Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 03. október 2009 16:42
Magnús Már Einarsson
Breiðablik bikarmeistari í fyrsta sinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Alfreð skoraði tvívegis fyrir Blika.
Alfreð skoraði tvívegis fyrir Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 2 - 2 Breiðablik (6-7 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Alfreð Finnbogason ('60)
1-1 Ingvar Þór Ólason (72)
2-1 Sam Tillen ('98)
2-2 Alfreð Finnbogason ('102)
Gangur vítaspyrnukeppninnar:
Alfreð Finnbogason skorar!
Sam Tillen skorar!
Guðmundur Pétursson skorar!
Ingvar Kale ver frá Hjálmari Þórarinssyni!
Hannes Þór Halldórsson ver frá Arnóri Sveini Aðalsteinssyni!
Guðmundur Magnússon skorar!
Olgeir Sigurgeirsson skorar!
Ingvar Þór Ólason skorar!
Kári Ársælsson skorar!
Joseph Tillen skorar!
Elfar Freyr Helgason skorar!
Paul McShane skýtur í slána!

Breiðablik varð í dag bikarmeistari í fyrsta skipti í karlaflokki en liðið sigraði Fram eftir æsispennandi úrslitaleik í VISA-bikarnum. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og eftir framlengingu var einnig jafnt 2-2.

Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni og þar misnotuðu bæði lið ein af fyrstu fimm spyrnum sínum. Elfar Helgason skoraði úr sjöttu spyrnu Blika en Paul McShane skaut í slána fyrir Fram og í kjölfarið braust út mikill fögnuður hjá Breiðablik.

Nánar verður fjallað um leikinn á Fótbolta.net síðar í dag en hér að neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.


120.mín: Staðan er 2-2 eftir framlenginguna og því þarf að grípa til vítaspyrnukeppni!

120.mín: Minnstu munar að Guðmundur Magnússon nái að skora sigurmarkið fyrir Fram. Joseph Tillen á sendingu á fjærstöng og Guðmundur þarf að teygja sig í boltann þannig að skot hans fer framhjá.

114.mín: Alfreð Finnbogason á skot úr aukaspyrnu sem Hannes Þór nær að slá í burtu.

112.mín: Guðmundur Pétursson, framherji Blika, var að skokka aftur inn á eftir að hafa þurft að skipta um treyju í annað skipti í leiknum.

107.mín: Samuel Tillen á aukaspyrnu sem fer rétt yfir markið.

106.mín: Síðari hálfleikurinn í framlengingunni er hafinn. Guðmundur Magnússon kemur inn á fyrir Almarr Ormarsson hjá Fram og hjá Blikum kemur Olgeir Sigurgeirsson inn fyrir Guðmund Kristjánsson. Þar með hafa bæði lið notað allar skiptingar sínar.

105.mín: Búið er að flauta til leikhlés í framlengingunni. Fyrri hálfleikurinn í framlengingunni hefur verið afar fjörugur og það er mikil spenna í loftinu.

102.mín: MAARRKK!! Alfreð er svellkaldur og rennir boltanum í mitt markið úr vítaspyrnunni. Staðan 2-2 og nóg eftir af framlengingunni!

101.mín: Blikar fá vítaspyrnu. Guðmundur Pétursson skallar boltann inn á Alfreð Finnbogason sem fellur við eftir baráttu við Auðun Helgason og vítaspyrna er dæmd.

99.mín: Breiðablik gerir tvær breytingar í kjölfarið á markinu. Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Andri Rafn Yeoman koma inn á fyrir Arnar Grétarsson og Kristinn Jónsson.

98.mín: MAARRKK!! Tillen skorar sjálfur af öryggi úr spyrnunni og Framarar eru komnir yfir.

97.mín: Framarar fá vítaspyrnu. Árni Kristinn brýtur á Samuel Tillen og Jóhannes Valgeirsson bendir á vítapunktinn.

96.mín: Almarr Ormarsson leikur á tvo varnarmenn Blika og kemst inn á teiginn en þrumuskot hans fer rétt yfir.

91.mín: Búið er að flauta til leiks í framlengingunni!

90.mín: Leiknum er lokið, við fáum framlengingu!

90.mín: Tveimur mínútum er bætt við venjulegan leiktíma.

89.mín: Staðan er ennþá 1-1 og við gætum verið að horfa fram á framlengingu.

86.mín: Alfreð Finnbogason kemst í ágætis færi en Ingvar Ólason og Hannes í markinu ná að trufla hann og boltinn fer aftur fyrir endamörk.

72.mín: MAARRKK! Ingvar Ólason jafnar fyrir Fram með skalla af nærstönginni eftir hornspyrnu frá McShane.

69.mín: Framarar gera tvöfalda breytingu á liði sinu. Jón Guðni Fjóluson og Heiðar Geir Júlíusson fara af leikvelli og Joseph Tillen og Paul McShane koma inn á.

