Íslandsmót? Nú liggur fyrir að ætlunin er að hefja Íslandsmótið í knattspyrnu um miðjan júní og bikarkeppnina eitthvað fyrr og þá vakna spurningar um hvort við erum tilbúin til þess að hefja þessi mót undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja. Mótin verða þétt leikin og algerlega ljóst að ekkert má útaf bregða í vörnum okkar allra gegn útbreiðslu veirunnar svo ekki fari illa varðandi mótahaldið. Meira »
lau 25.apr 2020 12:15 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og heimildarefni um fótbolta Enn er fátt um íþróttadagskrá vegna kórónuveirunnar. Það mun vonandi breytast fljótlega, en auðvitað er það heilsa fólk sem á að vera í fyrirrúmi akkúrat núna.

Til þess að stytta stundir á þessum óvissutímum er fátt skemmtilegra en að horfa á góða bíómynd, sjónvarpsþætti eða jú, heimildarefni. Það er ekkert leiðinlegra ef það efni tengist fótbolta á einhvern hátt.

Hér kemur listi yfir sjónvarpsefni sem tengist fótbolta sem undirritaður mælir hiklaust með. Meira »
fös 24.apr 2020 22:30 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu fótboltaleikir sem gaman er að rifja upp Það er svo gott sem enginn fótbolti spilaður um þessar mundir og er því tilvalið að rifja upp gamla og eftirminnilega fótboltaleiki. Hér eru teknir saman tíu fótboltaleikir sem vert er að líta til baka og skoða aftur.

Þetta er ekki topp tíu listi, um tímaröð er að ræða. Meira »
mið 22.apr 2020 16:15 Björn Már Ólafsson
Sprungin tuðra á Miðjarðarhafi Pistillinn birtist fyrst á romur.is

Sumarið 2019 ferðaðist ég með kærustunni minni um Sikiley. Ítölsku eyjuna sem líkist helst sprunginni tuðru sem stígvélalaga landið hefur sparkað út á Miðjarðarhaf. Hringferðin hófst og endaði í Palermo – borginni sem í yfir 100 ár hefur hýst lang besta knattspyrnufélag eyjunnar.

En þegar hringferðinni okkar lauk þurfti bæta nýjum kafla við sögubókina um sikileyska knattspyrnu. Því eftir einn hörku knattspyrnuleik í 100 km fjarlægð frá Palermo annars vegar og harða rimmu fyrir dómstólum eyjunnar hins vegar, varð niðurstaðan sú að Palermo var fært niður á botn ítalska deildarkerfisins líkt og hinir knattspyrnurisar eyjunnar, Messina og Catania, á meðan ólíkindafélagið Trapani á tveimur viðburðaríkum vikum varð óvænt fánaberi rauðgula Sikileyjarfánans í ítalska toppfótboltanum. Meira »
mið 22.apr 2020 08:00 Aðsendir pistlar
Vertu þinn eigin þjálfari: horfðu, og lærðu! Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, skrifaði í gær áhugaverða grein inn á Klefanum.

Greinin birtist eins og áður segir fyrst inn á Klefinn.is og hafði Fótbolti.net samband við höfund og bað um leyfi að fá að birta hana hér. Meira »
þri 21.apr 2020 17:15 Aðsendir pistlar
<b>Leikur í uppáhaldi:</b> Arsenal 3 - 2 Hull (2014) Undanfarið hafa nokkrir einstaklingar verið að rifja upp sinn eftirminnilegasta leik. Ég ákvað að slá til og rifja upp leik sem ég mun aldrei gleyma. Meira »
sun 19.apr 2020 08:00 Heiðar Birnir Torleifsson
Einstaklingsmiðuð þjálfun í fótbolta Mín skoðun er sú að árangur liða er undir gæðum einstaklinganna sem þau skipa kominn. Það er hægt að tala um gildi leikkerfa, leikstíla, leikgreininga. En þegar allt er á botninn hvolft eru það gæði leikmannanna sjálfra sem skilja á milli. Meira »
fös 17.apr 2020 18:00 Garðar Örn Hinriksson
Leikmenn sem hafa leikið fyrir bæði Man Utd og Liverpool Síðan Phil Chisnall yfirgaf Manchester United fyrir Liverpool árið 1964 hefur enginn leikmaður farið beint á milli félaganna tveggja eftir það. Nokkrir leikmenn hinsvegar hafa leikið fyrir bæði félögin eftir það en hafa komið frá öðrum félögum, en þar má til dæmis nefna Paul Ince sem lék með Inter Milan á milli þess sem hann var hjá Manchester United og Liverpool. Peter Beardsley varð svo frægur að ná að leika einn bikarleik með Manchester en áður en hann fór til Liverpool lék hann með Vancouver Whitecaps og Newcastle United. Nýjasta dæmið er þegar Michael Owen fór yfir til Manchester árið 2009 eftir að hafa leikið með Real Madrid og Newcastle United eftir að hann yfirgaf Liverpool árið 2004. Meira »
fim 16.apr 2020 18:00 Daníel Smári Magnússon
<b>Leikur í uppáhaldi:</b> Man Utd 2 - 1 Arsenal Ég er nostalgíumaður að eðlisfari og gleymi mér oft í því að rifja upp gamla leiki sem kölluðu fram magnaðar tilfinningar. Það er erfitt að horfa á björtu hliðarnar þegar covid-19 er annars vegar, en samkomubannið hefur gefið mér tækifæri til þess að svala þessari þörf minni svo um munar. Ég ætla að fá að rifja upp einn nokkuð eftirminnilegan í dag. Meira »
fim 16.apr 2020 11:00 Sigurður Marteinsson
Ostur og fótbolti: Ris og Fall Parma: 1990 - 2003 Á tímum sem þessum þar sem enginn fótbolti er á skjánum fer maður oft að hugsa til baka. Núna þegar allt er stopp hefur maður tíma til að gera síðustu ár upp í huganum, bæði hvað varðar fótbolta og annað í lífinu. Knattspyrnuáhugamenn ryksuga internetið í leit gömlum leikjum, tölfræðiupplýsingum og fróðleik. Meira »
mið 15.apr 2020 13:00 Þorsteinn Haukur Harðarson
<b>Leikur í uppáhaldi:</b> Arsenal 4 - 2 Liverpool Í fótboltaleysinu sem Covid19 faraldurinn býður okkur uppá hafa ófáir einstaklingar rifjað upp eftirminnilegustu leiki sem þeir hafa séð. Nokkrir slíkir pistlað hafa ratað inn á Fótbolta.net og ég ákvað að hoppa á vagninn og skrifa um minn eftirminnilegasta leik. Meira »
mið 15.apr 2020 09:00 Hafliði Breiðfjörð
18 ára og áskoranir á veginum Fótbolti.net er 18 ára í dag vefurinn hóf göngu sína 15. apríl 2002 og alla daga síðan þá hefur starfsfólk vefsins mætt með tilhlökkun til starfa við að uppfæra vefinn mörgum sinnum á dag. Meira »
mið 15.apr 2020 07:30 Aðsendir pistlar
Pistill frá KÞÍ Kæru knattspyrnuþjálfarar

Stjórn Knattspyrnuþjálfafélags Íslands (KÞÍ) vill byrja á að þakka þeim fjölmörgu sem hafa brugðist við að undanförnu og greitt árgjald félagsins. Brýnt er nú um stundir að þjálfarar standi saman og bindist samtökum. Meira »
þri 14.apr 2020 23:30 Elvar Geir Magnússon
<b>Leikur í uppáhaldi:</b> Man Utd 2 - 0 Arsenal Í Covid ástandinu hefur verið vinsælt að rifja upp góðar minningar úr fótbolta með því að skrifa um leik sem er í uppáhaldi. Í síðustu viku birtist pisill frá Guðmundi Aðalsteini þar sem hann rifjaði upp leik sem hann gleymir seint. Ég tek nú við keflinu. Meira »
fös 10.apr 2020 14:00 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
<b>Leikur í uppáhaldi:</b> Barcelona 4 - 1 Roma Guardian hefur síðustu daga í fótboltaleysinu fengið fréttaritara sína til að rifja upp góðar minningar úr fótbolta með því að skrifa um leik sem er í uppáhaldi. Ég ætla að ríða á vaðið hér á Fótbolta.net og rifja upp leik sem ég gleymi seint. Hver veit nema einhverjir fleiri geri það hér á síðunni á næstu dögum.

Það er apríl 2018 og páskarnir eru á næsta leyti. Lengi hefur sú hugmynd að fara á leik í Meistaradeildinni verið ofarlega í huga mínum. Fyrsta fótboltaminningin mín er jú úr Meistaradeildinni þegar Ronaldinho skoraði með tánni á Brúnni árið 2005.

Ég lít á fótboltadagatalið og framundan eru fyrri leikir í 8-liða úrslitum keppninnar. Leikur Barcelona og Roma grípur strax athygli mína. Það voru þrír dagar í leik þegar ég tek loksins ákvörðun um að fara. Ég kaupi flug, hótel og miða á leikinn - allt á einu bretti og tveimur dögum síðar er ég í flugi á leið til Katalóníu. Hlutirnir gerast yfirleitt hratt í fótboltanum. Meira »
mið 08.apr 2020 08:00 Heiðar Birnir Torleifsson
Knattstjórnun Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrrum fyrirliði Barcelona og af mörgum talinn einn besti sendingarmaður allra tíma, sagði í viðtali fyrir nokkrum árum, að að hans mati væru knattstjórnunaræfingar grunnurinn að sendingarfærni! Meira »
þri 07.apr 2020 08:00 Matthías Freyr Matthíasson
Fordæmalausir tímar - nóg að frétta? Áður en ég held áfram, þá vil ég senda þakkir til heilbrigðisstarfsfólks og „hins heilaga þríeykis“ fyrir frábæra framgöngu síðustu daga og vikur. Meira »