mið 09.mar 2011 08:30
Benedikt Bóas Hinriksson
![Verra en Hringekjan](/images/news/21000/21010/200w.jpg)
Þessi pistill birtist svona seint vegna þess að í hvert sinn sem ég hef reynt að setjast niður fyrir framan tölvuna þá hef ég gengið af göflunum. Það er bara ekkert öðruvísi. En ég ætla að reyna að halda ró minni. Ég er alveg RÚV-ari og líkar margt sem RÚV gerir. Síðasta laugardag lauk ég þó hreinlega keppni.
Meira »
þri 08.mar 2011 08:00
Sammarinn.com
![Þegar Guð bjargar málunum](/images/news/69000/69735/200w.jpg)
Nicola Legrottaglie er ekki frægasta nafnið í ítalska boltanum. Áhugaverðari karakter er þó erfitt að finna og saga hans er nokkuð einstök fyrir atvinnumann í knattspyrnu. Hún minnir á kvikmynd þar sem söguhetjan upplifir velgengni, erfiðleika og loks velgengni á ný eftir að hafa “fundið sjálfan sig”. Eftir mikla erfiðleika fann Legrottaglie ekki bara sjálfan sig heldur Guð. Byrjum á byrjuninni.
Meira »
fim 03.mar 2011 12:45
Magnús Þór Jónsson
![Ábyrgð fjölmiðlamanna](/images/news/62000/62621/200w.jpg)
Það að vera fréttamaður er starf með heilmikla ábyrgð. Oft er það rætt þegar farið er yfir starf stríðsfréttamanna, en við megum aldrei gleyma því að það á líka við um íþróttafréttamenn.
Meira »
fim 03.mar 2011 10:00
Hafliði Breiðfjörð
![Hver er huldumaðurinn Albert Örn?](/images/news/69000/69600/200w.jpg)
Hver er hann, maðurinn sem kemur alltaf til varnar Leifi Garðarssyni þjálfara Víkings á spjallborði félagsins? Þessi spurning hefur gengið manna á milli undanfarin ár og nú er þessi huldumaður kominn á Facebook.
Meira »
þri 01.mar 2011 12:30
Sammarinn.com
![Fávitaskapur](/images/news/69000/69518/200w.jpg)
Wayne Rooney og Barry Ferguson skiptu helginni jafnt á milli sín og buðu upp á hegðun sem á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skipti sem þessar vonarstjörnur enskrar og skoskrar knattspyrnu hegða sér illa. Þetta og fleira í fávitaskap dagsins.
Meira »
þri 01.mar 2011 08:00
Sam Tillen
![Lífsreynsla tengd fótboltanum](/images/news/34000/34691/200w.jpg)
Fótboltinn hefur gefið mér tækifæri til að hitta fólk frá löndum og með bakgrunn sem ég hefði aldrei kynnst annars. Sem skólastrákur í Newbury þekkti ég strák af indverskum uppruna sem hét Raj. Þegar ég gekk til liðs við Chelsea 10 ára gamall víkkaði sjóndeildarhringurinn hjá mér. Í nýja liðinu mínu vorum við með leikmenn sem komu upprunalega frá ýmsum stöðum eins og Kongó og Íran sem og ‘götukrakka’ úr miðborg London.
Meira »
mán 28.feb 2011 08:30
Fjalar Þorgeirsson
Eftir að hafa séð nokkra grafalvarlega pistla hér á síðunni ákvað ég að reyna að létta lundina hjá fólki skrifa einn pistil sem er ekki á alvarlegu nótunum og á ekki við nein rök að styðjast nema huglægt mat pistlahöfundar.
Meira »
fös 25.feb 2011 08:30
Aðsendir pistlar
Birtist í íþróttablaði Morgunblaðsins 3. ágúst 2010. Birt með leyfi höfundar.Þegar undirritaður ræddi við knattspyrnuáhugafólk í kjölfarið af HM í knattspyrnu, og á meðan á keppninni stóð, þá var augljóst að margir voru komnir með upp í kok af leikaraskap knattspyrnumanna. Mörg undanfarin ár hefur leikaraskapur verið plága í knattspyrnunni en svo virðist sem þessi meinsemd fari bara versnandi. Það er átakanlegt að sjá fullfríska karlmenn engjast um í grasinu og það er engu líkara en sársaukaþröskuldurinn sé mun lægri hjá knattspyrnumönnum en öðrum íþróttamönnum.
Meira »
fim 24.feb 2011 08:30
Elvar Geir Magnússon
![Miðja án meistaratakta](/images/news/69000/69348/200w.jpg)
Manchester United trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að flestir séu á því að liðið hafi leikið undir getu í vetur. Liðið mallar áfram sem vél og halar inn stigum en skemmtanagildi þess er með allra minnsta móti miðað við undanfarin ár og áratugi.
Meira »
mið 23.feb 2011 16:30
Þorsteinn Gunnarsson
![Þegar kappið ber fegurðina ofurliði](/images/news/57000/57547/200w.jpg)
Leggjabrjóturinn Nigel de Jong hjá Manchester City er svarti sauðurinn í hollenskum fótbolta. Fegurð hefur einkennt hollenskan fótbolta í gegnum tíðina en Jong lætur kappið sífellt bera fegurðina ofurliði og tæklar ofurfast. Þessi hollenska sláttuvél hefur nú á rúmu hálfu ári fótbrotið tvo andstæðinga með glórulausum tæklingum og átti jafnframt ljótustu tæklinguna á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku í sumar. Hollenska landsliðsþjálfaranum Bert van Marwijk var nóg boðið í haust og henti Jong út úr landsliðinu fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Moldavíu og Svíþjóð í undankeppni EM. Í öðrum menningarsamfélögum fótboltans þar sem kappið er æðra fegurðinni þætti þessi ákvörðun óskiljanleg. Dytti einhverjum í hug að Ólafur Jóhannesson tæki Brynjar Björn Gunnarsson út úr landsliðshópnum fyrir gera það eitt sem hann fær borgað fyrir; að strauja andstæðingana? Hefði Nobby Stiles verið tekinn út úr enska landsliðinu í sínum tíma? Graeme Souness var ekki rekinn úr skoska landsliðinu fyrir fólskulega brotið á Sigurði Jónssyni um árið. Nú hefur Marwijk reyndar tekið Jong aftur í sátt og valið hann í landsliðið á ný eftir smá kælingu.
Meira »
þri 22.feb 2011 16:02
Ingibjörg Hinriksdóttir
![Mikilvægustu þátttakendur leiksins](/images/news/63000/63045/200w.jpg)
Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Um það efast enginn. Knattspyrna er auk þess líklega sú íþrótt sem veltir mestum fjármunum árlega og samkvæmt nýlegum könnunum er Real Madrid það evrópska félagslið sem hefur mest markaðsvirði eða sem svarar 1.063 milljónum evra eða um 171 milljarði króna. Þetta eru skuggalega háar tölur, jafnvel þó við Íslendingar séum orðin allt að því ónæm fyrir svona háum tölum.
Meira »
mán 21.feb 2011 09:00
Sammarinn.com
![Vinsamlegast fallið, Wigan](/images/news/65000/65770/200w.jpg)
Vel innan við átta þúsund manns lögðu leið sína á DW-völlinn í síðustu viku til að fylgjast með bikarleik Wigan og Bolton. Tilfinningar mínar í garð þessa Wigan-klúbbs eiga sér tvær hliðar. Annars vegar er það viss virðing fyrir þeirri ótrúlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðustu árin. Hins vegar er það sú tilfinning – sem vegur þyngra – að ég myndi ekkert sakna klúbbsins ef hann myndi falla um deild í vor. Með fullri virðingu vona ég að svo verði.
Meira »
fös 18.feb 2011 09:30
Aðsendir pistlar
![Varalið og framfarir](/images/news/55000/55481/200w.jpg)
Síðustu 10 ár hafa verið góð fyrir íslenska knattspyrnu. Mikil þróun hefur orðið og aðstaða gjörbyllst. Ég er af þeirri kynslóð sem ólst upp við að æfa á malarvelli allan veturinn og einstaka sinnum spilaði maður á grjóthörðum sandgrasvöllum í Kópavogi og Reykjavík. Það var ekki fyrr en ég kom í 2.flokk að Fífan var komin og gjörbreyttist allt í sambandi við aðstöðu og tækniæfingar gátu verið allan ársins hring. Þegar 2.flokk var lokið tók við óvissa hjá mér sem leikmanni enda vissi ég að hæfileikar og þroskinn var ekki beint kominn hjá mér sem leikmanni til að spila í efstu deildunum. Alltof fá lið voru á höfuðborgarsvæðinu í 3.deild karla á þeim tíma.
Meira »
fös 18.feb 2011 08:30
Daníel Geir Moritz
![Hvað er málið með rauða djöfla Man Utd?](/images/news/69000/69184/200w.jpg)
Stuðningsmenn Man Utd eru einu stuðningsmennirnir sem telja það til mannkosta að halda með fótboltaliði. Ef þeir sækja um vinnu eru þeir líklegir að telja upp að þeir styðji þetta lið, sbr. „Menntun: Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hvernig lýsir þú þér? Ég held með Man Utd! Kom on you Red devils!!!
Meira »
fim 17.feb 2011 09:00
Hörður Snævar Jónsson
![Umferðarstjórinn Jack Wilshere](/images/news/68000/68990/200w.jpg)
Jack Wilshere var ekki leikmaður sem margir töldu að yrði einn af lykilmönnum Arsenal á þessari leiktíð. En hann er orðinn einn af bestu mönnum liðsins og stjórnar umferðinni á miðjunni ásamt Cesc Fabregas. Hann átti stórkostlegan leik er liðið vann Barcelona í gær og var besti maður Arsenal í leiknum að margra mati.
Meira »
fim 17.feb 2011 07:00
Aðsendir pistlar
![Af fótbolta, facebook og fávitum](/images/news/69000/69159/200w.jpg)
Ég man þá tíð þegar maður vaknaði fyrir skóla á mánudagsmorgnum og þurfti að slást um íþróttablaðið í Mogganum til þess að lesa um enska boltann og skoða stöðuna í deildinni. Samt telst ég varla gamall.
Meira »
mið 16.feb 2011 07:00
Daníel Geir Moritz
![Þrískiptir Chelsea-aðdáendur](/images/news/69000/69132/200w.jpg)
Engir aðdáendur eru fastari á þeirri skoðun að ekki sé hægt að kaupa titla. Sem er svolítið fyndið í ljósi þess að jú um Chelsea aðdáendur er að ræða.
Chelsea aðdáendum má skipta í þrennt:
Meira »
þri 15.feb 2011 18:00
Ingibjörg Hinriksdóttir
![Sókn er besta vörnin](/images/news/68000/68208/200w.jpg)
„Með hvaða liði heldur þú?“ spurði vinkona mín mig fyrir nokkrum árum. Hún sjálf er eitilharður stuðningsmaður Liverpool, ein þessara sem má ekki missa af einum einasta leik og hélt því lengi fram að liðið hennar væri sigursælasta lið allra tíma og allt það sem púlarar kyrja jafnan á hátíðarstundum.
Meira »
þri 15.feb 2011 08:00
Elvar Geir Magnússon
![Allir eiga að sitja við sama bikarborðið](/images/news/56000/56034/200w.jpg)
Í síðustu viku var dregið í fyrstu tvær umferðir VISA-bikars karla. Verið er að færa bikarkeppnina aftur til vegs og virðingar eftir að vinsældir hennar höfðu dalað mikið og hafa orðið margar mjög jákvæðar breytingar á fyrirkomulagi hennar síðustu ár.
Meira »
þri 15.feb 2011 07:00
Benedikt Bóas Hinriksson
![Táknlausir kossar](/images/news/67000/67581/200w.jpg)
Ég datt í ESPN Classic nú um helgina. Þar var verið að fara í gegnum gömul tímabil í enska boltanum. Þar sáust nokkur skemmtileg tilþrif og vá hvað maður saknar Jose Mourinho úr enska boltanum - en það er önnur saga.
Meira »