Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 06. nóvember 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Sverrir Ingi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Kristján Bernburg
Rooney skorar samkvæmt spá Sverris.
Rooney skorar samkvæmt spá Sverris.
Mynd: Getty Images
Matthías Vilhjálmsson náði besta árangri tímabilsins þegar hann fékk sjö rétta í spánni fyrir enska boltann í síðustu viku.

Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Lokeren, spreytir sig að þessu sinni en hann var í dag kallaður inn í islenska landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Póllandi og Slóvakíu.

Bournemouth 1 - 1 Newcastle (12:45 á morgun)
Þetta verður leiðinlegasti fotboltaleikur umferðarinnar. Newcastle múrar fyrir og nær marki úr skyndisókn. Bournemouth veður í færum en ná bara inn einu í lokin.

Leicester 2 - 0 Watford (15:00 á morgun)
Vardy heldur afram að skora og setur annað. Ranieri verður með pizzuveislu í næstu viku fyrir hreint lak.

Manchester United 2 - 0 WBA (15:00 á morgun)
Rooney og Herrera loka þessum solid 3 stigum.

Norwich 1 - 2 Swansea (15:00 á morgun)
Swansea kemst í 2-0 og Norwich nær að klóra í bakkann í lokinn. Gylfi verður með mark og assist á Gomis.

Sunderland 2 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Big Sam er alltaf sterkur a heimavelli og lokar þessum leik. O'Shea verður Mom og skorar winnerinn.

West Ham 2 - 2 Everton (15:00 á morgun)
Verður markaleikur á Upton Park og þar sem Lukaku og Sakho skora sitt hvort markið. Stóra loftkælinginn tryggir siðan West Ham punkt i lokin.

Stoke 0 - 1 Chelsea (17:30 á morgun)
John Terry skorar með skalla eftir horn og það skilur liðin að í bragðdaufum leik.

Aston Villa 0 - 3 Manchester City (13:30 á sunnudag)
Villa eru rosalega slakir og verða niðurlægðir á heimavelli í fyrsta leik Remi Garde.
Bony, Sterling og Yaya Toure skora allir sitt hvort markið.

Arsenal 3 - 1 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Arsenal svara fyrir skellinn sem þeir fengu í vikunni. Alexis verður með sýningu og hendir í þrennu.

Liverpool 2 - 0 Crystal Palace (16:00 á sunnudag)
Klopp heldur áfram að safna stigum og nær í sinn fyrsta sigur Anfield. Benteke og Skrtel skora.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner