Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 28. ágúst 2018 13:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 18. umferð: Ánægður með að KR vildi halda mér
Kennie Chopart (KR)
Kennie fagnar marki í leiknum á sunnudaginn.
Kennie fagnar marki í leiknum á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta var góður leikur hjá öllum. Við gerðum allt sem lið og þess vegna gekk svona vel gegn ÍBV," sagði Kennie Chopart, framherji KR, við Fótbolta.net í dag.

Kennie var í miklu stuði þegar KR vann ÍBV 4-1 á sunnudaginn. Kennie skoraði fyrsta markið og fiskaði síðan tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik.

„Fyrsta vítaspyrnan var 50/50. Þeir fóru líklega vel í gegnum þetta í Pepsi mörkunum og geta sagt meira til um það. Númer tvö var hins vegar engin vafi," sagði Kennie.

Daninn hefur skorað átta mörk í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og er nokkuð sáttur með tímabilið.

„Þetta hefur verið allt í lagi en það er alltaf hægt að verða betri. Ég legg hart að mér á hverri æfingu og í öllum leijum. Síðan sjáum við hvernig fer í lok tímabils."

KR er þremur stigum á undan FH í 4. sætinu en þessi lið mætast á sunnudaginn. Kennie er bjartsýnn á að KR landi Evrópusæti.

„Já, ég er mjög bjartsýnn. Ef við höldum áfram að leggja hart okkur og gerum þetta sem lið þá náum við því."

Kennie hefur spilað meira og minna á Íslandi síðan árið 2011 en hann lék áður með Stjörnunni og Fjölni. Kennie er á sínu þriðja tímabili hjá KR og hann framlengdi samning sinn við félagið á dögunum.

„Ég var að verða samningslaus eftir tímabilið en kærastan mín og ég settumst niður og ræddum um þetta allt."

„Við kunnum vel við okkur hér svo það var auðvelt að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við KR. Ég er bara ánægður með að KR vildi halda mér. Ég vonast eftir að eiga betra sumar á næsta ári,"
sagði Kennie brosandi að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 17. umferðar - Birkir Már Sævarsson (Valur)
Leikmaður 16. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 14. umferðar - Ari Leifsson (Fylkir)
Leikmaður 13. umferðar - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Leikmaður 12. umferðar - Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Leikmaður 11. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 10. umferðar - Kennie Chopart (KR)
Leikmaður 9. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner