Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   fim 09. desember 2021 08:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Leikmenn með fjölbreytta virkni
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Coerver
Mynd: Coerver Coaching
Mynd: Coerver
Að þjálfa unga leikmenn í sérstökum leikstöðum er mikil tímaskekkja að mínu mati og beinlínis röng þjálfun!

Það á alls ekki að þjálfa leikmenn í yngri flokkum upp í einhverja eina leikstöðu! Það er rangt! Heldur þurfa leikmenn að vera þjálfaðir þannig að þegar upp í meistaraflokk er komið hafi þeir fjölbreytta „virkni“.

Verði hinn fullmótaði leikmaður ef maður getur sagt sem svo þ.e. leikmaður sem getur til jafns bæði varist og sótt og tekist á við síbreytilegar aðstæður leiksins.

Til þess þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða fjölbreyttri virkni og færni. 1v1 hreyfingar gera gæfumuninn. Þó að lið sé miklu meira með boltann heldur en mótherjinn, þá ef mótherjinn er vel skipulagður og verst vel, getur reynst þrautinni þyngri að brjóta slík lið á bak aftur.

Leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu eru sannarlega gulls ígildi fyrir öll lið og hefur það ekkert breyst og mun ekkert breytast. Æfingar í yngri flokkum þurfa því að endurspegla þetta og er grunnfærni einstaklings lykilatriði og það sem allir aðrir þættir leiksins byggjast á.

Upp að 12 ára aldri þarf áhersla þjálfara á þessa þætti að vera algjör! Einstaklingsmiðuð leikræn þjálfun og leikæfingar í smáum hópum er það sem gildir.

Í eldri aldurshópum er svo byggt ofan á þá þjálfun. Æfingar á öllum aldri í allri hæfileikamótun þurfa að vera uppbyggðar þannig að það sé mikil og góð endurtekning sem þróist út í aukið erfiðleikastig með hæfilegri pressu og endi svo í fullri leikrænni pressu.

Þannig náum við að æfa og þjálfa leikmenn með fjölbreytta virkni sem er það sem leikurinn krefst af leikmönnum í dag. Tíminn á boltanum er alltaf að verða minni og hraðinn þar með meiri.

Okkar framtíðarleikmenn þurfa að vera í stakk búnir að takast á við þróun fótboltans og hafa fjölbreytta virkni.

Að vera með sama álag alla æfinguna(oft lágt), marga í liði hvar einhverjir iðkendur fá ekki boltann má ekki gerast. Til að ná framförum þurfa leikmenn að hafa boltann!

Unga leikmenn sem er festir í sérstökum leikstöðum er beinlínis verið að eyðileggja. Nútíminn og framtíðin kallar á að öðruvísi nálgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner