Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 12. október 2018 08:25
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Tilkynning um að síðasti gluggi hafi verið frávik
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Viljinn og trúin eru svo sannarlega enn til staðar hjá íslenska landsliðinu.
Viljinn og trúin eru svo sannarlega enn til staðar hjá íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flott frammistaða í Frakklandi.
Flott frammistaða í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Það var nærandi fyrir sálina að sjá íslenska landsliðið sýna aftur sitt rétta andlit í Frakklandi í gær. Eina leiðin fyrir leikmenn að svara efasemdarröddum eftir skell septembergluggans var að gera það inni á vellinum. Heima hjá heimsmeisturunum var fínn vettvangur til að „gefa út tilkynningu".

Strax í leikslok var maður svekktur að sjá Ísland ekki leggja heimsmeistarana. Það hefði tekist hefðu lykilmenn verið látnir spila lengur en það var rétt ákvörðun Hamren að láta ekki freistast til þess, það er jú mótsleikur á mánudaginn.

Frammistaðan var glæsileg. Frábært er að endurheimta Jóa Berg og Alfreð, Kári kemur með yfirvegun inn í vörnina og sýndi að það er nóg eftir á tanknum og Rúnar Alex sýndi bestu frammistöðu sína með A-landsliðinu. Jákvæðu punktarnir voru margir.

Leikurinn var settur upp sem sýning hjá franska landsliðinu í norðvesturhluta landsins. Heimsmeistarabikarinn var með í för og nú áttu m-rkin að flæða.

Eini leikmaður Frakklands sem setti upp sýningu var Kylian Mbappe. Fyrir leikinn var ég spenntur að sjá þennan geggjaða fótboltamnn en eftir leikinn þakkaði ég fyrir að hann hafi ekki spilað stærri hluta af leiknum!

Íslenska liðið sýndi mikla baráttu og oft á tíðum flotta spilamennsku. Heimamenn voru pirraðir, bæði inni á vellinum og í stúkunni. Þetta átti ekki að vera á dagskránni.

Nú er bara að fylgja þessu eftir gegn Sviss og þó tap gæti verið niðurstaðan á mánudag þá vonast maður að sjá áframhaldandi vísbendingar um að gleðinni sé ekki lokið og framundan á næsta ári sé jákvæð undankeppni fyrir EM allstaðar.

Árangur íslenska landsliðsins undanfarin ár hefur verið einstakur og ég á ekki von á öðru en að miðasala á leikinn gegn Sviss hafi tekið góðan kipp í gærkvöldi. Liðið á skilið áframhaldandi stuðning og rétt eins og leikmenn sýndu í gær vona ég að stuðningsmenn sýni á mánudag að viljinn og trúin séu enn til staðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner