Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 23. október 2015 14:45
Elvar Geir Magnússon
Hilmar Árni spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Hilmar Árni er spámaður helgarinnar.
Hilmar Árni er spámaður helgarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar er hrifinn af fótboltahæfileikum De Bruyne.
Hilmar er hrifinn af fótboltahæfileikum De Bruyne.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að spámanni helgarinnar í enska boltanum en Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður var með fjóra rétta um síðustu helgi.

Það er annar Breiðhyltingur sem spáir að þessu sinni, nýjasti leikmaður Stjörnunnar, Hilmar Árni Halldórsson. Hilmar gekk í raðir Garðabæjarfélagsins frá Leikni fyrr í dag.

Aston Villa 1 - 2 Swansea (laugardag 14)
Báðir þjálfarar að ganga í gegnum erfiða tíma með sín lið. Getur hæglega orðið jafnteflisleikur en hef þó aðeins meiri trú á gæðunum í Swansea. Tippa á að báðir Ayew bræðurnir skori.

Leicester 3 - 2 Crystal Palace (laugardag 14)
Bæði lið sem hafa komið á óvart í byrjun. Spái mörkum og góðri skemmtun þar sem Leicester hefur betur. Mahrez/Vardy með sýningu.

Norwich 2 - 0 West Bromwich Albion (laugardag 14)
Norwich er án sigurs í fjórum leikjum í röð í deildinni og fékk niðurlægingu frá Newcastle í síðasta leik en unnu þó WBA. í deildabikarnum. Vona að betri fótboltinn sigri.

Stoke 1 - 0 Watford (laugardag 14)
Stoke liðið búið að sigra þrjá leiki í röð á meðan Watford hefur náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum. Watford verða vel skipulagðir og þetta verður ekki skemmtileg viðureign, Arnautovic með sigurmarkið.

West Ham 2 - 2 Chelsea (laugardag 14)
Áhugaverð viðureign. West Ham gengið mjög vel gegn stóru liðunum á tímabilinu en eru hins vegar búnir að vera daprir á heimavelli. Ótrúlegt að sjá lykilleikmenn hjá Chelsea þessa dagana og hvernig Mourinho er að takast á við þetta mótlæti. Ótrúlega gaman þ.e.a.s. Fínasti leikur með mörkum, bæði lið vilja meira í leikslok.

Arsenal 3 - 0 Everton (laugardag 16:30)
Arsenal í góðum gír þessa dagana og líta virkilega vel út. 8 mörk í síðustu 3 leikjum, ekkert fengið á sig. Meiðsli í herbúðum beggja liða en ég sé fram á auðveldan og þægilegan sigur hjá Wenger.

Sunderland 1 - 1 Newcastle (sunnudag 12)
Erfiðir tímar hjá þessum liðum. Er hrifnari af liðinu hjá Newcastle en vanmet ekki Sam Allardyce. Góður sigur í síðasta leik hjá Newcastle en ég held að þetta endi með jafntefli.

Bournemouth 0 - 2 Tottenham (sunnudag 14:05)
Tottenham eru taplausir í átta leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni en töpuðu þó gegn Anderlecht á fimmtudaginn. Mikilvægt fyrir Tottenham að komast yfir þreytuna úr þeim leik og að Christian Eriksen haldi áfram að spila vel.

Man Utd 2 - 2 Man City (sunnudag 14:05)
Stórleikur helgarinnar. Hér spila meiðsli stórt hlutverk, Aguero er meiddur og David Silva tæpur. Ef hvorugir spila get ég séð mína menn í United stela þessu. Ef Silva spilar þá jafntefli eða sigur hjá City. Fer því bara milliveginn og hendi á jafntefli með mörkum. De Bruyne er helvíti góður.

Liverpool 1 - 2 Southampton (sunnudag 16:15)
Getur dottið báðum megin. Bjartsýni í kringum Liverpool þessa dagana en er ekki viss hversu lengi hún endist, vona þó að þeim vegni vel undir stjórn Klopp, gaman að hafa svona karakter í deildinni. Það tekur tíma fyrir leikmenn liðsins að venjast þessum stíl hjá Klopp og þess vegna tippa ég á Southampton.

Fyrri spámenn:
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner