Í dag – miðvikudaginn 3. júlí kl. 14.14 – í höfuðstöðvum Ginola í Villefranche í Suður-Frakklandi, skrifuðu Sir Hlynur F. „Gaffer“ Þormóðsson og John „#2“ Cariglia, OBE, undir áframhaldandi starfssamning við Ginola. Þetta þykir tíðindum sæta í fótboltaheiminum enda hafa samningaviðræður dregist á langinn og þótt erfiðar mjög.
Meira »
Enn eitt árið byrjar knattspyrnusumarið illa hjá karlaliði ÍBV. Ýmislegt hefur verið prufað í undirbúningi liðsins til að forðast þessa slöku byrjun, sem er orðin landlæg staðreynd og mikill þröskuldur fyrir frekari landvinninga þessa félags í Íslenskri knattspyrnu. Hópurinn hefur aldrei byrjað fyrr að æfa saman í einu lagi en nú, val á leikmönnumvar takmarkað við búsetuskilyrði frá janúar í Eyjum. En áður var reynt að æfa í tvennu lagi til að hafa möguleika á leikmönnum með búsetu, fjölskyldu eða í skóla á höfuðbogarsvæðinu.
Meira »
Það hefðu nær öll lið heims tapað fyrir Frökkum í gær og þó 4-0 sé leiðinlega stórt tap þá er staðreyndin sú að Ísland var aldrei að fara að ná einhverju frá heimsmeisturunum í þessum ham.
Sama hver taktíkin hefði verið og þó Jói Berg hefði verið heill.
Krafan úr þessum landsleikjaglugga, þrjú stig, náðust og líklegt að innbyrðis viðureignir gegn Tyrklandi ráði úrslitum um hvort liðið fylgi Frökkum beint á EM allstaðar. Við erum inni á brautinni í þessari undankeppni þó Þjóðadeildinni hafi verið sturtað niður í klósettið fyrir áramót. Meira »
Sama hver taktíkin hefði verið og þó Jói Berg hefði verið heill.
Krafan úr þessum landsleikjaglugga, þrjú stig, náðust og líklegt að innbyrðis viðureignir gegn Tyrklandi ráði úrslitum um hvort liðið fylgi Frökkum beint á EM allstaðar. Við erum inni á brautinni í þessari undankeppni þó Þjóðadeildinni hafi verið sturtað niður í klósettið fyrir áramót. Meira »
Íslenska landsliðið mætti til Parísar í gærkvöldi, eftir að hafa æft fyrr um daginn í Andorra og borðað í Barcelona þaðan sem flogið var.
Heimsóknin í borg ástarinnar verður mjög snörp því æft verður á keppnisvellinum, Stade de France, í dag og leikurinn fer fram annað kvöld. Meira »
Heimsóknin í borg ástarinnar verður mjög snörp því æft verður á keppnisvellinum, Stade de France, í dag og leikurinn fer fram annað kvöld. Meira »
Sagan er aldrei of oft sögð til að minna á fortíð og gera að opnara og betra samfélagi fyrir alla óháð stöðu og stétt. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi og þá skiptir máli að unnið sé vel með sjálfsmyndina og að allir sem hafi áhuga geti stundað óháð getu. Ég deila minni reynslu sem rænir einstaklingum lífgæðum og lífi ef ekkert er að gert hvort sem þú ert í íþróttum eða ekki.
Meira »
Mikið svekkelsi ríkti í Kaplakrika eftir 2-2 jafntefli gegn Dundalk frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar þann 20. júlí 2016. Dundalk komst áfram á fleiri útivallarmörkum en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
FH var farið að finna lyktina af möguleika á riðlakeppni í Evrópu en þessi naumi ósigur tryggði Dundalk leið sem það nýtti sér til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Árangur Dundalk, sem í umræðunni var kallað írskt pöbbalið, vakti mikla og verðskuldaða athygli en í riðlinum vann liðið Maccabi Tel-Aviv og varð fyrsta írska liðið til að vinna leik í riðlakeppni í Evrópu.
Skyndilega var lið frá 39 þúsund manna bæ, lið sem hafði spilað fyrir framan 226 áhorfendur, að spila Evrópuleik á þjóðarleikvangi Írlands fyrir framan 30 þúsund manns. Meira »
FH var farið að finna lyktina af möguleika á riðlakeppni í Evrópu en þessi naumi ósigur tryggði Dundalk leið sem það nýtti sér til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Árangur Dundalk, sem í umræðunni var kallað írskt pöbbalið, vakti mikla og verðskuldaða athygli en í riðlinum vann liðið Maccabi Tel-Aviv og varð fyrsta írska liðið til að vinna leik í riðlakeppni í Evrópu.
Skyndilega var lið frá 39 þúsund manna bæ, lið sem hafði spilað fyrir framan 226 áhorfendur, að spila Evrópuleik á þjóðarleikvangi Írlands fyrir framan 30 þúsund manns. Meira »
Á fundi tækni- og ráðgjafarnefnda IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) 6. nóvember sl. var farið yfir árangurinn af nokkrum tilraunum sem í gangi hafa verið með breytingar á knattspyrnulögunum. Þær eru þessar helstar:
Meira »
Við þjálfun ungra leikmanna skiptir uppbygging æfinga gríðarlega miklu máli. Skoðanir eru sjálfsagt misjafnar á því eins og gengur.
Meira »
Endurkoma og endurvakning á 4-3-3 á hæstu stigum leiksins. Margir þjálfarar í dag eru að aðhyllast þessa leikaðferð fram yfir aðra valmöguleika. Þrjú topp lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, Liverpool og Chelsea, hafa verið að spila 4-3-3 . Ítalía, England og Frakkland hafa líka nýverið notað kerfið í þeirra
landsliðsleikjum. Meira »
landsliðsleikjum. Meira »
Það var nærandi fyrir sálina að sjá íslenska landsliðið sýna aftur sitt rétta andlit í Frakklandi í gær. Eina leiðin fyrir leikmenn að svara efasemdarröddum eftir skell septembergluggans var að gera það inni á vellinum. Heima hjá heimsmeisturunum var fínn vettvangur til að „gefa út tilkynningu".
Strax í leikslok var maður svekktur að sjá Ísland ekki leggja heimsmeistarana. Það hefði tekist hefðu lykilmenn verið látnir spila lengur en það var rétt ákvörðun Hamren að láta ekki freistast til þess, það er jú mótsleikur á mánudaginn.
Frammistaðan var glæsileg. Frábært er að endurheimta Jóa Berg og Alfreð, Kári kemur með yfirvegun inn í vörnina og sýndi að það er nóg eftir á tanknum og Rúnar Alex sýndi bestu frammistöðu sína með A-landsliðinu. Jákvæðu punktarnir voru margir.
Leikurinn var settur upp sem sýning hjá franska landsliðinu í norðvesturhluta landsins. Heimsmeistarabikarinn var með í för og nú áttu m-rkin að flæða.
Eini leikmaður Frakklands sem setti upp sýningu var Kylian Mbappe. Fyrir leikinn var ég spenntur að sjá þennan geggjaða fótboltamnn en eftir leikinn þakkaði ég fyrir að hann hafi ekki spilað stærri hluta af leiknum!
Íslenska liðið sýndi mikla baráttu og oft á tíðum flotta spilamennsku. Heimamenn voru pirraðir, bæði inni á vellinum og í stúkunni. Þetta átti ekki að vera á dagskránni.
Nú er bara að fylgja þessu eftir gegn Sviss og þó tap gæti verið niðurstaðan á mánudag þá vonast maður að sjá áframhaldandi vísbendingar um að gleðinni sé ekki lokið og framundan á næsta ári sé jákvæð undankeppni fyrir EM allstaðar. Meira »
Strax í leikslok var maður svekktur að sjá Ísland ekki leggja heimsmeistarana. Það hefði tekist hefðu lykilmenn verið látnir spila lengur en það var rétt ákvörðun Hamren að láta ekki freistast til þess, það er jú mótsleikur á mánudaginn.
Frammistaðan var glæsileg. Frábært er að endurheimta Jóa Berg og Alfreð, Kári kemur með yfirvegun inn í vörnina og sýndi að það er nóg eftir á tanknum og Rúnar Alex sýndi bestu frammistöðu sína með A-landsliðinu. Jákvæðu punktarnir voru margir.
Leikurinn var settur upp sem sýning hjá franska landsliðinu í norðvesturhluta landsins. Heimsmeistarabikarinn var með í för og nú áttu m-rkin að flæða.
Eini leikmaður Frakklands sem setti upp sýningu var Kylian Mbappe. Fyrir leikinn var ég spenntur að sjá þennan geggjaða fótboltamnn en eftir leikinn þakkaði ég fyrir að hann hafi ekki spilað stærri hluta af leiknum!
Íslenska liðið sýndi mikla baráttu og oft á tíðum flotta spilamennsku. Heimamenn voru pirraðir, bæði inni á vellinum og í stúkunni. Þetta átti ekki að vera á dagskránni.
Nú er bara að fylgja þessu eftir gegn Sviss og þó tap gæti verið niðurstaðan á mánudag þá vonast maður að sjá áframhaldandi vísbendingar um að gleðinni sé ekki lokið og framundan á næsta ári sé jákvæð undankeppni fyrir EM allstaðar. Meira »
Á morgun mun Erik Hamren opinbera sinn annan landsliðshóp og ljóst er að það verða talsverðar breytingar frá fyrsta hópnum. Ljót úrslit síðasta landsleikjaglugga, endurkoma lykilmanna af meiðslalistanum og ungir leikmenn sem banka á dyrnar eru helstu ástæður.
Komandi leikir eru ekki auðvaldara verkefni en þeir síðustu. Heimsmeistarar Frakka með alla sína sterkustu menn og svo Sviss aftur. Þungavigt. Velgengni íslenskra leikmanna á undanförnum dögum gefur þó vonandi góð fyrirheit. Meira »
Komandi leikir eru ekki auðvaldara verkefni en þeir síðustu. Heimsmeistarar Frakka með alla sína sterkustu menn og svo Sviss aftur. Þungavigt. Velgengni íslenskra leikmanna á undanförnum dögum gefur þó vonandi góð fyrirheit. Meira »
Á laugardag verður flautað til leiksloka í Pepsi-deildinni þetta tímabilið. Kraftaverk þarf til að Valur vinni ekki titilinn og ljóst er hvaða lið falla en þó eru enn ýmsir punktar sem ég hlakka til að fylgjast með í lokaumferðinni.
Ég setti saman stuttan pistil um hvern leik í lokaumferðinni og hvet ykkur til að fylgjast með á Fótbolta.net og einnig í beinni útvarpslýsingu á X977 á laugardag! Meira »
Ég setti saman stuttan pistil um hvern leik í lokaumferðinni og hvet ykkur til að fylgjast með á Fótbolta.net og einnig í beinni útvarpslýsingu á X977 á laugardag! Meira »
Dómgæslan á Íslandsmótinu í sumar hefur verið góð. Þegar á heildina er litið er eiginlega merkilegt hversu góð dómgæslan hefur verið miðað við þær miklu breytingar sem hafa verið á dómarahópnum á skömmum tíma.
Dómarahópurinn er of fámennur en fjórir aðaldómarar hafa verið að taka sitt fyrsta alvöru tímabil í Pepsi-deild karla og allir staðið sig vel.
En það er einn hluti sem mér finnst að betur mætti fara í dómgæslunni í Pepsi-deildinni. Mér finnst bestu fótboltamenn deildarinnar, leikmennirnir sem rífa skemmtanagildið upp, ekki fá nægilega vernd.
Í íslensku deildinni eru ekki margir leikmenn sem falla í þennan flokk. Köllum hann töfraflokkinn. Meira »
Dómarahópurinn er of fámennur en fjórir aðaldómarar hafa verið að taka sitt fyrsta alvöru tímabil í Pepsi-deild karla og allir staðið sig vel.
En það er einn hluti sem mér finnst að betur mætti fara í dómgæslunni í Pepsi-deildinni. Mér finnst bestu fótboltamenn deildarinnar, leikmennirnir sem rífa skemmtanagildið upp, ekki fá nægilega vernd.
Í íslensku deildinni eru ekki margir leikmenn sem falla í þennan flokk. Köllum hann töfraflokkinn. Meira »
Þau hafa verið ansi misjöfn viðbrögðin við þeim fréttum að Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Svía, sé vel á veg kominn í viðræðum við KSÍ um að taka við íslenska landsliðinu. Annað hvort eru menn mjög spenntir eða telja að það yrðu mistök að ráða Hamren.
Það er ljóst að ef Hamren verður fyrir valinu yrði ráðningin klárlega umdeild. Meira »
Það er ljóst að ef Hamren verður fyrir valinu yrði ráðningin klárlega umdeild. Meira »
Pistillinn birtist fyrst á romur.is
Myndbandsdómgæsla (e. VAR, video assistant referee) hefur mikið verið milli tannanna á fólki frá því heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst í júní. Meira »
Myndbandsdómgæsla (e. VAR, video assistant referee) hefur mikið verið milli tannanna á fólki frá því heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst í júní. Meira »
Íslenska landsliðið stendur á tímamótum og óvissan er talsverð.
Orð Ragnars Sigurðssonar sem hann setti á Instagram í gær, í þann mund sem vél Icelandair frá Kalíníngrad var að búa sig undir heimferð með landsliðið, starfslið og fjölmiðlamenn innanborðs, komu nær öllum í opna skjöldu. Meira »
Orð Ragnars Sigurðssonar sem hann setti á Instagram í gær, í þann mund sem vél Icelandair frá Kalíníngrad var að búa sig undir heimferð með landsliðið, starfslið og fjölmiðlamenn innanborðs, komu nær öllum í opna skjöldu. Meira »
Það er komið að risastóru stundinni, stærsta leik Íslandssögunnar þegar leikið verður gegn sjálfum Argentínumönnum á HM í Moskvu. Það er enn næstum óraunverulegt að vera að skrifa þetta.
Ég vona að leikmönnum Íslands hafi gengið betur en mér að stilla spennustigið! Meira »
Ég vona að leikmönnum Íslands hafi gengið betur en mér að stilla spennustigið! Meira »
Eins og hér hefur áður komið fram, í fyrri pistli, tók ný útgáfa knattspyrnulaganna gildi á alþjóðavettvangi hinn 1. júní sl. Að þessu sinni voru breytingarnar á sjálfum leikreglunum þó óverulegar, en hins vegar komu nú inn í lögin ítarleg ákvæði í tengslum við VAR sem notast verður við í öllum leikjum á HM í Rússlandi eins og flestum mun kunnugt. Því er við hæfi nú að reyna að gera íslenskum knattspyrnuaðdáendum örlitla grein fyrir þeim samskiptareglum (VAR protocol) sem gilda munu á HM um notkun kerfisins.
Meira »