Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 05. október 2021 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Viðars: Gerum aldrei kröfu á sigur
Icelandair
Þjálfararnir á landsliðsæfingu í dag.
Þjálfararnir á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan hjá A-landsliðinu eru leikir gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni fyrir HM. Í dag var haldinn Teams-fréttamannafundur og sátu þjálfararnir fyrir svörum.

Þeir voru spurðir hvort þeir geri kröfu á sex stig úr verkefninu.

„Nei, við gerum aldrei kröfu á sigur. Það er þetta týpíska leiðinlega svar frá þjálfurum. Það er alltaf ákveðið verkefni sem við stöndum fyrir og það er næsti leikur. Ég held ég hafi aldrei heyrt þjálfara tala um leikinn sem er á eftir næsta leik," sagði Arnar Þór Viðarsson.

„Við trúum því að við getum tekið þrjú stig út úr næsta leik og við einbeitum okkur að því núna. Stigin og árangurinn kemur í kjölfarið að við vinnum í og framkvæmum þá hluti sem við erum góðir í. Strákarnir eru allir meðvitaðir um að með góðum leik, góðum liðsanda og mikilli baráttu þá getum við siglt inn stigum."

„Ég hef sagt það áður að á tímum sem þessum er árangurinn ekki alltaf mældur í sigrum. Árangurinn er mældur í þeim skrefum sem liðið tekur. Eins og ég hef oft sagt áður þá erum við líka að leita að réttu blöndunni. Það sem var okkar styrkleiki árin á undan var að við áttum frábært lið sem spilaði mjög oft saman, tengdu mjög vel saman á milli hvors annars og það er það sem við erum að leita að,"
sagði Arnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner