Elvar Geir Magnússon skrifar frá París
Það hefðu nær öll lið heims tapað fyrir Frökkum í gær og þó 4-0 sé leiðinlega stórt tap þá er staðreyndin sú að Ísland var aldrei að fara að ná einhverju frá heimsmeisturunum í þessum ham.
Sama hver taktíkin hefði verið og þó Jói Berg hefði verið heill.
Krafan úr þessum landsleikjaglugga, þrjú stig, náðust og líklegt að innbyrðis viðureignir gegn Tyrklandi ráði úrslitum um hvort liðið fylgi Frökkum beint á EM allstaðar. Við erum inni á brautinni í þessari undankeppni þó Þjóðadeildinni hafi verið sturtað niður í klósettið fyrir áramót.
Sama hver taktíkin hefði verið og þó Jói Berg hefði verið heill.
Krafan úr þessum landsleikjaglugga, þrjú stig, náðust og líklegt að innbyrðis viðureignir gegn Tyrklandi ráði úrslitum um hvort liðið fylgi Frökkum beint á EM allstaðar. Við erum inni á brautinni í þessari undankeppni þó Þjóðadeildinni hafi verið sturtað niður í klósettið fyrir áramót.
En það er alveg ljóst á umræðunni heima á Íslandi að Erik Hamren er langt frá því að hafa sannfært íslensku þjóðina.
Stærsti þátturinn er auðvitað úrslitin, eini sigurinn skyldusigur gegn andfótboltaliði Andorra. Ísland er aftur farið að tapa stórt gegn þeim bestu.
Svör Hamren í viðtölum, fyrirfram afsakanir og sífelldar endurtekningar hans á þeirri sögu að honum hafi í raun verið ráðlagt að forðast það eins og heitan eldinn að taka þetta starf spila líka inn í.
Ákvarðanatökur og leikkerfi eru annar þáttur. Eftir leik í gær vildi hann í raun lítið ræða um frammistöðu Íslands eða hvernig 5-3-2 kerfið hafi virkað. Bara ræða um hversu geggjað góðir Frakkarnir voru.
Vissulega var Hamren alltaf að fara í mjög erfitt starf eftir velgengnina síðustu ár. Og gleymum því ekki að langt var síðan landsliðið hafði unnið alvöru leik þegar hann tekur við, niðurtúr virtist hafinn. Meiðslavandræðin í Þjóðadeildinni voru líka eitthvað met. Það verður alltaf erfitt að stýra landsliði. Ein stærsta þjálfaraáskorun sem finnst.
En þjóðin er alls ekki sannfærð og þjóðin virðist líka efins um að strákarnir okkar, leikmennirnir, séu sannfærðir um Hamren. Það er um það talað og eftir því tekið.
Ísland fór aftur sænsku leiðina í þjálfararáðningu og einhverjir hafa haldið að við værum komin með nýjan Lars Lagerback. Sá samanburður hjálpar ekki Hamren enda Lagerback einstaklingur sem á svo kæran sess í hjarta Íslendinga að það er varla samanburðarhæft við nokkuð annað.
Í júní mætum við Albaníu og Tyrklandi á Laugardalsvelli. Þar þurfum við sex stig. Hamren þarf sex stig. Ef strákarnir stökkva í vagninn hans og verða með níu stig í riðlinum þann 11. júní þá er öll þjóðin mætt um borð.
Athugasemdir