Aganefnd KSÍ hefur verið kölluð saman og kemur saman í dag til að fjalla um mál Þórarins Inga Valdimarssonar leikmanns Stjörnunnar.
Eins og við greindum frá í gær, fékk Þórarinn Ingi að líta rauða spjaldið í leik gegn Leikni R. í Lengjubikarnum um helgina fyrir fordómafull ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar leikmanns Leiknis R.
Eins og við greindum frá í gær, fékk Þórarinn Ingi að líta rauða spjaldið í leik gegn Leikni R. í Lengjubikarnum um helgina fyrir fordómafull ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar leikmanns Leiknis R.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sagði í samtali við mbl.is í gær að Aga- og úrskurðarnefnd hefði lögsögu til að taka þetta mál fyrir en þá hafði skýrsla Þorvalds Árnasonar dómara leiksins ekki borist skrifstofu KSÍ og ekki ljóst endanlega með ferlið.
Eftir að málið kom fyrst fram á Fótbolta.net sendi Þórarinn Ingi frá sér tilkynningu á Twitter þar sem hann baðst afsökunar.
— Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019
Athugasemdir