60.mín: MAARRKK! Blikar komast yfir. Eftir laglega sókn sendir Árni Kristinn Gunnarsson fyrir frá hægri kantinum, Guðmundur Pétursson nær ekki boltanum en Alfreð Finnbogason er réttur maður á réttum stað og skorar auðveldlega í autt markið.

50.mín: Framarar fá dauðafæri! Eftir hornspyrnu á Heiðar Geir Júíusson þrumuskot sem Ingvar Kale ver til hliðar. Nafni hans Ólason nær frákastinu en í stað þess að skjóta í autt markið úr þröngu færi reyndi hann að senda boltann og Blikar náðu að hreinsa.

46.mín: Síðari hálfleikurinn er hafinn!

45.mín: Búið er að flauta til leikhlés en staðan er markalaus eftir fyrri hálfleikinn.

44.mín: Blikar hafa ótt meira en það eru Framarar sem hafa átt bestu færin. Rétt í þessu átti Hjálmar Þórarinsson fínt skot en Ingvar Þór Kale gerði vel og varði í horn eftir að boltinn hafði farið í varnarmann og breytt um stefnu.

40.mín: Guðmundur Kristjánsson á ágætis skot fyrir utan teig en boltinn fer yfir markið.

38.mín: Rólegt hefur verið yfir leiknum undanfarnar mínútur. Blikar eru meira með boltann á meðan að Framarar liggja til baka.

26.mín: Árni Kristinn á sendingu inn á Kristinn Jónsson sem er við markteiginn en hann nær ekki að taka á móti boltanum og Hannes Halldórsson grípur inn í.

21.mín: Árni Kristinn Gunnarsson, hægri bakvörður Blika, fær fyrsta gula spjald dagsins en hann fær að líta það fyrir brot á Sam Tillen.

11.mín: Framarar fá annað mjög gott færi. Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, er í tómum vandræðum og Heiðar nær að stela boltanum af honum og komast einn gegn Ingvar en skotið fór framhjá.

6.mín: Hjálmar Þórarinsson fær fyrsta almennilega færið. Hjálmar fær fínt skotfæri eftir vandræðagang í vörn Blika en skotið var laust og Ingvar Kale átti ekki í vandræðum með að verja.

1.mín: Búið er að flauta til leiks. Framarar vildu skipta um vallarhelming og þeir byrja að sækja í átt að Laugardalslauginni á meðan Blikar sækja í átt að félagsheimili Þróttar.

13:59: Búið er að leika þjóðsönginn og liðin eru klár í slaginn. Blikar leika í hvítum búningum en Framarar í sínum bláu búningum.

13:56: Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er heiðursgestur leiksins og hún heilsar upp á leikmenn.

13:54: Stemningin er að aukast og liðin ganga núna út á völlinn.

13:47: Daði Guðmundsson dettur út úr byrjunarliði Fram vegna meiðsla. Jón Orri Ólafsson leysir hann af hólmi í stöðu hægri bakvarðar.

13:41: Jóhannes Valgeirsson dæmir leikinn í dag, Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson eru honum til aðstoðar og Einar Örn Daníelsson er fjórði dómari.

13:31: Leikurinn í dag er 50.bikarúrslitaleikurinn frá upphafi en bikarkeppni KSÍ var fyrst haldin árið 1960. Í tilefni af þessum tímamótum verður sérstök uppákoma fyrir úrslitaleikinn í dag og munu 49 krakkar koma sér fyrir úti á velli og halda á fánum 50. bikarkeppninnar. Krakkarnir verða í búningum þeirra 10 félagsliða sem hampað hafa sigri í bikarkeppni KSÍ í karlaflokki síðan 1960 og miðast fjöldi búninganna/krakkanna við fjölda bikarsigra viðkomandi félags.

13:23: Hér að neðan má sjá byrjunarliðin í dag.

Fram: Hannes Halldórsson, Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Auðun Helgason, Sam Tillen, Heiðar Geir Júlíusson, Ingvar Þór Ólason, Halldór Hermann Jónsson, Jón Guðni Fjóluson, Almarr Ormarsson, Hjálmar Þórarinsson.
Varamenn: Paul McShane, Hlynur Atli Magnússon, Guðmundur Magnússon, Ívar Björnsson, Jón Orri Ólafsson, Joseph Tillen, Ögmundur Kristinsson.

Breiðablik: Ingvar Þór Kale, Árni Kristinn Gunnarsson, Kári Ársælsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson, Arnar Grétarsson, Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Steindórsson, Guðmundur Pétursson, Alfreð Finnbogason.
Varamenn: Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Guðmann Þórisson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Sigmar Ingi Sigurðarson, Reynir Magnússon, Andri Rafn Yeoman.

13:19: Liðin eru byrjuð að hita upp og stuðningsmennirnir eru að koma sér fyrir í stúkunni. Byrjunarliðin birtast hér innan skamms.

13:00 Hér verður bein textalýsing frá leik Fram og Breiðablik en þessi lið mætast í úrslitum VISA-bikarsins á Laugardalsvelli eftir klukkutíma.

Vert er að minna á að nú stendur yfir upphitun fyrir leikinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7.
Athugasemdir
banner
banner
banner