Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
KDA KDA
 
fim 27.sep 2018 13:10 Elvar Geir Magnússon
Lokaumferð á laugardag - Hvað getur gerst? Á laugardag verður flautað til leiksloka í Pepsi-deildinni þetta tímabilið. Kraftaverk þarf til að Valur vinni ekki titilinn og ljóst er hvaða lið falla en þó eru enn ýmsir punktar sem ég hlakka til að fylgjast með í lokaumferðinni.

Ég setti saman stuttan pistil um hvern leik í lokaumferðinni og hvet ykkur til að fylgjast með á Fótbolta.net og einnig í beinni útvarpslýsingu á X977 á laugardag! Meira »
mið 15.ágú 2018 14:18 Elvar Geir Magnússon
Þarf að gera betur í að vernda þá sem gefa leiknum gildi Dómgæslan á Íslandsmótinu í sumar hefur verið góð. Þegar á heildina er litið er eiginlega merkilegt hversu góð dómgæslan hefur verið miðað við þær miklu breytingar sem hafa verið á dómarahópnum á skömmum tíma.

Dómarahópurinn er of fámennur en fjórir aðaldómarar hafa verið að taka sitt fyrsta alvöru tímabil í Pepsi-deild karla og allir staðið sig vel.

En það er einn hluti sem mér finnst að betur mætti fara í dómgæslunni í Pepsi-deildinni. Mér finnst bestu fótboltamenn deildarinnar, leikmennirnir sem rífa skemmtanagildið upp, ekki fá nægilega vernd.

Í íslensku deildinni eru ekki margir leikmenn sem falla í þennan flokk. Köllum hann töfraflokkinn. Meira »
fös 03.ágú 2018 09:45 Elvar Geir Magnússon
Í ökkla eða eyra Hamren Þau hafa verið ansi misjöfn viðbrögðin við þeim fréttum að Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Svía, sé vel á veg kominn í viðræðum við KSÍ um að taka við íslenska landsliðinu. Annað hvort eru menn mjög spenntir eða telja að það yrðu mistök að ráða Hamren.

Það er ljóst að ef Hamren verður fyrir valinu yrði ráðningin klárlega umdeild. Meira »
lau 28.júl 2018 07:00 Aðsendir pistlar
Hvernig VAR? Gylfi Þór Orrason, fyrrum dómari, skrifar: Meira »
fim 05.júl 2018 17:22 Björn Már Ólafsson
Einu sinni VAR Pistillinn birtist fyrst á romur.is

Myndbandsdómgæsla (e. VAR, video assistant referee) hefur mikið verið milli tannanna á fólki frá því heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst í júní. Meira »
fim 28.jún 2018 12:37 Elvar Geir Magnússon
Gáttaðir um borð í flugvél - Maður vill ekki trúa þessu Íslenska landsliðið stendur á tímamótum og óvissan er talsverð.

Orð Ragnars Sigurðssonar sem hann setti á Instagram í gær, í þann mund sem vél Icelandair frá Kalíníngrad var að búa sig undir heimferð með landsliðið, starfslið og fjölmiðlamenn innanborðs, komu nær öllum í opna skjöldu. Meira »
lau 16.jún 2018 11:09 Elvar Geir Magnússon
Mögnuð upplifun í Moskvu Það er komið að risastóru stundinni, stærsta leik Íslandssögunnar þegar leikið verður gegn sjálfum Argentínumönnum á HM í Moskvu. Það er enn næstum óraunverulegt að vera að skrifa þetta.

Ég vona að leikmönnum Íslands hafi gengið betur en mér að stilla spennustigið! Meira »
þri 12.jún 2018 18:00 Aðsendir pistlar
VAR á HM Eins og hér hefur áður komið fram, í fyrri pistli, tók ný útgáfa knattspyrnulaganna gildi á alþjóðavettvangi hinn 1. júní sl. Að þessu sinni voru breytingarnar á sjálfum leikreglunum þó óverulegar, en hins vegar komu nú inn í lögin ítarleg ákvæði í tengslum við VAR sem notast verður við í öllum leikjum á HM í Rússlandi eins og flestum mun kunnugt. Því er við hæfi nú að reyna að gera íslenskum knattspyrnuaðdáendum örlitla grein fyrir þeim samskiptareglum (VAR protocol) sem gilda munu á HM um notkun kerfisins. Meira »
mið 23.maí 2018 16:45 Aðsendir pistlar
Að ræna upplögðu marktækifæri - RUPLA Bikarúrslitaleikur Chelsea og Manchester United um sl. helgi fer líklega frekar í sögubækurnar fyrir vel útfærða varnartaktík en leiftrandi sóknarbolta, en líklega verður eftirminnilegast atvikið sem réði úrslitum í leiknum. Leiddiþað til mikilla mótmæla leikmanna og framkvæmdastjóra Chelseaog varð tilefni líflegra umræðna á samfélagsmiðlum um hvort dómarinn hafi þar túlkað hina svokölluðu "Rupl-reglu" á réttan hátt. Meira »
þri 22.maí 2018 17:35 Björn Már Ólafsson
Lið tímabilsins á Ítalíu Björn Már Ólafsson, einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar um ítalska boltann, fékk það verkefni að velja lið ársins í ítölsku A-deildinni Meira »
sun 20.maí 2018 09:00 Heiðar Birnir Torleifsson
Vitsmunaleg færni í knattspyrnu Stundum er sagt að knattspyrnuþjálfun fari í hringi. Er þá átt við að þessa stundina leggi allir áherslu á einhvern ákveðinn þátt frekar en einhvern annan. Meira »
fös 18.maí 2018 17:15 Aðsendir pistlar
Um vítaspyrnukeppnir Maí er mánuður þar sem knýja þarf fram úrslit fjölda leikja, og þar með sigurvegara viðkomandi móta, í einum leik, t.d. bikarúrslitaleikja hjá stærstu þjóðunum, úrslitaleikja Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, umspilsleikja í ensku deildunum o.s.frv. En þegar mótareglur gera ráð fyrir að fenginn sé sigurvegari í einum leik, eða þegar samanlögð úrslit leikja heima og heiman eru jöfn, heimila knattspyrnulögin einungis eftirfarandi aðferðir til að skera úr um sigurvegarana:
• Regluna um mörk á útivelli.
• Framlengingu.
• Vítaspyrnukeppni (með eða án undangenginnar framlengingar). Meira »
mið 02.maí 2018 17:00 Aðsendir pistlar
Eru eigendur íþróttafélaga á Íslandi nægilega upplýstir? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og þar af leiðandi koma þær oft til tals þegar ég á í spjalli við annað fólk. Sjálfur æfði ég fótbolta og körfubolta á mínum yngri árum, á unglingsárunum var mér gert að velja á milliþessara tveggja íþrótta. Valið var erfitt og ég hef oft hugsað til baka hvort að ég hafi gert rétt með því að velja körfuboltann. Ég æfði körfubolta í nokkur ár eftir það eða þar til ég var um 18 ára. Það var sennilega unglingaveikin sem náði mér að lokum og ég tók félagslífið fram yfir íþróttina. Ég er félaginu mínu ævinlega þakklátur fyrir þessi ár, og öllu því frábæra fólki sem ég kynntist á þessum tíma. En þrátt fyrir að ég hafi hætt að æfa, hef ég ekki hætt að hafa skoðanir á liðinu mínu. Liðið sem hefur skapað svona margar sterkar minningar fyrir mig, bæði súrar og sætar. Oft á tíðum hafa þessar skoðanir snúið að hlutum sem ég hef minna vit á, eins og hvaða leikmenn mér finnist eigi að spila eða hver eigi að þjálfa liðin. En ég hef líka skoðanir á hlutum sem ég hef vit á, hlutum sem snúa að mér og öðrum sem stuðningsfólki liðsins. Meira »
mið 04.apr 2018 15:00 Aðsendir pistlar
„Helvítis dómari” Flestum er kunnugt um misjafna hegðun sumra foreldra á íþróttamótum barna sinna. Flestir foreldrar kunna að haga sér á íþróttamótum barnanna enda snýst þetta um börnin en ekki þá. Meira »
mið 28.mar 2018 07:00 Elvar Geir Magnússon
Fastamönnum ekki ógnað Þeir fastamenn sem fengu stærsta mínútuskammtinn frá Heimi Hallgríms í undankeppni HM ættu ekki að eiga erfitt með að festa svefn eftir landsleikjagluggann.

Þó einhverjir hafi klárlega styrkt stöðu sína í augum Heimis og Helga eftir þessa Bandaríkjaferð þá var okkar helstu leikmönnum ekki ógnað. Enda er líka erfitt að slá menn út eftir þessa gósentíð sem hefur ríkt í íslenskum fótbolta. Meira »
sun 25.mar 2018 14:00 Elvar Geir Magnússon
Stórt tap sem stuðlar þó ekki að svartsýni Það er kannski furðulegt að segja það en þrátt fyrir 3-0 tap gegn Mexíkó í vináttulandsleik á föstudaginn, tölur sem eru ekki fallegar á blaði, hefur það engin neikvæð áhrif á tilfinningu manns fyrir því hvernig Íslandi muni vegna á stærsta sviðinu í Rússlandi í sumar. Meira »
mán 19.mar 2018 18:15 Aðsendir pistlar
Gervigras og gullnámur Daninn Rasmus Ankersen skrifaði eftirtektarverða bók um gullnámuáhrif (The Gold Mine Effect) þar sem hann heimsótti staði víða um veröld sem skiluðu óvenju miklu hæfileikafólki í einstökum íþróttum.Þar á meðal frjálsíþróttafélag í Jamaíku, tennisskóla í Rússlandi, hlaupaklúbba í Kenía og Eþíópíu og knattspyrnufélög í Brasilíu. Bók Ankersen vakti mikla athygli þegar hún kom út þar sem gullnámurnar voru ekki staðirnir sem höfðu eytt mestu fjármagni í að búa til fullkomna aðstöðu og ráða til sín frægustu þjálfarana, heldur staðir sem höfðu næga aðstöðu og viðeigandi mannauð og menningu sem ýtti undir árangur í sínu fagi. Bókin er góð og auðvelt að mæla með henni. Meira »
mán 12.mar 2018 17:00 Aðsendir pistlar
VAR-dómgæsla og 4. skiptingin í framlengingu Á 132. ársfundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda (IFAB) sem haldinn var í Zürich í byrjun þessa mánaðar voru ákvæðin um "vídeó-aðstoðardómgæslu" (VAR =Video Assistant Referees) formlega skrifuð inn í sjálf knattspyrnulögin. Eins og flestir knattspyrnuaðdáendur hafa væntanlega orðið varir við þá hafa á undanförnum árum verið gerðar tilraunir með notkun kerfisins í ýmsum knattspyrnumótum, en með þessari samþykkt IFAB nú er ekkert lengur því til fyrirstöðu að nota megi kerfið í stórum sem smáum mótum, svo fremi sem þau skilyrði sem sett eru í knattspyrnulögunum um notkun þess séu uppfyllt. Eins og við var að búast eru skoðanir skiptar um ágæti kerfisins, en nú hefur öllum formsatriðumvarðandi innleiðingu þess sem sagt verið fullnægt og því hefur FIFA m.a. þegar tilkynnt formlega að sambandið hyggist notfæra sér það í lokakeppninni HM í Rússlandi í sumar. Úr þessu verður því varla aftur snúið, en hins vegar hlýtur að teljast afar ólíklegt að VAR-kerfið verði tekið upp í leikjum á Íslandi í bráð og lengd vegna hinna ítarlegu og flóknu skilyrða sem innleiðingu þess fylgja (t.d. hvað varðar kröfur um fjölda upptökuvéla og annan tæknibúnað). Meira »
fös 02.mar 2018 08:30 Heiðar Birnir Torleifsson
Gildi þess að sjá bolta og umhverfi Á æfingum mínum í Coerver Coaching legg ég mikla áherslu á að kenna og þjálfa upp leikskilning strax frá unga aldri. Í gamla daga var sagt að ekki væri hægt að kenna leikskilning. Það væri eitthvað sem kæmi með reynslunni og á því að spila leikinn. Meira »
fim 08.feb 2018 16:30 Aðsendir pistlar
Evrópski boltinn Pistillinn birtist upphaflega á romur.is Meira »