Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 01. október 2019 20:30
Magnús Már Einarsson
Lára Kristín á förum frá Þór/KA
Lára Kristín Pedersen í leik með Þór/KA í sumar.
Lára Kristín Pedersen í leik með Þór/KA í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lára Kristín Pedersen er á förum frá Þór/KA en þetta staðfesti hún í samtali við Fótbolta.net í dag. Í sumar var Lára valin besti leikmaðurinn hjá Þór/KA og leikmaður leikmannanna en hún kom til félagsins frá Stjörnunni fyrir ári síðan.

„Ég vissi að þegar ég skrifaði undir í fyrra að ég þyrfti alltaf að horfa einungis til eins árs í einu. Eftir að hafa tekið mið af persónulegum högum mínum þá tel ég það rétta ákvörðun að koma aftur í bæinn," sagði Lára en hún var sátt með tímann á Akureyri.

„Já ég er það. Það er yndislegt að búa á Akureyri og það er vel staðið að liðinu. Það var ótrúlega vel tekið á móti manni og það vildu allir allt fyrir mann gera. Maður býr að góðum vinum eftir þessa dvöl og mér fannst virkilega gott að vinna með Donna (Halldóri Jóni Sigurðssyni) og Andra (Hjörvari Albertssyni). Úrslitin í sumar voru samt vissulega vonbrigði fyrir okkur öll," sagði Lára en Þór/KA endaði í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Lára Kristín er 25 ára gömul og hefur í áraraðir verið einn besti miðjumaður Pepsi Max-deildarinnar en hún mun nú finna nýtt lið fyir næsta tímabil. „Nú er ég bara að skoða mín mál og meta næstu skref," sagði Lára.

Lára ólst upp hjá Aftureldingu en hún lék með Stjörnunni frá 2014 til 2018 þar sem hún varð tvívegis Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner