Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Útvarpsþátturinn - La Masia í Garðabæ og norsk falleinkunn
Heimavöllurinn: Þrjú stig og ljótur skellur
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Innkastið - Sandkassaleikur og möguleika sturtað niður
Útvarpsþátturinn - Flottir Evrópu-Blikar og Herra Víkingur
Leiðin á Laugardalsvöll - Hitað upp með þjálfurunum
Innkastið - Nýr Maggiball og mestu skemmtikraftar Bestu
Ástríðan 22. umferð - Lokaumferðin gerð upp
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Heimavöllurinn: Takk Sif, Blikar snúa aftur og erfitt í eyjum
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Ungstirnin - Næsti Mitoma og yngstur á HM
Útvarpsþátturinn - Leitin að varnarmönnum og goðsögn kvödd
Óskar Hrafn: Sá möguleiki rennur endanlega úr sögunni á sunnudag
Heimavöllurinn: Þrír í röð hjá Val, rán í Krikanum og biluð botnbarátta
Eggert Aron - Ákvörðunin
Ástríðan 21. umferð - Blóðug barátta á mörgum vígstöðum
Heimavöllurinn: Uppgjör á Lengjudeildinni 2023
Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Ungstirnin - Lærlingur Messi og treystum Heimi
banner
   mið 28. september 2016 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Vinir í leikskóla og eru Íslandsmeistarar saman
Böddi löpp og Kristján Flóki komu í útvarpsþáttinn
watermark Kristján Flóki og Böddi löpp.
Kristján Flóki og Böddi löpp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Bakvörðurinn Böddi löpp.
Bakvörðurinn Böddi löpp.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
watermark Sóknarmaðurinn Kristján Flóki.
Sóknarmaðurinn Kristján Flóki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Böðvar Böðvarsson og Kristján Flóki Finnbogason, leikmenn FH, hafa verið miklir vinir síðan í leikskóla. Í dag eru þeir Íslandsmeistarar saman en þeir voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Maður hugsar ekki svona djúpt út í þetta en þegar þú segir það er það fallegt," segiri Böðvar þegar hann err spurður út í hvort það væri ekki ákveðin fegurð bak við þetta.

„Þetta er besta tilfinning sem maður finnur," segir Kristján Flóki um það að vera Íslandsmeistari. Hann og Böðvar eru báðir 21 árs gamlir.

Spiluðum ekki skemmtilega
FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið er óumdeilanlega besta fótboltalið landsins en mikil umræða er um að skemmtanagildið hafi oft verið miklu meira.

„Við fengum mjög fá mörk á okkur og gáfum fá færi á okkur. Gunni (Nielsen) var frábær í sumar og ef við vorum í einhverju basli og varnarleikurinn að klikka þá var Gunni alltaf mættur. Við spiluðum ekki skemmtilega, ég get alveg tekið undir það. Það er miklu skemmtilegra að ná í úrslit en að spila skemmtilega og þurfa að hlaupa eftir einhverjum gæja sem er sloppinn í gegn," segir Böðvar.

„Við erum með það góða leikmenn að þegar við spilum varnarleik þá fáum við alltaf færi. Það sýndi sig í sumar að við nýttum það til að tryggja titilinn."

Kristján Flóki bætir við: „Markmiðið var bara að vinna þetta og það var bara þannig. Við þurftum að verjast til að vinna þetta, vörn er besta sóknin segja þeir og það sannaðist. Maður fær ákveðið hlutverk og maður þarf bara að sinna því."

Kristján Flóki hefur verið heitur að undanförnu en eftir 15 fyrstu leikina hafði hann bara skorað eitt mark og fékk fyrir það einhverja gagnrýni.

„Ég kom af bekknum í mörgum af þessum leikjum, oft þegar liðið var ekki sækja. Þetta snýst bara um að sigla sigrinum heim. Auðvitað var maður svekktur samt að skora ekki meira," segir Kristján Flóki sem hafði skorað í þremur leikjum í röð þegar viðtalið var tekið.

Hljómar kannski hrokafullt
Þó FH-ingar hafi unnið Pepsi-deildina örugglega náðu þeir ekki markmiðum sínum í Evrópukeppninni og duttu út í undanúrslitum bikarsins gegn ÍBV.

„Við vorum svo ógeðslega lélegir gegn ÍBV að ég hef ekki séð annað eins. Ég fór á Þjóðhátíð að drekkja sorgum. Þetta var alveg hræðilegt. Ég er á þeirri skoðun að ef við vinnum Íslandsmeistaratitilinn þá erum við á pari, sama hversu hrokafullt það hljómar," segir Böðvar.

„Það er alltaf markmiðið að vinna titilinn. Næsta skref er að fara í lengra í Evrópu. Það er mjög leiðinlegt hvernig þetta endaði núna. Þessu var ekki ætlað að gerast. Og að vinna bikarinn, maður þarf að gera það einhvern tímann."

Var gjörsamlega búinn á því
Böðvar og Kristján Flóki setja báðir stefnuna á að spila sem atvinnumenn í framtíðinni en báðir hafa fengið nasaþefinn af atvinnumennskunni. Böðvar var lánaður til Midtjylland í Danmörku í janúar á þessu ári en kom aftur í FH um miðjan apríl.

„Ég kem á þeim tímapunkti til liðsins að þeir höfðu verið að æfa á fullu allan janúar. Mér fannst ég vera í fínu formi áður en ég fór með þeim í æfingaferð í Dubai. Það er 35 stiga hiti og æft tvisvar á dag. Ég var gjörsamlega búinn á því og var ekki nægilega góður fyrstu vikurnar," segir Böðvar.

„Svo komst ég inn í þetta og það fór að ganga vel. Ég átti að vera valinn í hóp en veikist þá. Svo kem ég aftur og meiðist. Þetta var sagan endalausa og á endanum var ég ánægður með að koma heim. Eg bað þá úti um að flýta því að taka ákvörðun varðandi mig og fékk það í gegn, það var komið mjög vel fram við mig."

„Mér langar mjög mikið að reyna þetta aftur. Ég get lofað því að ef þetta gerist ekki núna í vetur og þetta gerist kannski í febrúar á næsta ári þá verð ég í betra formi. Ég er staðráðinn í að fara út, umboðsmaðurinn minn er með þetta í höndunum en það er óþarfi að þröngva mig upp á einhver félög."

Kristján Flóki var í herbúðum FC Kaupmannahafnar en kom aftur heim í FH fyrir tímabilið í fyrra.

„Ég fór út þegar ég var 18 ára. Ég fór inn í unglingaliðið ólíkt því sem Böddi gerði. Þetta var frábær tími sem ég átti þarna og ég er þakklátur fyrir hann. Þetta endaði þannig að ég var ekki á leið inn í aðalliðið og þá vildi ég fara heim," segir Kristján Flóki sem segir að næsta skref hjá sér sé að festa sæti sitt í FH.

„Ég vil ná heilu tímabili hérna sem byrjunarliðsmaður. Draumurinn er að fara út en það þyrfti þá að vera á réttum forsendum."

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner