Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. júní 2019 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Jóhann Ingi spáir í 6. umferð Pepsi Max-kvenna
Jóhann Ingi og Danny Mills.
Jóhann Ingi og Danny Mills.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Agla María leggur upp tvö ef spáin rætist.
Agla María leggur upp tvö ef spáin rætist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
6. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna hefst í kvöld þegar Selfoss og Þór/KA mætast á Selfossi. Umferðin heldur síðan áfram á morgun og lýkur síðan á föstudag með tveimur leikjum.

Svava Rós Guðmundsdóttir leikmaður Kristianstad í Svíþjóð spáði fjórum leikjum rétt í síðustu umferð og nú er komið að Jóhanni Inga Hafþórssyni blaðamanni hjá Morgunblaðinu að spá fyrir um 6. umferðina.

Selfoss 1 - 2 Þór/KA (18:00 í dag)
Selfoss er búið að gera vel í að ná í sex stig hingað til, en Þór/KA hefur verið að vinna svona leiki í sumar og það heldur áfram. Ekki eins öruggt og einhverjir búast við en útisigur engu að síður. Stephany Mayor heldur áfram að gleðja Fantasy spilara og skorar tvö.

Stjarnan 0 - 4 Breiðablik (19:15 á morgun)
Eftir fína byrjun á mótinu fékk Stjarnan skell á móti ÍBV í síðustu umferð og tapaði svo fyrir Selfossi í bikarleik um helgina. Þetta er slæmur tími til að mæta Breiðabliki, sem tapaði óvænt fyrir Fylki í bikarnum um helgina. Dýrvitlausir Blikar gera góða ferð í Garðabæinn og Agla leggur upp tvö og Berglind Björg skorar tvö.

Keflavík 1 - 1 KR (19:15 á morgun)
Keflavík er án stiga þrátt fyrir fína spilamennsku í síðustu leikjum. Fyrsta stigið kemur loksins á móti KR-ingum sem eru ekki almennilega komnir í gang. KR vann nauman sigur þegar liðin mættust í bikarnum um helgina en nú skilur ekkert liðin að. Sveindís Jane og Katrín Ómars sjá um að skora.

HK/Víkingur 0 - 2 ÍBV (18:00 á föstudag)
Ólíkindatólið ÍBV svarar fyrir 7:1-skellinn á móti Val í bikarnum og vinnur sterkan sigur á HK/Víkingi sem hefur vaxið á síðustu vikum. ÍBV vann Stjörnuna 5:0 í síðasta heimaleik í Vestmannaeyjum og liðið verður að vinna svona leiki á heimavelli. Chloé Lacasse tvenna.

Valur 5 - 0 Fylkir (19:15 á föstudag)
Valskonur hafa verið að leika sér að skora mörk síðustu vikur og það heldur áfram á heimavelli á móti Fylki. Valur skoraði sjö á móti ÍBV í síðasta leik og fer langt upp í sjö mörkin aftur á móti Fylkisliði, sem dettur heldur betur aftur niður á jörðina eftir sigurinn magnaða á Breiðabliki í bikarnum. Fanndís skorar eitt, Guðrún Karítas eitt og Margrét Lára og Elín Metta sjá um að skora þrjú saman.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner