Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 22. júní 2012 08:30
Gunnar Örn Runólfsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Joachim Löw - Þjóðargersemi Þjóðverja
Gunnar Örn Runólfsson
Gunnar Örn Runólfsson
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fer ekki á milli mála að Joachim Löw hefur náð frábærum árangri sem þjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu frá því hann tók óvænt við liðinu árið 2008 í kjölfar uppsagnar Jurgen Klinsmann. Þessi 52 ára þjóðverji sem náði aldrei til metorða sem knattspyrnumaður hafði þjálfað í nokkur ár í Þýskalandi og Austurríki áður en hann gekk til til liðs við þjálfarateymi Jurgen Klinsmanns sem hafði tekið við þýska landsliðinu eftir EM 2004.

Löw og Klinsmann þekktust frá því að þeir lærðu saman þjálfun á árum áður. Þeir gerðu strax breytingar á leikstíl liðsins, fóru úr taktík sem byggðist á varnarsinnuðu spili í það að verða meira sóknarsinnaðri. Löw var fremstur meðal þjálfateymisins í því að byggja upp og þróa leikaðferðir liðsins og stýra því hvaða hlutverki hver leikmaður gegndi sem leiddi til frábærs árangurs í Álfukeppninni 2005 og á HM 2006.

Árangurinn á HM 2006 þar sem að Þjóðverjar hirtu bronsið á heimavelli var Klinsmann fagnað sem þjóðhetju - en þó vissu menn innan þýsku knattspyrnuhreyfingarinnar að Löw væri heilinn á bakvið taktík og aðferðir liðsins.

Þjóðverjar hófu undankeppni EM 2008 með því að gera Joachim Löw að aðalþjálfara liðsins þegar Klinsmann sagði upp störfum. Þetta kom mörgum aðdáendum á óvart enda var Löw frekar óþekktur eins og frá var greint í byrjun en þarna var hann að taka við landsliðinu af goðsögninni og fyrrum knattspyrnuhetjunni Jurgen Klinsmann.

En Löw var þó farinn að vekja athygli fyrir að vera höfundarsmiður árangursríkra og spennandi leikaðferða. Það vakti einnig athygli að hann var duglegur að prófa unga og efnilega leikmenn í þeim tilgangi að yngja upp í landsliðinu fyrir komandi stórmót.
Joachim Löw greinir mótherja sína á ítarlegan hátt. Hann eyðir miklum tíma í að skoða upptökur af leikjum andstæðinga sinna sem leiðir til þess að hann kemur ávallt upp með 5 leikaðferðir sem Þjóðverjar geta spilað og undirbýr liðið til að spila þrjár af þeim. Allar aðferðirnar byggjast á 4-2-3-1 leikkerfinu. Það eina sem breytist í hverri leikaðferð er hlutverk hvers leikmanns.

Í víðari skilningi þá eru tvær útgáfur af leikaðferðum sem Joachim Löw notar. Önnur er venjuleg 4-2-3-1 sem byggist á því að boltinn fari fljótt á milli manna og þeir halda boltanum innan liðsins sem lengst. Hin aðferðin er notuð gegn sóknarsinnaðri liðum, þá spila þeir djúpan 4-2-3-1 og treysta á skyndisóknir með því að nota vængmennina til að fara upp kantana og Mesut Özil er notaður sem sóknarmaður.

Löw hefur einnig rætt um aðferðir sínar varðandi það að skipta vellinum upp í 18 svæði sem eru jafn stór. ,,Allir leikmenn inná vellinum vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera, það kemur í veg fyrir að menn þreyta sig að óþörfu með því að hlaupa um allan völlinn. Það eru mikilvæg svæði á vellinum sem verða ávallt að vera mönnuð," sagði Löw.

Það var mikið áfall fyrir Löw að missa miðjumanninn reynda Michael Ballack korteri fyrir HM 2010 vegna ökklameiðsla. Þegar tíðindin bárust Löw þá var voðinn vís. Hann þurfti að endurskipuleggja leikaðferð liðsins fyrir þetta stærsta knattspyrnumót í heimi og breyta áherslum því liðið sem hann hafði ætlað að nota átti að byggjast upp í kringum Ballack. Nú voru góð ráð dýr og flestir þjálfarar í hans sporum yrðu eflaust ansi stressaðir ef svona atvik kæmi upp á svo óheppilegum tíma.

Löw hins vegar nýtti sér leiðir til að þekkja sína veikleika og líta á þá sem tækifæri. Margir þjálfarar reyna hvað þeir geta til að láta liðið líta vel út í fjölmiðum og gefa aldrei upp hvaða veikleika liðið hefur - en til lengri tíma hefur þetta slæm áhrif á liðið og mikil orka fer í súginn við að verja ímynd liðsins. Löw sýndi styrkleika sína með því að viðurkenna veikleika liðsins og nýtti sér liðsheildina og mannskapinn til að fylla upp í þau göt sem þurfti að fylla.

Sameiningartákn liðsins: Bláa peysan
Hluti af því ferli að búa til sterka liðsheild er að mynda ákveðið tákn sem sameinar liðið. Þýska landsliðið var komið á gott ról þegar þeir skoruðu fjögur mörk í nokkrum leikjum í röð í undankeppni HM 2010. Alla þessa leiki var Joachim Löw í blárri peysu og eftir að liðinu gekk vel í þessum leikjum var Löw beðinn um að halda áfram að vera í peysunni.
Löw sagði í viðtali að hann væri ekki hjátrúafullur en þessi peysa var orðin að sigurtákni liðsins og hann var meira en tilbúinn til að vera í henni áfram, óþvegni.
Þess má geta að peysan var seld á 1 milljón evra eftir HM 2010.

Á HM 2010 kynnti Löw til leiks lið sem var það yngsta sem Þjóðverjar höfðu notað síðan 1934. Eins og flestum sparkspekingum er kunnugt þá fóru Þjóðverjar á kostum í keppni og unnu stóra sigra á Englendingum og Argentínumönnum þangað til að þeir mættu ofjörlum sínum, landsliði Spánverja, í undanúrslitum og töpuðu 0-1. Þeir uppskáru þó verðlaun og tóku bronsið eftir 3-2 sigur á Úrúgvæ.

Það eru alltaf úrslitin sem skipta máli og til að ná þeim þarf lið að vera sterkt alls staðar á vellinum. Löw sagði í viðtali við ESPN að á Englandi væri tempó-ið mjög hátt, á Spáni væri boltinn meira fljótandi á milli manna og að tæknin og snertingarnar þeim sem annað eðli – meira að segja í unglingaliðunum. Ítalska landsliðið einkennist af fyrnasterkri vörn og það eru allir þessir þættir sem þarf að taka inn í reikninginn og láta þá smella saman þegar verið er að setja saman sigursælt knattspyrnulið.

Fyrir EM 2012, sem núna er í gangi, rúlluðu Þjóðverjar upp riðli sínum í undankeppninni með 10 sigrum í jafn mörgum leikjum.
Í nóvember á síðasta ári unnu Þjóðverjar Holland 3-0 í vináttulandsleik og þar með var Löw tölfræðilega séð sigursælasti þjálfarinn í sögu þýska landsliðsins með að meðaltali 2,25 stig í hverjum leik.

Nú fer sá tími að koma að Löw þurfi að vinna mót með landsliðinu. Eftir að hafa byggt upp nýtt lið með áherslum á sóknarspil síðasta áratuginn hafa þeir komist tvisvar í úrslit og tvisvar í undanúrslit á síðustu fjórum stórmótum. Þeir eru með alla lykilmennina frá HM 2010 auk þess eru þeir með spennandi leikmenn á borð við Mario Götze, Toni Kroos, Andre Schurrle og Bender bræðurnar.

Helsti akkilesarhæll liðsins er vörnin en þeir eru með tiltölulega unga varnarlínu sem hefur þó staðið sig með prýði með þá Mats Hummels og Holger Badstuber í miðverðinum.

Til gamans má geta að þegar Þjóðverjar mættu Argentínu mönnum í 8 liða úrslitum á HM 2010 þá kom Löw upp með árangursríka áætlun til að taka Lionel Messi úr umferð. Í hvert skipti sem Messi fékk boltann voru tveir Þjóðverjar á honum, sá fyrri reyndi að tækla hann á meðan að hinn staðsetti sig tvo metra fyrir aftan og beið eftir að boltinn kæmi að honum og Messi þá að detta úr jafnvægi. Þetta hljómar einfalt en ekkert annað lið gerði þetta og Messi náði sér aldrei á strik í leiknum.

Forvitnilegt verður að sjá hvort að títtnefndur Löw nái að landa fyrsta stóra titli sínum í byrjun júlí í Kænugarði.

Heimildir:
http://thefalse9.blogspot.com/
http://www.goal.com/
http://www.espn.com/

Athugasemdir
banner
banner