Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   sun 13. maí 2018 11:54
Magnús Már Einarsson
Skúli Jón: Stórhættulegt og á ekki að sjást á fótboltavellinum
Skúli Jón verður frá næstu vikurnar.
Skúli Jón verður frá næstu vikurnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR, fór í aðgerð í morgun eftir að hafa meiðst í 1-1 jafnteflinu gegn Grindavík í gær. Skúli er nefbrotinn og brot kom við augntóftina eftir að Juanma Ortiz, framherji Grinadvíkur braut á honum.

Juanma fékk gula spjaldið hjá Ívari Orra Kristjánssyni dómara en í viðtali við heimasíðu KR segist Skúli vera mjög ósáttur við brotið.

„Ég stökk upp í boltann til að skalla hann og fannst ég fá olnbogaskot í andlitið. Ég sá ekkert eftir þetta enda blæddi nálægt auganu og það kom í ljós við skoðun að það er brot í neðanverðri augntóftinni," sagði Skúli við KR.is í gærkvöldi.

„Ég fer í aðgerð í fyrramálið (í dag) þar sem sjónin er ekki góð og verð að vona það besta. Þetta er stórhættulegt og á ekki að sjást á fótboltavellinum enda hefði getað farið mun verr. Ég sé ekki að þetta eigi mikið skylt við fótbolta."

Heimasíða KR heldur því fram að Juanma hafi einnig slegið til Albert Watson varnarmanns KR stuttu eftir brotið á Skúla eftir hann sendi boltann frá sér. Albert lét dómara leiksins vita af atvikinu sem virðist ekki hafa tekið eftir því, að því er fram kemur á vef KR.
Athugasemdir
banner
banner