Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
   fös 16. nóvember 2018 08:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Uppbygging æfinga
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Æfing 1.
Æfing 1.
Mynd: Aðsend
Æfing 2.
Æfing 2.
Mynd: Aðsend
Æfing 3.
Æfing 3.
Mynd: Aðsend
Æfing 4.
Æfing 4.
Mynd: Aðsend
Æfing 5.
Æfing 5.
Mynd: Aðsend
Við þjálfun ungra leikmanna skiptir uppbygging æfinga gríðarlega miklu máli. Skoðanir eru sjálfsagt misjafnar á því eins og gengur.

Mín skoðun er sú að hefðbundin fótboltaæfing eigi að innihalda eina megin stefnu eða þema.

Allt frá upphitun þarf æfingin að vera uppbyggð með endirinn í huga og þannig þróast áfram þar til ákveðnu hámarki er náð.

Í framhaldi af því á að enda æfingar með frjálsu spili(leikmenn koma jú á æfingar til að spila) hvar leikmenn eru kvattir til að hugsa um og framkvæma þá hluti sem þeir voru að æfa.

Með vel skipulögðum æfingum hvar erfiðleikastigið eykst smám saman náum við að koma þeim þáttum sem við erum að kenna/þjálfa smám saman inn í leik leikmanna/iðkenda.

Þannig hefur allt sem kennt er og þjálfað á æfingum svokallað „leikrænt gildi” og tilgangurinn því að leikmenn geti notað og framkvæmt færnina í leik.

Hér að neðan kemur dæmi um uppbyggingu á æfingu sem hentar vel fyrir eldri aldursflokka í yngri flokkum. Æfingin miðast að því að hjálpa leikmönnum að verða betri í því að halda bolta innan liðsins.

Æfing 1. - Hraðar sendingar
Myndband

TILGANGUR: Halda bolta með hröðum sendingum.

UPPSETNING. Y 1 og Y 2 byrja með bolta Y 3 og WP ekki með bolta.

FRAMKVÆMD.

a) Y2 sendir til Y3 og á sama tíma Y1 til WP. WP spilar veggsendingu við Y1 sem verður að hlaupa í auða hornið, núna Y1 til Y2 og Y3 til WP.

b) Sama uppsetning, nema núna kynna til leiks varnarmann í miðjunni sem framkvæmir lágmarks pressu.

PUNKTAR TIL ÞJÁLFARA: Byrja með tvær snertingar og fara svo yfir í eina snertingu.

PUNKTAR TIL LEIKMANNA: Mikilvægt er að leikmaður sem tekur á móti boltanum „kalli" á boltann eins og sagt er. Mikilvægt er að tímasetja hlaupið rétt til að fá boltann eftir veggsendinguna

ÆFING 2. - HRAÐI

Tilgangur. Að bæta hraðar sendingar í samspili.

Uppsetning. 16x5 skrefa svæð(eða eins stórt svæði og hentar viðkomandi leikmönnum) með keilum hvar 4ja skrefa svæði eru við báða enda.

Framkvæmd. Þegar þjálfari gefur merki þá færir fremsti leikmaður í sitthvoru liðinu boltann með utanfótar-snertingu yfir í hitt boxið(í litla 4ja skrefa svæðinu) og sendir svo yfir til leikmanns nr 2 í röðinni beint á móti. Leikmaðurinn eltir svo sendinguna án þess að setja leikmanninn á móti undir neina pressu.
Leikmaðurinn sem fær boltann, færir boltann utanfótar með fyrstu snertingu og svo heldur þetta áfram.

Breytingar. a) Leikmenn geta framkvæmt móttöku innanfótar með öðrum fætinum og sent svo innanfótar með hinum fætinum. b) Leikmenn geta leikið 1-2 sendingar sín á milli áður en boltinn er tekinn með fyrstu snertingu yfir í hitt boxið. c) Leikmenn geta tekið boltann yfir í hitt boxið og framkvæmt á sama tíma Coerver Coaching hreyfinguna „Twist Off”(eins og Iniesta) til að vernda boltann áður en boltinn er sendur.

PUNKTAR TIL ÞJÁLFARA. Minna leikmenn á mikilvægi fyrstu snertingar og hvernig hún hefur áhrif á allt sem á eftir kemur.

PUNKTAR TIL LEIKMANNA. Reyna að nota einöngu tvær snertingar í það heila þ.e. móttaka og sending.

ÆFING 3. - 1V1 HREYFINGAR
Myndband

TILGANGUR. Nota snúninga og stefnubreytingar til að búa til svæði fyrir samspil.

UPPSETNING. 4 leikmenn sem snúa í sömu átt í röð á línunni, allir með bolta. Svæðið er 20v15 skref.

FRAMKVÆMD. R2 sendir til R1 sem tekur boltann með sér í fyrstu snertingu og snýr með því að stíga á boltann með öðrum fætinum(og fara í aðra átt) og senda boltann svo til leikmanns RO sem er við „hliðið”. Æfingin heldur svo áfram með því að R4 sendir á R3 og svo framvegis.

BREYTINGAR. Leikmaður sem snýr með boltann getur framkvæmt veggsendingu við leikmanninn við „hliðið" áður en sá hinn sami(leikmaðurinn í hliðinu) fær boltann aftur og tekur boltann með sér aftur í röðina. R1 fer svo í hliðið.

PUNKTAR TIL ÞJÁLFARA. Sýna leikmönnum hvernig líkaminn skýlir boltanum gagnvart mótherja með því að nota snúninga og stefnubreytingar.

PUNKTAR TIL LEIKMANNA. Lýttu upp og sjáðu bolta og umhverfi áður en þú skýlir boltanum og svo aftur strax á eftir(lýta yfir öxlina). Það sama á við þegar þú sendir. Alltaf að sjá bolta og umhverfi.

Æfing 4. - Spilæfing.
TILGANGUR. Að bæta hraðar sendingar og samspil, skiptingar úr sókn í vörn og vörn í sókn, halda bolta innan liðsins. Pressa.

UPPSETNING. 20x20 skrefa svæði(eða eins stórt svæði og hentar viðkomandi leikmönnum). Tvö lið 4v4 sem eiga að halda boltanum innan síns liðs meðan að þriðja liðið sem inniheldur einnig 4 leikmenn hefur leikmann á hverri hliðarlínu. Þeir leikmenn sem eru fyrir utan eru „battar” og mega nota 1-2 snertingar til að senda boltann aftur á liðið sem er með boltann.

FRAMKVÆMD. Rauðir byrja sem sóknarmenn og geta skorað í öll 4 mörkin. Gulir reyna að halda boltanum innan liðsins - þeir mega senda boltann á leikmennina á hliðarlínunum en verða þá að skipta við þá um hlutverk.

PUNKTAR TIL ÞJÁLFARA. Skipta um sóknarmenn á nokkurra mínútna fresti.

PUNKTAR TIL LEIKMANNA. Vinna vel án bolta og kalla vel á meðspilara til að búa til opnanir fyrir sjálfan þig og aðra. Sóknarmenn reyna að skora eins fljótt og hægt er.

ÆFING 5. -LEIKÆFING
TILGANGUR. Þjálfa upp og bæta samspil og halda bolta innan liðsins.

UPPSETNING. 40 x 30 skrefa völlur(eða eins stórt svæði og hentar viðkomandi leikmönnum) með tveimur litlum mörkum við hvora endalínu. 8 v 4 : 4 rauðir v 4 gulir á vellinum. Hinir 4 gulu leikmennirnir eru við hliðarlínurnar.

FRAMKVÆMD. Liðin sem leika inn í svæðinu 4v4 eiga að telja sendingar sínar. Þriðja liðið kemur inn á völlinn og spilar við sigurvegaranna og skiptir þar með við tap liðið um hlutverk.
BREYTINGAR. Spila 6v6 með tvo leikmenn úr hvoru liði(battar) á sitthvorum (þar til gerðum) endalínum. Leikmenn fyrir utan(battar) leika boltanum til eigin leikmanna(inn í svæðinu) og skipta þá um hlutverk við þá. Liðið fær stig ef það kemur boltanum( í einni sókn) til þeirra „batta" sem eru við endalínurnar á hinum vallarhelmingnum.

PUNKTAR TIL ÞJÁLFARA. Hvetja batta til að nota 1 snertingu og tvær að hámarki.

PUNTKAR TIL LEIKMANNA. Tala saman inni á vellinum í þær tvær mínútur sem hver leikur stendur yfir. Fá góðan hreyfanleika. Vera fljót að hugsa og framkvæma. Leikmenn með og án bolta þurfa öllum stundum að sjá bolta og umhverfi.

Að mínu mati þarf allt sem þjálfarar gera á æfingum að hafa leikrænan tilgang. Þannig tel ég að við hjálpum leikmönnum mest að verða betri knattspyrnumenn.

Að sama skapi nýtum við tímann betur því það er alvarlegt mál þegar tími ungra leikmanna(á æfingatíma) fer í eitthvað annað en að hjálpa þeim að verða betri knattspyrnumenn. Leikmenn sem eru 14 ára og yngri eru á gullnum aldri til að bæta við sig færni(allir geta að sjálfsögðu alltaf bætt sig, óháð aldri).

Það er gríðarlega mikilvægt að sá tími sé nýttur sem skyldi svo þeir geti eftir þann aldur byggt ofan á þá færni sem skapast hefur og gert eins mikið úr sjálfum sér og hægt er.

Því þegar allt er á botninn hvolft þá búa leikmenn sig til sjálfir. Við þjálfararnir erum til að hjálpa og leiðbeina og gegnum þvi jafnframt lykilhlutverki í þeirri vegerð að hjálpa leikmönnum til að hjálpa sér sjálfir :)
Athugasemdir
banner
banner
banner