Leikmaður 5. umferðar
„Tilfinningin er góð, mjög góð," sagði Sito, framherji Grindavíkur eftir frábæran sigur gegn Íslandsmeisturum Vals.
Sito var frábær í leiknum og áttu varnarmenn Vals í miklum vandræðum með Spánverjann. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar.
Sito var frábær í leiknum og áttu varnarmenn Vals í miklum vandræðum með Spánverjann. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 1 Valur
„Mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn. Við unnum hart að okkur og gerðum við leikinn erfiðan fyrir Val. Við virðum Val, þeir eru meistararnir."
Sito skoraði sigurmark leiksins á 87. mínútu, beint úr aukaspyrnu.
„Manni líður vel með öll mörk. 2-1 gegn ríkjandi meisturum er mjög góð tilfinning."
Sito hefur liðið vel í Grindavík frá því að hann kom gekk til liðs við félagið fyrir lok félagaskiptagluggans.
„Þetta hefur verið mjög gott. Liðsfélagarnir, þjálfararnir, stjórnarfólkið hafa öll séð vel um mig. Þetta er eins og fjölskylda. Þetta er mjög sérstakur hópur. Mér líður eins og ég hafi verið hér lengur en 10 daga."
Sito líður vel á Íslandi en hann spilaði áður með ÍBV og Fylki.
„Ég hef alltaf sagt að mér líði vel að spila á Íslandi. Eftir tíma minn í Norður-Ameríku vildi ég fá aftur þessa tilfinningu og spila þar sem ég skipti máli og í mikilvægri deild eins og Pepsi-deildinni."
Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir