Jóhann Ingi Guðjónsson skrifar
Þegar byrjað er að lesa þessa grein er gott að hafa í huga að Ítalía liggur í 69. sæti á lista Transperancy International um spillingar eftir löndum. Þar situr Ítalía fyrir neðan lönd eins og Sádí-Arabíu, Kúbu og deilir sæti með Gana og Samóu.
Þegar byrjað er að lesa þessa grein er gott að hafa í huga að Ítalía liggur í 69. sæti á lista Transperancy International um spillingar eftir löndum. Þar situr Ítalía fyrir neðan lönd eins og Sádí-Arabíu, Kúbu og deilir sæti með Gana og Samóu.
Föstudaginn 10. ágúst féll dómur frá ítalska knattspyrnusambandinu á hendur Antonio Conte, þjálfara Juventus. Hann fékk 10 mánaða bann fyrir að hafa vitað um tilraun til að ákveða úrslit í leik Siena, á tíma sem hann þjálfaði þar, og að hafa ekki tilkynnt það til yfirvalda. Þetta hljómar allt eðlilegt og sanngjarnt í fyrstu, en þegar farið er að kryfja málið kemur spillingin í ljós.
Það var frásögn Filippo Carobbio fyrrum leikmanns Siena, sem varð til þess að Conte fékk dóminn. Hann hélt því fram að Conte hefði sagt við lið sitt fyrir leik að úrslitin væru ,,örugg’’. Carobbio var einmitt fundinn sekur fyrir að hafa viljandi hagrætt úrslitum fyrir pening. Fyrir frásögnina var honum boðið að stytta dóm sinn og því tók hann glaðlega.
Málið flæktist þó þegar tekin voru viðtöl við aðra leikmenn sem voru undir Conte hjá Siena. Allir 23 leikmennirnir, sem áttu að vera viðstaddir þegar Conte sagði fyrrgreind orð við lið sitt , neituðu fyrir að hann hafi nokkurn tíman sagt nokkuð slíkt. Það voru því komin 23 vitni fyrir málstað Conte, á móti einu vitni sem sagði hann sekan. Dómarar ítalska knattspyrnusambandsins sögðu að þessi 23 vitni væru óviðkomandi og tóku því frásögn þeirra ekki til greina. Hvers vegna? Það er öllum óskiljanlegt.
Nú liggur fyrir að Juventus muni áfrýja málinu til æðri dómstóla og er gert fastlega ráð fyrir því að dómnum verði að minnsta kosti stytt í nokkra mánuði, en vonir eru fyrir því að dómnum verði aflétt.
Þetta mál er enn ein sönnunin um að ítalska knattspyrnusambandið sé í molum og gjörspillt. Skemmst er að minnast þess þegar Juventus var dæmt niður í Serie B árið 2006 og tveir titlar teknir af þeim fyrir að hafa áhrif á dómara. Seinna kom í ljós að skjöl sem ýmist sönnuðu sakleysi þeirra voru falin frá dómurum. Þegar Juventus áfrýjaði með þeim gögnum beið knattspyrnusambandið hæfilega lengi með að taka málið fyrir, þannig að 5 ára fyrningarfrestur rann út . Því var ekki hægt að dæma Juventus titla sína til baka né skaðabætur. Juventus hefur einnig farið með það mál til æðri dómstóla.
Það er því ljóst að mál Antonio Conte snúist um eitthvað allt annað en réttlæti og sanngirni. Frekar var hlustað á frásögn Carobbio, sem hafði sannað óheiðarleika sinn og hafði mikið að græða á frásögninni, heldur en 23 annarra heiðarlegra vitna. Það er því búið að jarða orðspor þessarar ítölsku goðsagnar og setja Juventus í gríðarlega erfiða stöðu fyrir komandi tímabil – einmitt á þeim tíma sem þeir voru að jafna sig frá síðasta hneyksli. Tilviljun ?
Athugasemdir