Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
   sun 19. janúar 2014 20:49
Alexander Freyr Tamimi
Fótbolta.net mótið: Grindavík vann Blika
Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk.
Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 3 Grindavík
0-1 Matthías Friðriksson
0-2 Magnús Björgvinsson
1-2 Árni Vilhjálmsson
1-3 Magnús Björgvinsson
2-3 Finnur Orri Margeirsson

Grindavík vann í kvöld 3-2 sigur gegn Breiðabliki þegar liðin mættust í Fótbolta.net mótinu.

Grindvíkingar komust í 1-0 þegar Matthías Friðriksson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Scott Ramsey.

Magnús Björgvinsson kláraði svo laglega í netið eftir afleitan varnarleik Blika og staðan 2-0.

Árni Vilhjálmsson minnkaði svo muninn þegar hann vippaði yfir Óskar Pétursson í marki Grindavíkur nánast frá miðju, en Magnús skoraði svo sitt annað mark og staðan 3-1.

Finnur Orri Margeirsson klóraði í bakkann fyrir Blika en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 3-2 fyrir Grindavík.

Nú eru öll lið í riðli 1 í A-deildinni með þrjú stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir
banner
banner