Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 30. október 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Matthías Vilhjálmsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Rosenborg
Chelsea nær að rífa sig í gang og vinna Liverpool samkvæmt spá Matta.
Chelsea nær að rífa sig í gang og vinna Liverpool samkvæmt spá Matta.
Mynd: Getty Images
Bony skorar þrennu samkvæmt spánni.
Bony skorar þrennu samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Hilmar Árni Halldórsson var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi fyrir viku. Það er næstbesti árangur tímabilsins hinagð til.

Matthías Vilhjálmsson varð norskur meistari um síðustu helgi og hann spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.

Chelsea 1 - 0 Liverpool (12:45 á morgun)
Liverpool er bara ekki nógu gott lið til að stríða Chelsea sem eru í ruglinu. Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér.

Crystal Palace 2 - 2 Manchester United (15:00 á morgun)
Pardew er búinn að gera góða hluti og þeir spila góðan bolta. Mér finnst Man Utd ekki spila skemmtilegan bolta en þeir eru vél sem mallar áfram með mörgum gæða leikmönnum.

Man City 4 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Minn maður Bony með þrennu! Verður auðvelt fyrir City.

Newcastle 0 - 1 Stoke (15:00 á morgun)
Hef ansi litla trú á Newcastle og því trú á útisigri.

Swansea 1 - 2 Arsenal (15:00 á morgun)
Tvö lið sem ég fíla og hafa gæði. Fer 1-2 í flottum leik

Watford 2 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
West Ham eru mun lélegri þegar þeir eiga að stjórna leiknum og geta ekki notað skyndisóknirnar sínar.

West Brom 0 - 0 Leicester (15:00 á morgun)
Ekki mikið að frétta í þessum leik og Pulis verður sáttur með clean sheet!

Everton 2 - 1 Sunderland (13:30 á sunnudag)
Big Sam gæti kveikt aðeins í Sunderland en Lukaku sér um þetta

Southampton 2 - 0 Bournemouth (16:00 á sunnudag)
Bournemouth eru bara númeri of litlir fyrir þessa deild.

Tottenham 2 - 0 Aston Villa (20:00 á mánudag)
Pochettino er alvöru þjálfari og leikmenn Tottenham eru í góðu líkamlegu formi og taka Villa létt.

Fyrri spámenn:
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner