Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 29. maí 2018 13:51
Magnús Már Einarsson
Bestur í 6. umferð: Fékk engin önnur tilboð
Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Almarr heilsar upp á athafnamanninn Friðgeir Bergsteinsson.
Almarr heilsar upp á athafnamanninn Friðgeir Bergsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson, miðjumaður Fjölnis, er leikmaður 6. umferðar í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net. Almarr skoraði og fiskaði vítaspyrnu í 2-1 útisigri á Víkingi R.

„Mér finnst ég byrja tímabilið vel. Ég er nokkuð ferskur og hlutirnir eru að ganga vel svo ég er sáttur," sagði Almarr við Fótbolta.net í dag en hann hefur byrjað mótið af miklum krafti.

„Ég tók smá auka þol og lyftingaræfingar til hliðar í vetur. Þessi staða hentar mér líka mjög vel. Ég er að fá mikið frelsi til að fara upp og koma mér inn í box. Taktíkin og leikaðferðin sem við erum að spila hentar mér mjög vel. Ég er sáttur með það."

Almarr flutti á höfuðborgarsvæðið síðastliðið haust og gekk til liðs við Fjölni eftir tvö ár hjá uppeldisfélagi sínu KA á Akureyri. Voru fleiri lið inni í myndinni þá?

„Það voru þreifingar hér og þar en ég fékk engin tilboð. Á endanum var Fjölnir þannig séð það eina sem kom til greina," sagði Almarr sem er sáttur hjá Fjölni.

„Akkúrat núna er ég mjög sáttur. Þessi skipti voru ekki beint fótboltalegs eðlis eins og ég hef sagt. Mér líður mjög vel hjá Fjölni og tímabilið fer vel af stað. Ég kvarta ekki núna."

KA er í 10. sæti með fimm stig og Almarr segir erfitt að horfa á gömlu félagana í þeirri stöðu.

„Ég vil að þeim gangi vel, það er engin spurning. Mér finnst vanta einhvern smá neista hjá þeim. Ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég held að þeir rétti úr kútnum og komist ofar í þessari jöfnu deild. Það þarf 1-2 sigra í röð og þá ertu kominn í efri hlutann. Ég væri að sjálfsögðu til í að sjá þá ofar í töflunni."

Fjölnir er í 5. sæti með níu stig og Almarr er nokkuð sáttur með uppskeruna hingað til.

„Miðað við hvernig leikirnir hafa spilast þá gætum við frekar auðveldlega verið með fleiri stig. Við höfum aðeins misst niður leiki undir lokin og ekki náð að halda forystu í leikjum. Með smá heppni værum við með 4-5 stigum meira. Þetta er ekki ósanngjarnt, við höfum bara verið aðeins að klúðra þessu sjálfir. Meðan deildin er svona jöfn skiptir bara máli að halda sér þarna uppi."

„Við viljum berjast um Evrópusæti og eins og staðan er núna sé ég ekki af hverju við ættum ekki að stefna að því. Við verðum vonandi í topp 3-4," sagði Almarr að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner