Heimild: BBC
Mikið svekkelsi ríkti í Kaplakrika eftir 2-2 jafntefli gegn Dundalk frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar þann 20. júlí 2016. Dundalk komst áfram á fleiri útivallarmörkum en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
FH var farið að finna lyktina af möguleika á riðlakeppni í Evrópu en þessi naumi ósigur tryggði Dundalk leið sem það nýtti sér til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Árangur Dundalk, sem í umræðunni var kallað írskt pöbbalið, vakti mikla og verðskuldaða athygli en í riðlinum vann liðið Maccabi Tel-Aviv og varð fyrsta írska liðið til að vinna leik í riðlakeppni í Evrópu.
Skyndilega var lið frá 39 þúsund manna bæ, lið sem hafði spilað fyrir framan 226 áhorfendur, að spila Evrópuleik á þjóðarleikvangi Írlands fyrir framan 30 þúsund manns.
FH var farið að finna lyktina af möguleika á riðlakeppni í Evrópu en þessi naumi ósigur tryggði Dundalk leið sem það nýtti sér til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Árangur Dundalk, sem í umræðunni var kallað írskt pöbbalið, vakti mikla og verðskuldaða athygli en í riðlinum vann liðið Maccabi Tel-Aviv og varð fyrsta írska liðið til að vinna leik í riðlakeppni í Evrópu.
Skyndilega var lið frá 39 þúsund manna bæ, lið sem hafði spilað fyrir framan 226 áhorfendur, að spila Evrópuleik á þjóðarleikvangi Írlands fyrir framan 30 þúsund manns.
Félagið stóða á brauðfótum
Spólum aðeins til baka. Árið 2012 var fjárhagsstaða Dundalk mjög slæm og félagið var á barmi gjaldþrots. Stuðningsmenn settu á fót söfnun til að bjarga félaginu.
Það var þá sem Stephen Kenny, sem hafði verið rekinn frá Shamrock Rovers, var ráðinn í stjórastarfið. Hann átti að taka upp hamar og smíða saman nýtt lið.
„Þetta hefur farið fram úr öllum björtustu draumum okkar," sagði Kenny árið 2016 en hann hefur gert Dundalk að írskum meisturum 2014, 2015, 2016 og 2018 (síðast hafði liðið unnið titilinn 1995). Evrópupeningarnir hafa fært Dundalk mikla yfirburði í írska boltanum.
Leikur sem öllu breytti
Stephen Kenny er sönn goðsögn í Dundalk og verður það alla tíð. En hann tekur nú næsta skref á ferli sínum, 47 ára gamall. Hann á að taka við stærsta þjálfarastarfinu í heimalandi sínu.
Hann var á dögunum ráðinn U21-landsliðsþjálfari Írlands en áætlunin er síðan að hann taki við A-landsliðinu af Mick McCarthy árið 2020.
Ég ætla að fullyrða það að Kenny væri ekki á leið í landsliðsþjálfarastarf Írlands ef ekki hefði verið fyrir þennan tæpa „sigur" í Kaplakrika 2016. (Annars er ég talsmaður þess að leggja útivallarmarkaregluna niður, skrifa pistil um það síðar!)
Heimir Hallgrímsson talar alltaf um hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli í fótboltanum. Lítið atriði hefði getað ráðið því að FH hefði farið áfram úr einvíginu. Hvernig væri staðan hjá Dundalk þá? Hvernig væri staðan hjá FH þá?
Spurningar sem ómögulegt er að fá svör við. En skemmtilegt að velta fyrir sér!
Athugasemdir