Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 23. maí 2018 21:58
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Bestur í 5. umferð: 2-1 gegn meisturunum er góð tilfinning
Leikmaður 5. umferðar
Sito skoraði sigurmarkið gegn Val í kvöld
Sito skoraði sigurmarkið gegn Val í kvöld
Mynd: Grindavík
„Tilfinningin er góð, mjög góð," sagði Sito, framherji Grindavíkur eftir frábæran sigur gegn Íslandsmeisturum Vals.

Sito var frábær í leiknum og áttu varnarmenn Vals í miklum vandræðum með Spánverjann. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 Valur

„Mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn. Við unnum hart að okkur og gerðum við leikinn erfiðan fyrir Val. Við virðum Val, þeir eru meistararnir."

Sito skoraði sigurmark leiksins á 87. mínútu, beint úr aukaspyrnu.

„Manni líður vel með öll mörk. 2-1 gegn ríkjandi meisturum er mjög góð tilfinning."

Sito hefur liðið vel í Grindavík frá því að hann kom gekk til liðs við félagið fyrir lok félagaskiptagluggans.

„Þetta hefur verið mjög gott. Liðsfélagarnir, þjálfararnir, stjórnarfólkið hafa öll séð vel um mig. Þetta er eins og fjölskylda. Þetta er mjög sérstakur hópur. Mér líður eins og ég hafi verið hér lengur en 10 daga."

Sito líður vel á Íslandi en hann spilaði áður með ÍBV og Fylki.

„Ég hef alltaf sagt að mér líði vel að spila á Íslandi. Eftir tíma minn í Norður-Ameríku vildi ég fá aftur þessa tilfinningu og spila þar sem ég skipti máli og í mikilvægri deild eins og Pepsi-deildinni."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner