fim 03.mar 2022 09:22
Aðsendir pistlar
KSÍ var með ársþing sitt 26. febrúar síðastliðinn í Haukahúsinu í Hafnarfirði. Formannskjör og kosning í stjórn vöktu, kannski eðlilega, mesta athygli en þingið fór fram með afar hefðbundum og formföstum hætti. Öll umgjörð af hálfu Hauka og skipulag var til fyrirmyndar, sem unnu vel innan hins formfasta skipulags, og afar vel mætt á þingið.
Meira »
sun 27.feb 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær þjóðir hafa stigið fram og tilkynnt um ætlun sína að spila ekki gegn Rússlandi í undankeppni HM í næsta mánuði.
Meira »
fös 25.feb 2022 19:30
Aðsendir pistlar
Er ekki orðið tímabært að varpa sviðsljósinu yfir á þau gæði sem einstaklingar búa yfir?
Meira »
fös 25.feb 2022 18:00
Aðsendir pistlar
Það er þekkt umræða á Íslandi að barnastarfið hjá knattspyrnuhreyfingunni sé á heimsmælikvarða. Ég ætla ekki að dæma um það hér að öðru leyti en að það er morgunljóst að börn á Íslandi fá að æfa og spila við góðar aðstæður á flestum stöðum. Fótboltamótin sem félögin halda eru stórkostleg ævintýri, innan vallar sem utan, fyrir krakkana og foreldra þeirra.
Meira »
fim 24.feb 2022 23:31
Aðsendir pistlar
Nú þegar formannskjör KSÍ stendur fyrir dyrum er fólki heitt í hamsi. Þó það sé réttur hvers og eins að setja fram sína skoðun á mönnum og málefnum væri það til mikilla bóta að stuðst væri við staðreyndir.
Meira »
fim 24.feb 2022 15:38
Aðsendir pistlar
Nú langar mig að setja á blað nokkra punkta er varða neðri deildar bikar karla. Fyrir Ársþingi KSÍ liggur tillaga um að árið 2023 verði sett á fót bikarkeppni í neðrideildum karla. Mikil rómantík á að skapast í kringum það að bæta við bikarkeppni og fá mögulega úrslitaleik á Laugardalsvelli. Lagt er til að 32 lið komist í keppnina og eru það þau lið sem leika í 2. og 3. deild ásamt liðunum sem féllu úr 3. deild árið áður og liðum þrjú til átta í 4. deild árið áður. Leikið verður samkvæmt úrsláttakeppni.
Meira »
fim 24.feb 2022 09:24
Aðsendir pistlar
Fram undan er ársþing KSÍ þar sem meðal annars verður kosið á milli tveggja frambjóðenda í embætti formanns hreyfingarinnar. Mig langar til að leggja orð í belg og vekja athygli á nokkrum mikilvægum atriðum er varða stöðu, annars frambjóðandans og þeirra samtaka sem hann er fulltrúi fyrir.
Meira »
fim 24.feb 2022 08:30
Magnús Valur Böðvarsson
Nýverið skrifaði formaður knattspyrnráðs Stjörnunnar
áhugaverðan pistil þar sem hann fór afar ófögrum orðum yfir eitt bæjarfélag og ástand valla þar í bæ, sama um hvort gras eða gervigras væri að ræða. Pistillinn á svo sem algjörlega rétt á sér en vandamálið er miklu stærra en það að þetta sé einungis eitt bæjarfélag sem sé að glíma við slíka vanrækslu. Vandamálið er miklu stærra.
Meira »
fim 24.feb 2022 06:00
Aðsendir pistlar
Í haust tók ný stjórn við hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Ástæðu þess að stjórnarskipti urðu þekkja flestir og ætla ekki að kryfja það mál hér. Ný stjórn tók við á erfiðum tíma og fyrstu verk snéru að þeim málum sem leiddu til stjórnarskiptanna. Vinna við að fara yfir þessi mál var sett af stað og starfshópar skipaðir. Þessi vinna er enn í gangi og allir eru sammála um að koma verkferlum og reglum þannig fyrir að allt sé skýrt ef ofbeldismál koma upp.
Meira »
mið 23.feb 2022 18:00
Aðsendir pistlar
Um helgina stendur fyrir dyrum kjör til stjórnar og formanns Knattspyrnusambands Íslands. Mesta athyglin er á formannskjörinu – og skyldi nú engan undra. Síðustu tveir formenn voru ekki beint reisulegir þegar þeir létu af embætti. En látum það vera. Tölum um knattspyrnu.
Meira »
mið 23.feb 2022 10:47
Aðsendir pistlar
Sem forsvarsmaður og sjálfboðaliði í einu öflugasta félagi landsins hef ég fylgst með allri umræðu um KSÍ undanfarna mánuði. Næstkomandi helgi mun ég sitja ársþing sambandsins þar sem verður kjörin nýr formaður og ný stjórn. Fráfarandi stjórnarmönnum þakka ég vinnuna sem þeir hafa lagt á sig undir afar erfiðum aðstæðum. Þeir eiga hrós skilið.
Meira »
mán 21.feb 2022 17:05
Aðsendir pistlar
Þann 30. mars næstkomandi tekur Barcelona á móti Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Uppselt varð á leikinn á þremur dögum, um 85 þúsund miðar seldir. Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar.
Meira »
mið 16.feb 2022 16:10
Aðsendir pistlar
Árið 2021 spiluðu strákar og stelpur í 5. flokki á Íslandi 11 deildarleiki í Íslandsmótinu í fótbolta. Í 4. flokki spiluðu strákarnir 11 leiki en stelpurnar 14, í 3. flokki voru leikirnir 14 á bæði kyn og í 2. flokki spiluðu strákarnir 20 leiki og stelpurnar 12.
Sum lið fengu vissulega fleiri leiki ef þau náðu að komast í úrslitakeppni hvers flokks.
Mikið er rætt um að fjölga leikjum í mfl.kk og mfl kvenna í Íslenskum fótbolta. Það er umræða sem á svo sannarlega rétt á sér.
Meira »
þri 14.des 2021 13:30
Magnús Valur Böðvarsson
Uppbygging knattspyrnuvalla á Íslandi hefur á undanförnum 15 árum verið á einn veg. Plast. Nánar tiltekið gervigras. Núna nýjast voru
Vestmannaeyjar og Grindavík að bætast við þann lista sem ætla færa sig til þess vegar að setja keppnisvelli sína á gervigras. Margir hafa litið á greinarhöfund sem andstæðing gervigrassins en svo er alls ekki enda þurfum við gervigras til þess að geta æft allan ársins hring.
Hinsvegar er það svo að ég er algjörlega mótfallinn því að setja gervigras á keppnisvellina. Þar er í raun og veru gríðarlegur munur þarna á. Hver er sá munur og hvaða spurningar geta vaknað upp?
Meira »
fim 09.des 2021 08:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Að þjálfa unga leikmenn í sérstökum leikstöðum er mikil tímaskekkja að mínu mati og beinlínis röng þjálfun!
Meira »
þri 19.okt 2021 06:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Í æfinga og kennsluáætlun Coerver Coaching viðhöfum við einstaklingsmiðaðar æfingar og leikæfingar í smáum hópum. Æfingar eru leikgrænar með auknu erfiðleikastigi og hjálpa þannig leikmanninum að þjálfa með sér leikskilning og getu til ákvarðanna við síbreytilegu ástandi leiksins.
Meira »
sun 10.okt 2021 12:30
Matthías Freyr Matthíasson
Ég ætla að leyfa mér að draga þá barnalegu ályktun fyrst þú ert að lesa Fótbolti.net að þá séu meiri líkur en minni á að þú sért fótboltaáhugamanneskja. Fyrst ég geng út frá því þá langar mig til að spyrja þig, hvar varst þú 27. júní 2016? Ok, kannski ekki sanngjarnt að tala um dagsetningu, en hvar varst þú þegar karlalandslið Íslands var að spila við England á EM 2016?
Meira »
mið 06.okt 2021 10:07
Elvar Geir Magnússon
Það kveður við nýjan tón hjá íslenska landsliðinu og ummæli Arnars Þórs Viðarssonar á fréttamannafundi í gær um að þjálfararnir myndu aldrei gera kröfu á sigur hafa fallið í ansi grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum.
„Nei, við gerum aldrei kröfu á sigur," sagði Arnar
meðal annars á fundinum. Það skal þó enginn efast um að stefnan hjá Arnari sé sett á að vinna leikinn gegn Armeníu á föstudag:
„Við trúum því að við getum tekið þrjú stig út úr næsta leik og við einbeitum okkur að því núna."
Meira »
sun 12.sep 2021 10:00
Garðar Örn Hinriksson
Þarna... hverja eigum við að setja í gæsluna í dag? sagði Kalli og klóraði sér í hausunum.
Meira »
fim 09.sep 2021 19:30
Þórir Hákonarson
Öllum er ljós sú umræða sem hefur verið um stjórn, leikmenn og starfsmenn KSÍ undanfarnar vikur og verður í því tilliti engin umræða í þessum pistli um þau alvarlegu mál sem augljóslega hafa skaðað okkar hreyfingu í öllu hvernig sem á það er litið.
Það liggur fyrir að boðað hefur til aukaþings stærsta sérsambandsins innan íþróttahreyfingarinnar vegna þeirra hræringa sem orðið hafa innan okkar raða, formaðurinn hefur sagt af sér og öll stjórn KSÍ og því gríðarlega mikilvægt að vel sé á málum haldið næstu misserin til þess að auka tiltrú og traust okkar mikilvægu hreyfingar á næstu misserum. Hvernig á þá að halda á málum?
Meira »