Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
Turnar Segja Sögur: Fc Risar vs Fc Dvergar
Hugarburðarbolti GW 1 Ballið er byrjað!
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Enski boltinn - Arsenal með mark úr horni
   lau 28. júlí 2018 14:10
Fótbolti.net
Úrvalslið umferða 1-11 í Inkasso-deild karla
Guðmundur Þór Júlíusson.
Guðmundur Þór Júlíusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri var valinn þjálfari umferða 1-11.
Lárus Orri var valinn þjálfari umferða 1-11.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrri helmingur Inkasso-deildarinnar var gerður upp í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag, umferðir 1-11.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson opinberuðu úrvalsliðið, besta leikmanninn og besta þjálfarann en fréttaritarar Fótbolta.net voru í dómnefndinni.



Varnarleikur HK-inga hefur verið til mikillar fyrirmyndar í sumar og þeir eiga markvörð og miðvörð í úrvalsliðinu. Það eru þeir Arnar Freyr Ólafsson og Guðmundur Þór Júlíusson.

Víkingur Ólafsvík á þrjá leikmenn í liðinu og þar á meðal besta leikmanninn, miðvörðinn Emmanuel Eli Keke sem reynst hefur algjör happafengur. Á miðjunni eru svo þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Gonzalo Zamorano. Alexander kom á láni frá Breiðabliki og hefur spilað frábær en hinn sköpunarglaði Zamorano var hjá Huginn í fyrra.

Aðeins einn frá ÍA kemst í liðið en frammistaða leikmanna þeirra gulu hefur þótt frekar jöfn. Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er fulltrúi Skagamanna í úrvalsliðinu.

Þór Akureyri á þrjá í liðinu. Varnarmaðurinn Óskar Elías Zoega Óskarsson sem kom frá ÍBV síðasta vetur Spánverjarnir Ignacio Gil og Alvaro Montejo sem leikið hafa mjög vel í sumar og ná vel saman. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, er þjálfari umferða 1-11 en Akureyrarliðið er í blússandi toppbaráttu.

Í sóknarlínunni má svo finna einn úr Leikni, hinn 18 ára Sævar Atli Magnússon er meðal markahæstu manna í deildinni. Sá markahæsti er þó Guðmundur Magnússon í Fram og hann er að sjálfsögðu í liðinu.

Leikmaður umferða 1-11: Emmanuel Keke (Víkingur Ó.)
Sjáðu viðtal við Keke
Þjálfari umferða 1-11: Lárus Orri (Þór)

Varamannabekkur: Robert Blakala (Njarðvík), Arnór Snær Guðmundsson (ÍA), Birkir Valur Jónsson (HK), Kwame Quee (Víkingur Ó.), Arnar Aðalgeirsson (Haukar) , Bjarni Gunnarsson (HK), Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Athugasemdir
banner
banner