Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
KDA KDA
 
sun 10.okt 2021 12:30 Matthías Freyr Matthíasson
Ert þú tólfta manneskjan? Ég ætla að leyfa mér að draga þá barnalegu ályktun fyrst þú ert að lesa Fótbolti.net að þá séu meiri líkur en minni á að þú sért fótboltaáhugamanneskja. Fyrst ég geng út frá því þá langar mig til að spyrja þig, hvar varst þú 27. júní 2016? Ok, kannski ekki sanngjarnt að tala um dagsetningu, en hvar varst þú þegar karlalandslið Íslands var að spila við England á EM 2016? Meira »
mið 06.okt 2021 10:07 Elvar Geir Magnússon
Þjóðin gerir kröfu á sigur þó þjálfarinn geri það ekki Það kveður við nýjan tón hjá íslenska landsliðinu og ummæli Arnars Þórs Viðarssonar á fréttamannafundi í gær um að þjálfararnir myndu aldrei gera kröfu á sigur hafa fallið í ansi grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum.

„Nei, við gerum aldrei kröfu á sigur," sagði Arnar meðal annars á fundinum. Það skal þó enginn efast um að stefnan hjá Arnari sé sett á að vinna leikinn gegn Armeníu á föstudag: „Við trúum því að við getum tekið þrjú stig út úr næsta leik og við einbeitum okkur að því núna." Meira »
sun 12.sep 2021 10:00 Garðar Örn Hinriksson
Hver ætlar að bjarga okkur í dag ef einhver ræðst á okkur? Þarna... hverja eigum við að setja í gæsluna í dag? sagði Kalli og klóraði sér í hausunum. Meira »
fim 09.sep 2021 19:30 Þórir Hákonarson
Framtíð hreyfingarinnar í húfi Öllum er ljós sú umræða sem hefur verið um stjórn, leikmenn og starfsmenn KSÍ undanfarnar vikur og verður í því tilliti engin umræða í þessum pistli um þau alvarlegu mál sem augljóslega hafa skaðað okkar hreyfingu í öllu hvernig sem á það er litið.

Það liggur fyrir að boðað hefur til aukaþings stærsta sérsambandsins innan íþróttahreyfingarinnar vegna þeirra hræringa sem orðið hafa innan okkar raða, formaðurinn hefur sagt af sér og öll stjórn KSÍ og því gríðarlega mikilvægt að vel sé á málum haldið næstu misserin til þess að auka tiltrú og traust okkar mikilvægu hreyfingar á næstu misserum. Hvernig á þá að halda á málum? Meira »
fös 06.ágú 2021 11:38 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ein skemmtilegasta upplifun sumarsins Undirritaður textalýsti í gær leik Breiðabliks og Aberdeen í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn var mikil skemmtun, sérstaklega fyrri hálfleikurinn og stemningin á vellinum gerði þetta að mjög skemmtilegri upplifun, ein skemmtilegasta fótboltaupplifun sumarsins hjá undirrituðum.

Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og var undirritaður skeptískur á að það tækist að mynda góða stemningu á vellinum þar sem takmarkað magn miða voru í boði og ekki máttu allir sitja á sama stað vegna takmarkanna. Meira »
mán 14.jún 2021 23:40 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vi er røde Vi er hvide, áfram Danmörk! Ég hef aldrei haldið með Danmörku í neinu. Ég veit ekki alveg af hverju. Ég hef nokkrum sinnum farið til Danmerkur og alltaf skemmt mér vel; ég kann vel við landið. Sem Íslendingi hefur mér hins vegar verið kennt það að Daninn sé stóri og vondi frændinn.

Við höfum öll þurft að læra tungumálið þeirra - með misjöfnum árangri - en flestir Danir kunna ek kert í okkar máli; stóri frændinn. Meira »
mið 09.jún 2021 12:50 Elvar Geir Magnússon
Jákvæður haustverkur fyrir Arnar Vináttulandsleikir hafa í gegnum ár gullkynslóðar Íslands ekki verið merkilegur tebolli. Liðið hefur skinið skærast þegar sem mest er undir og í gegnum tíðina hafa flestir þeir sem fengu tækifæri í vináttuleikjunum ekki náð að gera tilkall í að brjóta sér leið inn í liðið.

Sú umræða var oftast ríkjandi eftir vináttulandsleiki að þeir þóttu sýna og sanna að staða okkar burðarása væri óhagganleg. Það varð óumdeilt hvernig okkar besta lið væri skipað. Meira »
þri 04.maí 2021 14:47 Hafliði Breiðfjörð
Uber á Íslandi og gulur bíll! Ímyndum okkur breytta stöðu á leigubílamarkaði. Uber fær leyfi til að stunda starfsemi á Íslandi, en þar sem fyrirtækið er erlent þarf það ekki að greiða skatta hér á landi eða fara eftir íslenskum lögum um leigubílaþjónustu. Bílstjórar þeirra mega selja áfengi og hægt er að veðja á íþróttaviðburði hjá þeim. Meira »
lau 17.apr 2021 09:30 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England á EM - Þessa myndi ég taka með Því miður mun Ísland ekki taka þátt á Evrópumótinu í sumar. Við rétt misstum af því að komast á þriðja stórmótið í röð, en við skulum ekki vera að hugsa of mikið um það. Meira »
mið 07.apr 2021 14:10 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki bara litið framhjá Viðari - Er ennþá kergja? Það var mikið rætt um af hverju Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, var ekki í íslenska landsliðshópnum í síðasta landsleikjaglugga. Einnig var einhver umræða um þá Guðmund Þórarinsson, leikmann New York City FC, og Emil Hallfreðsson, leikmann Padova. Emil hefur verið í hópnum á undanförnum árum en Guðmundur ekki spilað alvöru landsleik á sínum ferli. Meira »
fös 02.apr 2021 10:37 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórunnartún 1 - „Algjörlega ólöglegt"? Jú takk, einni nótt lokið og fyrsti dagur af fimm hafinn í Þórunnartúni eitt. Undirritaður kom til landsins frá Ungverjalandi, með millilendingu í Zurich, í gærkvöldi.

Í fluginu var haldið ákveðni skiptingu, nokkkrar sætaraðir, milli þeirra sem hófu ferðina í Ungverjalandi og þeirra sem komu í vélina í Zurich. U21 árs landsliðið var í Györ á lokamóti Evrópumótsins en A-landsliðið hafði verið í Þýskalandi, Armeníu, Sviss og Liechtenstein á sínu ferðalagi. Undirritaður fylgdi U21 árs liðinu eftir sem fréttamaður. Við komu í Leifsstöð var skiptingunni haldið. Meira »
þri 30.mar 2021 10:16 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Súrt í séns Staðfest var í gær að íslenska U21 árs landsliðið yrði án fimm leikmanna gegn Frökkum. Fjórir þeirra höfðu spilað báða leikina, þrír af þeim í byrjunarliði. Sá fimmti, Ísak Óli Ólafsson, kom inn gegn Dönum og sýndi fína frammistöðu. Hann meiddist í leiknum og er frá.

Hinir fjórir voru kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik gegn Liechtenstein sem verður að vinnast. A-liðið er án stiga eftir tvo leiki í undankeppni fyrir HM 2022. Meira »
sun 28.mar 2021 18:10 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eftir leik gegn Dönum: Hvað átti að gerast fyrstu 20? - Flottar 70 Eftir að hafa horft á íslenska liðið í eltingarleik við Danmörku í tuttugu mínútur hafði ég áhyggjur af framhaldinu. Það sem sást var ekki fallegt. Liðið sat djúpt, mjög djúpt, og ég sá ekki hvernig við ættum að geta truflað Danina í sínum leik, náðum ekki að klukka þá og snertum varla boltann, sérstaklega fyrstu tíu mínúturnar.

Tyrkneski dómarinn hjálpaði okkur lítið því þegar við miðuðum á Svein Aron með löngu sendingum okkar þá fékk Sveinn óblíðar móttökur og dómarinn kaus að láta þau návígi eiga sig. Meira »
fim 25.mar 2021 21:30 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eftir fyrsta leik: Stór spurningarmerki og skrítin svör Starfsmaður Fótbolta.net sem horfði á leik Rússlands og Íslands á Alcufer stadion í Ungverjalandi spyr sig spurninga eftir leik dagsins í dag.

Tvennt kom honum á óvart í liðsuppstillingu liðsins í dag. Þeir Kolbeinn Þórðarson og Stefán Teitur Þórðarson komu inn í liðið frá líklegu byrjunarliði fyrir leik. Þeir Kolbeinn Birgir Finnsson og Mikael Neville Anderson byrjuðu á bekknum. Meira »
fim 11.mar 2021 13:30 Aðsendir pistlar
Fjölgun leikja og ný bikarkeppni Hugmyndin kviknaði hjá mér í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið undanfarið um fjölgun leikja í íslandsmótinu. Meira »
fös 05.mar 2021 10:00 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U21: Hverja velur Davíð? - Þessa valdi ég í hópinn Það styttist í að tilkynntur verði 23ja manna leikmannahópur fyrir lokakeppni U21 árs landsliða. Það má einnig kalla þetta milliriðla, því þetta er nákvæmlega það. Íslenska liðið þarf að enda í öðru af tveimur efstu sætum síns riðils til að fara í 8-liða úrslit sem fara fram í maí.

Ísland komst í þennan milliriðil með því að enda í 2. sæti í undankeppninni eftir mikla baráttu við Svíþjóð og Írland, það var ítalska liðið sem endaði í efsta sæti. Andstæðingar okkar í milliriðlinum eru Rússar, Danir og Frakkar. Gjaldgengir á mótið eru leikmenn fæddir 1998 og síðar.

Ég setti saman lista, 32ja manna lista, af þeim leikmönnum sem ég tel að séu efstir á blaði hjá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara liðsins. Þjálfaraskipti urðu eftir að árangurinn náðist, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við A-landsliðinu og Davíð Snorri kom inn í þeirra stað.

Það skal einnig tekið fram að ef forföll koma upp í A-landsliðinu, eða ef útséð er að U21 liðið kemst ekki áfram, þá geta leikmenn verið kallaðir upp í A-landsliðið. Það er þó ekki hægt að kalla leikmenn inn í U21 hópinn á meðan mótinu stendur.

Ég ætla að reyna rökstyðja af hverju þessir 23 leikmenn verða valdir en ekki þeir níu sem einnig verður minnst á. Það er mögulega ekki svo einfalt að Davíð geti valið þá 23 bestu sem eru gjaldgengir í þennan hóp. A-landsliðið á þrjá mikilvæga leiki í undankeppninni fyrir HM í Katar á næsta ári og þeir leiknir á rúmri viku. Ég tel að fjórir leikmenn sem gjaldgengir eru í þennan lokahóp verði valdir í A-landsliðið.

Hópinn, eins og ég sé hann, má sjá hér að neðan. Það er að sjálfsögðu gefið að allir séu og verði heilir heilsu. Meira »
þri 23.feb 2021 14:50 Þórir Hákonarson
Breytum rétt - Deildaskipan Mikið hefur verið rætt en minna ritað um hugmyndir varðandi fyrirkomulag deildakeppni í efstu deildum karla og þær hugmyndir sem komið hafa fram hafa lítið sem ekkert verið útfærðar. Meira »
mán 22.feb 2021 09:30 Aðsendir pistlar
Hugleiðingar um Toppfótbolta Aðalfundur Íslensks Toppfótbolta var haldinn í liðinni viku. Nýir menn komu inn í stjórn og nýr formaður tók við. Ber að óska þeim til hamingju og velfarnaðar í starfi. Meira »
mán 08.feb 2021 10:06 Aðsendir pistlar
Umspil á Íslandi Mikið er þessa dagana skrafað og skeggrætt um fjölgun leikja í efstu deild karla í knattspyrnu og er það vel. Þær tillögur sem þar liggja á borði eru allar áhugaverðar og mikilvægt að ræða þær en þær eru ekki það sem ég ætla að gera umfjöllunar efni mínu hér. Mig langar að einblína á hvernig við getum gert neðri deildir (karla og kvenna) meira spennandi. Meira »
fim 31.des 2020 08:15 KSÍ
Pistill formanns KSÍ: Framtíðin er björt! Pistill Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, fenginn af ksi.is:

Nú er þessu ótrúlega ári 2020 að ljúka. Þetta hefur svo sannarlega reynt á okkur öll. Við þurftum að takast á við verulegar áskoranir í fótboltanum eins og í samfélaginu öllu.

Hvernig horfum við nú til baka til ársins? Ég vil horfa til þess að okkur tókst í sameiningu að halda starfinu uppi að langmestu leyti þrátt fyrir ýmsar hindranir og takmarkanir. Samskiptin við heilbrigðisyfirvöld voru bæði flókin og umfangsmikil svo ekki sé talað um að skipuleggja heilt mót upp á nýtt. Meira »