Halldór Björnsson skrifar
Hvað er það sem fær mann til að styðja eitthvað ákveðið lið í enska boltanum? Oft er það áhrif frá vinum, stundum er það geta ákveðins liðs þegar ákvörðun er tekinn og oft skilst mér að börn taki upp á því að halda með sama liði og foreldrar og þá jafnvel eftir smá þrýsting frá þeim. Sjálfur tók ég nokkuð óvenjulega ákvörðun 1980, þá átta ára gamall. Ég byrjaði að halda með Chelsea í trassi við almenn viðmið drengja á mínum aldri.
Með Chelsea hef ég farið í gegnum súrt og sætt, þeir fóru niður í 1. deild og voru lengi vel ágætis efstu deildar lið þar sem gaman var að gleðjast yfir litlum sigrum á langri leið, en þó án bikars. Eftir að rússneski auðjöfurinn keypti Chelsea fóru hjólin að snúast og titlar að koma í hús. Í fyrstu var ekki hægt að neita því að samkeppni við allra bestu lið heims kitluðu. Bikarar komu einn af öðrum og nú í vor kom loksins sá stærsti.
Þrátt fyrir það hef ég ekki fundið þessa einlægu gleði sem sigur gefur. Og hví skildi það vera? Eru keyptir titlar ekki sú fylling sem leitað er að. Ég held ekki og hef því í framhaldinu tekið athyglisverða ákvörðun. Frá og með næsta tímabili mun ég styðja annað lið úr höfuðborginni, Arsenal. Nú munu eflaust einhverjir fussa, en við þá vill ég fá að útskýra ákvörðun mína.
Arsenal er einfaldlega það lið sem verður í farabroddi varðandi FFP (FIFA Fair Play) Hjá Arsenal fá ungir leikmenn tækifæri til að þroskast og verða bestir. Þjálfarinn Arsene Wenger hefur búið til hvern heimsklassaleikmanninn frá því hann gerði George Weah að besta leikmanni heims. Eins er óhætt að segja að Stan Kroenke aðaleigandi Arsenal kunni að fara með peninga, þar er ekki tekið þátt í þeim kapiltalisma sem hefur yfirtekið nútíma knattspyrnu og sést best á óraunhæfum launakröfum leikmanna. Knattspyrnustjórinn Wenger er menntaður hagfræðingur og mætti jafnvel spyrja sig hvort það ætti að vera fyrsta krafa um menntun knattspyrnustjóra.
En allavega líður mér vel með þá ákvörðun að hafa skipt um lið og hörfi björtum augum á framtíðina í rauðum lit. Arsenal number uno !!
Ég vill líka hvetja stuðningsmenn annarra liða að sleppa af sér beislinu og skoða hvað önnur lið standa fyrir. Af hverju ættu stuðningsmenn Liverpool ekki að fyrirgefa Gylfa Þór Sigurðssyni að hafa ekki skrifað undir og jafnvel ganga með honum til liðs við Lundúnarliðið Tottenham.
Með knattspyrnukveðju, Halldór Björnsson markmannsþjálfari hjá Íslenska A landsliði kvenna, skólastjóri hjá markmannsskóla KSÍ og yfirmarkmannsþjálfari hjá UMF Selfoss.
Athugasemdir