fim 16.ágú 2012 14:25
Elvar Geir Magnússon
„Hann hefur dæmt mjög vel í sumar," sagði ég við Tómas Þór Þórðarson blaðamann á Morgunblaðinu, vin minn og kollega, á ónefndum leik um daginn.
„Er ekki hægt að segja það um alla dómara í Pepsi-deildinni nema kannski Þórodd Hjaltalín?" svaraði Tómas.
Meira »
lau 11.ágú 2012 12:00
Aðsendir pistlar
![Ítalska knattspyrnusambandið gjörspillt og í molum](/images/news/117000/117491/200w.jpg)
Þegar byrjað er að lesa þessa grein er gott að hafa í huga að Ítalía liggur í 69. sæti á lista Transperancy International um spillingar eftir löndum. Þar situr Ítalía fyrir neðan lönd eins og Sádí-Arabíu, Kúbu og deilir sæti með Gana og Samóu.
Meira »
fim 26.júl 2012 14:30
Aðsendir pistlar
![Gerum ekki meiri kröfur til annarra en að við gerum til okkar sjálfra](/images/news/115000/115443/200w.jpg)
Málefni knattspyrnumannsins Mark Doninger hafa verið nokkuð í umræðunni og hafa knattspyrnufélög verið gagnrýnd fyrir að hafa leikmann innan sinna raða sem grunaður er um ofbeldisverk. Svona mál eru auðvitað óþægileg fyrir íþróttahreyfinguna og geta sett blett á starf viðkomandi félaga. Flest íþróttafélög hafa sett sér siðareglur sem iðkenndum, þjálfurum og forráðamönnum ber að tileinka sér. Í þessum reglum kemur yfirleitt fram að þeir sem tengjast félögunum skuli haga sér til fyrirmyndar og stunda reglusamt líferni.
Meira »
fim 26.júl 2012 08:00
Gunnar Örn Runólfsson
![Umfjöllun: Ég er Zlatan Ibrahimovic](/images/news/115000/115400/200w.jpg)
Ævisaga hins umdeilda en jafnframt frábæra knattspyrnumanns Zlatan Ibrahimović eftir David Lagercrantz og Zlatan sjálfan kom út í Svíþjóð í fyrra. Íslensk þýðing kom nýlega út í kilju formi undir nafninu Ég er Zlatan Ibrahimović . Þýðandinn er Sigurður Helgason sem lék fóbolta með KR á yngri árum.
Meira »
fös 20.júl 2012 19:00
Sam Tillen
![Fótboltamenn eru ekki fyrirmyndir barna](/images/news/110000/110152/200w.jpg)
Ég finn mig knúinn til að ræða kynþáttaníðsmál John Terry sem hefur vakið athygli undanfarna daga og ég vil koma ákveðnum hlutum á framfæri. Ég fylgdist með fréttastofu Sky greina frá réttarhöldunum þetta kvöld þar sem tveir gestir stöðvarinnar fóru í gegnum blöðin.
Meira »
sun 08.júl 2012 08:00
Aðsendir pistlar
![Hugsum stórt, stoppum ekki núna - áfram stelpur](/images/news/108000/108928/200w.jpg)
Ég sat við auglýsingaskiltið með 5 bestu vinkonum mínum úr 3. flokki Vals. Hetjan okkar að spila. Hún var fyrsta fyrirmyndin í boltanum, fyrsti alvöru þjálfarinn, Ragnhildur Skúladóttir - Ragga Skúla, margfaldur Íslandsmeistari með meistaraflokki Vals í fótboltanum.
Meira »
lau 07.júl 2012 10:35
Aðsendir pistlar
![Má skipta um lið?](/images/news/112000/112963/200w.jpg)
Hvað er það sem fær mann til að styðja eitthvað ákveðið lið í enska boltanum? Oft er það áhrif frá vinum, stundum er það geta ákveðins liðs þegar ákvörðun er tekinn og oft skilst mér að börn taki upp á því að halda með sama liði og foreldrar og þá jafnvel eftir smá þrýsting frá þeim. Sjálfur tók ég nokkuð óvenjulega ákvörðun 1980, þá átta ára gamall. Ég byrjaði að halda með Chelsea í trassi við almenn viðmið drengja á mínum aldri.
Meira »
lau 07.júl 2012 08:00
Aðsendir pistlar
![Knattspyrnuleikir yngri flokka](/images/news/100000/100982/200w.jpg)
Fyrir skömmu vakti stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands athygli félagsmanna sinna á því, í tilefni þess að í hönd færi tími fjölmennra knattspyrnumóta, að gæta að fyrirmyndahlutverki sínu og sýna háttvísi í samskiptum. Yfirlýsingunni ber að fagna og segja má að ávallt séu slík varnarorð, orð í tíma töluð þegar knattspyrna er annars vegar.
Meira »
fös 06.júl 2012 12:00
Aðsendir pistlar
![Lágkúran fylgir kvennaboltanum](/images/news/82000/82704/200w.jpg)
Vonandi er þessi fyrirsögn eitthvað til að gera athugasemd við. Við í Grindavík erum þó þeirrar skoðunar að eitthvað sé að hjá sumum liðum. Það er orðið mjög erfitt að byggja upp lið í kvennaboltanum hér á landi og ekki síður eftir að hafa fallið úr efstu deild. Um leið og það er orðið ljóst að lið er fallið er farið að höggva í leikmannahópinn. Lítið við því að gera kannski..... eins dauði er annars brauð. Metnaður leikmannanna okkar er kannski sá að halda sig í efstu deild en það er erfitt fyrir uppeldisfélagið að horfa á eftir mörgum uppöldum leikmönnum til annara liða.
Meira »
fim 05.júl 2012 09:44
Magnús Þór Jónsson
![Peningamyllan fer í hringi](/images/news/58000/58569/200w.jpg)
Vorið 1995 fór ég í æfingaferð með félögum mínum í KS og var ferðinni heitið til stórborgarinnar Glasgow.
Meira »
mið 04.júl 2012 15:00
Sam Tillen
![Ég hef verið heppinn](/images/news/112000/112573/200w.jpg)
Á síðustu vikum hafa tveir þjálfarar sem ég vann með á mínum yngri árum fengið starf í ensku úrvalsdeildinni hjá Liverpool og West Brom. Roberto Di Matteo og Eddie Newton tóku líka æfingar hjá unglingaliði Chelsea á meðan þeir voru að afla sér þjálfararéttinda svo ég hef því starfað undir stjórn þriggja stjóra í ensku úrvalsdeildinni og þjálfara Real Madrid. Ég hef líka aðstoðarþjálfara PSG á listanum. Ég tel sjálfan mig því hafa verið nokkuð heppinn.
Meira »
fim 28.jún 2012 08:00
Elvar Geir Magnússon
![Notum þessar upptökur... eftir á](/images/news/111000/111315/200w.jpg)
Kominn er tími á að sjónvarpsupptökur séu notaðar í vissum tilfellum í íslenska fótboltanum. Umhverfi og umgjörð fótboltans eru að þróast og nú á að stíga skrefið í þá átt að notfæra sér upptökur frá völlunum til að leiðrétta refsingar vegna augljóslega rangra ákvarðana varðandi brottvísanir.
Meira »
fös 22.jún 2012 08:30
Gunnar Örn Runólfsson
![Joachim Löw - Þjóðargersemi Þjóðverja](/images/news/110000/110429/200w.jpg)
Það fer ekki á milli mála að Joachim Löw hefur náð frábærum árangri sem þjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu frá því hann tók óvænt við liðinu árið 2008 í kjölfar uppsagnar Jurgen Klinsmann. Þessi 52 ára þjóðverji sem náði aldrei til metorða sem knattspyrnumaður hafði þjálfað í nokkur ár í Þýskalandi og Austurríki áður en hann gekk til til liðs við þjálfarateymi Jurgen Klinsmanns sem hafði tekið við þýska landsliðinu eftir EM 2004.
Meira »
þri 19.jún 2012 17:00
Sam Tillen
![Útlendingavandamál?](/images/news/103000/103833/200w.jpg)
Það var áhugavert að sjá ummæli um fjölda útlendinga hér á landi eftir leik Selfoss og ÍBV. Þar sem ég er sjálfur erlendur leikmaður og bróðir minn spilar með Selfyssingum þá gerði það þetta ennþá áhugaverðara fyrir mig. Ég veit, og fólk sem er í boltanum veit það líka, að Selfyssingar reyndu að fá íslenska leikmenn til liðs við sig en þeir ýmist höfnuðu þeim eða leikmenn voru með of háar launakröfur. Fyrir félag sem var að koma upp og missti nokkra leikmenn frá síðasta tímabili þá þurfti að búa til hóp til að keppa í þessum gæðaflokki og það með litlum fjárhag. Með því að fá erlenda leikmenn fengu þeir 2-3 eða jafnvel 4 erlenda leikmenn fyrir sama kostnað og einn íslenskan leikmann. Sumir af erlendu leikmönnunum þeirra hafa reynslu af því að spila í úrvalsdeildinni í Noregi. Auðvitað vill enginn sjá lið með marga erlenda leikmenn í íslensku úrvalsdeildinni. Hins vegar hafa Logi, Auðun og stjórnin talið að þetta væri besta leiðin á fyrsta tímabili í deildinni á nýjan leik. Ég er viss um að ef þeir festa sig í sessi á næstu einum til tveimur árum þá muni fjöldi erlenda leikmanna hjá þeim minnka. Kannski verða íslenskir leikmenn viljugri til að spila þarna og fara frá öðrum félögum í Pepsi-deildinni til þeirra.
Meira »
þri 19.jún 2012 08:30
Ómar Jóhannsson
![Af bekknum á EM](/images/news/106000/106575/200w.jpg)
Nú er EM byrjað í allri sinni dýrð. Aðeins heimsmeistarakeppnin toppar þetta stórkostlega mót. Þarna mætast flest af bestu liðum í heimi, það er í raun bara Brasilía og Argentína sem maður saknar. Og mótið fer vel af stað. Reyndar var ég að horfa á mína menn í Svíþjóð tapa sínum fyrsta leik. Eftir að hafa séð leik Frakka og Englendinga þá held ég samt að þeir eigi ennþá möguleika að fara áfram. Svíþjóð hefur verið mitt lið síðan að ég bjó þar í nokkur ár. Ég flutti þangað á sautjánda ári til þess að spila með Malmö FF. Þar var ég í þrjú ár. Þarna voru margir góðir fótboltamenn og tveir af þeim spila í sænska landsliðinu í dag. Marcus Rosenberg og Zlatan Ibrahimovic. Á þeim tíma bjóst maður samt ekki við að þeir myndu eiga jafn farsælan feril og raun hefur verið.
Meira »
fös 15.jún 2012 18:00
Bjarni Ólafur Birkisson
![Lengi getur vont versnað](/images/news/101000/101767/200w.jpg)
Þið munið kannski eftir
pistli mínum frá í apríl um ferðakostnað landsbyggðarliðs. Þar lýsti ég því að vera búinn að panta flug sumarsins fyrir Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar fyrir litlar 5,9 milljónir. Athugið að hér er aðeins verið að tala um meistaraflokka Fjarðabyggðar og 2. flokk enda heldur Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar aðeins utan um þessa flokka en yngri flokkar eru aðskildir.
Meira »
mán 11.jún 2012 13:30
Sam Tillen
![Komið að Evrópumótinu](/images/news/62000/62105/200w.jpg)
Það er komið að Evrópumótinu. Fyrir stuðningsmann Englendinga er þetta tími þar sem miklar væntingar og vonir eru skotnar niður. Fyrir hvert einasta stórmót eru fjölmiðlarnir og þjóðin búin að undirbúa sig fyrir tilfinningaríkt og þjóðrækið æði.
Meira »
þri 05.jún 2012 16:39
Aðsendir pistlar
![Opið bréf til Stöðvar 2 Sport](/images/news/106000/106329/200w.jpg)
Hver var tilgangurinn með því að kaupa réttinn af kvennaknattspyrnu á Íslandi?
Mér virðist eini tilgangurinn vera sá að minnka umfjöllunina og þar af leiðandi áhugann á íslenskri kvennaknattspyrnu. Það er ekki nóg að henda einni vél á einn leik í umferð og senda út.
Meira »
fim 31.maí 2012 09:00
Ómar Jóhannsson
![Ég á mér draum](/images/news/60000/60277/200w.jpg)
Nú er enska deildin búin og meistaradeildin sömuleiðis. Meiri dramatík og betri skemmtun hefði ekki verið hægt að óska sér. Í það minnsta fyrir hlutlausa sem við Liverpool-menn erum í flestum keppnum nú til dags. Meistaradeildin ræðst í vítaspyrnukeppni eftir fjörugan leik og enska deildin ræðst á síðustu spyrnu mótsins, nánast. Ég horfði ekki á marga leiki en ég sá þann síðasta af 380 leikjum sem spilaðir voru á þessu tímabili og þvílíkur endir á bestu deild í heimi. Ég var samt ekki sá eini sem horfði á leikinn.
Meira »
mið 23.maí 2012 16:20
Atli Þór Sigurðsson
![Reglur hinnar næstum fullkomnu íþróttar](/images/news/22000/22311/200w.jpg)
Atli Þór heiti ég og er ég knattspyrnuáhugamaður mikill. Ég hef spilað knattspyrnu, þjálfað unga knattspyrnumenn og knattspyrnukonur og síðustu árin hef ég verið að dæma mér til gamans. Þess að auki hef ég horft á hundruði knattspyrnuleikja, hvort sem um er að ræða stóra Evrópuleiki í beinni útsendingu eða 3. deildar leik í roki og rigningu.
Meira »