Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Útvarpsþátturinn - Bent nálgast og fyrstur í sjö gul svarar fyrir sig
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Turnar segja sögur: The Crazy Gang
Betkastið: Leikmenn neðri deilda mæta í sett
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
Leiðin úr Lengjunni: Verðlaunum fyrri hlutann og línur aðeins að skýrast
Draumalið fyrri umferð í hverri deild (2-5. deild)
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
   lau 28. júlí 2018 14:10
Fótbolti.net
Úrvalslið umferða 1-11 í Inkasso-deild karla
Guðmundur Þór Júlíusson.
Guðmundur Þór Júlíusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri var valinn þjálfari umferða 1-11.
Lárus Orri var valinn þjálfari umferða 1-11.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrri helmingur Inkasso-deildarinnar var gerður upp í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag, umferðir 1-11.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson opinberuðu úrvalsliðið, besta leikmanninn og besta þjálfarann en fréttaritarar Fótbolta.net voru í dómnefndinni.



Varnarleikur HK-inga hefur verið til mikillar fyrirmyndar í sumar og þeir eiga markvörð og miðvörð í úrvalsliðinu. Það eru þeir Arnar Freyr Ólafsson og Guðmundur Þór Júlíusson.

Víkingur Ólafsvík á þrjá leikmenn í liðinu og þar á meðal besta leikmanninn, miðvörðinn Emmanuel Eli Keke sem reynst hefur algjör happafengur. Á miðjunni eru svo þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Gonzalo Zamorano. Alexander kom á láni frá Breiðabliki og hefur spilað frábær en hinn sköpunarglaði Zamorano var hjá Huginn í fyrra.

Aðeins einn frá ÍA kemst í liðið en frammistaða leikmanna þeirra gulu hefur þótt frekar jöfn. Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er fulltrúi Skagamanna í úrvalsliðinu.

Þór Akureyri á þrjá í liðinu. Varnarmaðurinn Óskar Elías Zoega Óskarsson sem kom frá ÍBV síðasta vetur Spánverjarnir Ignacio Gil og Alvaro Montejo sem leikið hafa mjög vel í sumar og ná vel saman. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, er þjálfari umferða 1-11 en Akureyrarliðið er í blússandi toppbaráttu.

Í sóknarlínunni má svo finna einn úr Leikni, hinn 18 ára Sævar Atli Magnússon er meðal markahæstu manna í deildinni. Sá markahæsti er þó Guðmundur Magnússon í Fram og hann er að sjálfsögðu í liðinu.

Leikmaður umferða 1-11: Emmanuel Keke (Víkingur Ó.)
Sjáðu viðtal við Keke
Þjálfari umferða 1-11: Lárus Orri (Þór)

Varamannabekkur: Robert Blakala (Njarðvík), Arnór Snær Guðmundsson (ÍA), Birkir Valur Jónsson (HK), Kwame Quee (Víkingur Ó.), Arnar Aðalgeirsson (Haukar) , Bjarni Gunnarsson (HK), Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Athugasemdir
banner