Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
KDA KDA
 
sun 18.ágú 2019 22:08 Garðar Örn Hinriksson
VAR-astu að fagna of snemma Það er komið fram á síðustu mínútu uppbótartíma. Staðan er jöfn. Heimaliðið á hornspyrnu. Það er núna eða aldrei að skora sigurmarkið. Hár bolti kemur fyrir. Það er barátta um boltann í vítateignum. Boltinn berst á endanum til eins liðsmanns heimaliðsins sem nær góðu skoti og boltinn hafnar í netinu. Meira »
fös 12.júl 2019 08:00 Ingibjörg Hinriksdóttir
Baráttan endalausa Að loknu Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu er bandaríski leikmaðurinn Megan Rapinoe orðin heimilisvinur á mörgum íslenskum heimilum. Það verður mjög spennandi að sjá hversu margar ungar og upprennandi knattspyrnustúlkur munu skarta fjólubláu hári á Símamótinu um helgina.

Heimsmeistaramótið framleiddi fjöldann allan af stórkostlegum fyrirmyndum auk Rapinoe og má þar nefna hollenska markvörðinn Sari van Veenendaal, Englendinginn LucyBronze og hina mögnuðu Mörtu frá Brasilíu. Meira »
fim 11.júl 2019 17:00 Sigurður Helgason
KR - Liverpool 1964 Upphaf íslenskrar knattspyrnu má rekja til aldamótanna 1900. Elsta félagið var stofnað í febrúar 1899 og fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912. Meira »
þri 09.júl 2019 08:00 Ingibjörg Hinriksdóttir
Einu sinni VAR Það er varla annað hægt en að byrja á því að byrja forláts á því að stinga niður penna eftir að hafa haft mig hæga í allmörg ár. En það lifir lengi í gömlum glæðum og nú þegar Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu er ný lokið er ekki annað hægt en ydda blýantinn og pára þættinum bréf. Meira »
mið 03.júl 2019 22:08 Aðsendir pistlar
Fréttatilkynning Ginola vegna Pollamótsins Í dag – miðvikudaginn 3. júlí kl. 14.14 – í höfuðstöðvum Ginola í Villefranche í Suður-Frakklandi, skrifuðu Sir Hlynur F. „Gaffer“ Þormóðsson og John „#2“ Cariglia, OBE, undir áframhaldandi starfssamning við Ginola. Þetta þykir tíðindum sæta í fótboltaheiminum enda hafa samningaviðræður dregist á langinn og þótt erfiðar mjög. Meira »
mán 13.maí 2019 16:15 Haraldur Pálsson
Vetrarvellir og undirbúningstímabil ÍBV Enn eitt árið byrjar knattspyrnusumarið illa hjá karlaliði ÍBV. Ýmislegt hefur verið prufað í undirbúningi liðsins til að forðast þessa slöku byrjun, sem er orðin landlæg staðreynd og mikill þröskuldur fyrir frekari landvinninga þessa félags í Íslenskri knattspyrnu. Hópurinn hefur aldrei byrjað fyrr að æfa saman í einu lagi en nú, val á leikmönnumvar takmarkað við búsetuskilyrði frá janúar í Eyjum. En áður var reynt að æfa í tvennu lagi til að hafa möguleika á leikmönnum með búsetu, fjölskyldu eða í skóla á höfuðbogarsvæðinu. Meira »
þri 26.mar 2019 08:00 Elvar Geir Magnússon
Hamren nær ekki að sannfæra þjóðina Það hefðu nær öll lið heims tapað fyrir Frökkum í gær og þó 4-0 sé leiðinlega stórt tap þá er staðreyndin sú að Ísland var aldrei að fara að ná einhverju frá heimsmeisturunum í þessum ham.

Sama hver taktíkin hefði verið og þó Jói Berg hefði verið heill.

Krafan úr þessum landsleikjaglugga, þrjú stig, náðust og líklegt að innbyrðis viðureignir gegn Tyrklandi ráði úrslitum um hvort liðið fylgi Frökkum beint á EM allstaðar. Við erum inni á brautinni í þessari undankeppni þó Þjóðadeildinni hafi verið sturtað niður í klósettið fyrir áramót. Meira »
sun 24.mar 2019 10:12 Elvar Geir Magnússon
Kunnugir staðháttum Íslenska landsliðið mætti til Parísar í gærkvöldi, eftir að hafa æft fyrr um daginn í Andorra og borðað í Barcelona þaðan sem flogið var.

Heimsóknin í borg ástarinnar verður mjög snörp því æft verður á keppnisvellinum, Stade de France, í dag og leikurinn fer fram annað kvöld. Meira »
mán 10.des 2018 16:30 Aðsendir pistlar
Þór Akureyri og lífið  Sagan er aldrei of oft sögð til að minna á fortíð og gera að opnara og betra samfélagi fyrir alla óháð stöðu og stétt. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi og þá skiptir máli að unnið sé vel með sjálfsmyndina og að allir sem hafi áhuga geti stundað óháð getu. Ég deila minni reynslu sem rænir einstaklingum lífgæðum og lífi ef ekkert er að gert hvort sem þú ert í íþróttum eða ekki. Meira »
mið 28.nóv 2018 14:00 Elvar Geir Magnússon
Leiðin að landsliðsþjálfarasætinu opnaðist í Kaplakrika Mikið svekkelsi ríkti í Kaplakrika eftir 2-2 jafntefli gegn Dundalk frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar þann 20. júlí 2016. Dundalk komst áfram á fleiri útivallarmörkum en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

FH var farið að finna lyktina af möguleika á riðlakeppni í Evrópu en þessi naumi ósigur tryggði Dundalk leið sem það nýtti sér til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Árangur Dundalk, sem í umræðunni var kallað írskt pöbbalið, vakti mikla og verðskuldaða athygli en í riðlinum vann liðið Maccabi Tel-Aviv og varð fyrsta írska liðið til að vinna leik í riðlakeppni í Evrópu.

Skyndilega var lið frá 39 þúsund manna bæ, lið sem hafði spilað fyrir framan 226 áhorfendur, að spila Evrópuleik á þjóðarleikvangi Írlands fyrir framan 30 þúsund manns. Meira »
mán 19.nóv 2018 17:30 Gylfi Þór Orrason
Knattspyrnulögin - Hvaða breytingar eru í farvatninu? Á fundi tækni- og ráðgjafarnefnda IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) 6. nóvember sl. var farið yfir árangurinn af nokkrum tilraunum sem í gangi hafa verið með breytingar á knattspyrnulögunum. Þær eru þessar helstar: Meira »
fös 16.nóv 2018 08:00 Heiðar Birnir Torleifsson
Uppbygging æfinga Við þjálfun ungra leikmanna skiptir uppbygging æfinga gríðarlega miklu máli. Skoðanir eru sjálfsagt misjafnar á því eins og gengur. Meira »
mið 31.okt 2018 17:00 Aðsendir pistlar
Endurvakning 4-3-3 kerfisins Endurkoma og endurvakning á 4-3-3 á hæstu stigum leiksins. Margir þjálfarar í dag eru að aðhyllast þessa leikaðferð fram yfir aðra valmöguleika. Þrjú topp lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, Liverpool og Chelsea, hafa verið að spila 4-3-3 . Ítalía, England og Frakkland hafa líka nýverið notað kerfið í þeirra
landsliðsleikjum. Meira »
mán 15.okt 2018 09:30 Jóhann Már Helgason
Goðsögnin John Terry Greinin birtist fyrst á cfc.is Meira »
fös 12.okt 2018 08:25 Elvar Geir Magnússon
Tilkynning um að síðasti gluggi hafi verið frávik Það var nærandi fyrir sálina að sjá íslenska landsliðið sýna aftur sitt rétta andlit í Frakklandi í gær. Eina leiðin fyrir leikmenn að svara efasemdarröddum eftir skell septembergluggans var að gera það inni á vellinum. Heima hjá heimsmeisturunum var fínn vettvangur til að „gefa út tilkynningu".

Strax í leikslok var maður svekktur að sjá Ísland ekki leggja heimsmeistarana. Það hefði tekist hefðu lykilmenn verið látnir spila lengur en það var rétt ákvörðun Hamren að láta ekki freistast til þess, það er jú mótsleikur á mánudaginn.

Frammistaðan var glæsileg. Frábært er að endurheimta Jóa Berg og Alfreð, Kári kemur með yfirvegun inn í vörnina og sýndi að það er nóg eftir á tanknum og Rúnar Alex sýndi bestu frammistöðu sína með A-landsliðinu. Jákvæðu punktarnir voru margir.

Leikurinn var settur upp sem sýning hjá franska landsliðinu í norðvesturhluta landsins. Heimsmeistarabikarinn var með í för og nú áttu m-rkin að flæða.

Eini leikmaður Frakklands sem setti upp sýningu var Kylian Mbappe. Fyrir leikinn var ég spenntur að sjá þennan geggjaða fótboltamnn en eftir leikinn þakkaði ég fyrir að hann hafi ekki spilað stærri hluta af leiknum!

Íslenska liðið sýndi mikla baráttu og oft á tíðum flotta spilamennsku. Heimamenn voru pirraðir, bæði inni á vellinum og í stúkunni. Þetta átti ekki að vera á dagskránni.

Nú er bara að fylgja þessu eftir gegn Sviss og þó tap gæti verið niðurstaðan á mánudag þá vonast maður að sjá áframhaldandi vísbendingar um að gleðinni sé ekki lokið og framundan á næsta ári sé jákvæð undankeppni fyrir EM allstaðar. Meira »
fim 04.okt 2018 17:10 Elvar Geir Magnússon
Kastar Hamren kjúklingum í djúpu laugina? Á morgun mun Erik Hamren opinbera sinn annan landsliðshóp og ljóst er að það verða talsverðar breytingar frá fyrsta hópnum. Ljót úrslit síðasta landsleikjaglugga, endurkoma lykilmanna af meiðslalistanum og ungir leikmenn sem banka á dyrnar eru helstu ástæður.

Komandi leikir eru ekki auðvaldara verkefni en þeir síðustu. Heimsmeistarar Frakka með alla sína sterkustu menn og svo Sviss aftur. Þungavigt. Velgengni íslenskra leikmanna á undanförnum dögum gefur þó vonandi góð fyrirheit. Meira »
fim 27.sep 2018 13:10 Elvar Geir Magnússon
Lokaumferð á laugardag - Hvað getur gerst? Á laugardag verður flautað til leiksloka í Pepsi-deildinni þetta tímabilið. Kraftaverk þarf til að Valur vinni ekki titilinn og ljóst er hvaða lið falla en þó eru enn ýmsir punktar sem ég hlakka til að fylgjast með í lokaumferðinni.

Ég setti saman stuttan pistil um hvern leik í lokaumferðinni og hvet ykkur til að fylgjast með á Fótbolta.net og einnig í beinni útvarpslýsingu á X977 á laugardag! Meira »
mið 15.ágú 2018 14:18 Elvar Geir Magnússon
Þarf að gera betur í að vernda þá sem gefa leiknum gildi Dómgæslan á Íslandsmótinu í sumar hefur verið góð. Þegar á heildina er litið er eiginlega merkilegt hversu góð dómgæslan hefur verið miðað við þær miklu breytingar sem hafa verið á dómarahópnum á skömmum tíma.

Dómarahópurinn er of fámennur en fjórir aðaldómarar hafa verið að taka sitt fyrsta alvöru tímabil í Pepsi-deild karla og allir staðið sig vel.

En það er einn hluti sem mér finnst að betur mætti fara í dómgæslunni í Pepsi-deildinni. Mér finnst bestu fótboltamenn deildarinnar, leikmennirnir sem rífa skemmtanagildið upp, ekki fá nægilega vernd.

Í íslensku deildinni eru ekki margir leikmenn sem falla í þennan flokk. Köllum hann töfraflokkinn. Meira »
fös 03.ágú 2018 09:45 Elvar Geir Magnússon
Í ökkla eða eyra Hamren Þau hafa verið ansi misjöfn viðbrögðin við þeim fréttum að Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Svía, sé vel á veg kominn í viðræðum við KSÍ um að taka við íslenska landsliðinu. Annað hvort eru menn mjög spenntir eða telja að það yrðu mistök að ráða Hamren.

Það er ljóst að ef Hamren verður fyrir valinu yrði ráðningin klárlega umdeild. Meira »
lau 28.júl 2018 07:00 Aðsendir pistlar
Hvernig VAR? Gylfi Þór Orrason, fyrrum dómari, skrifar: Meira »