Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. mars 2020 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Markmiðið að tapa ekki fleiri leikjum"
Doherty fagnar marki af mikilli innlifun.
Doherty fagnar marki af mikilli innlifun.
Mynd: Getty Images
„Að vinna 3-2 er sérstakt fyrir okkur," sagði Matt Doherty, bakvörður Úlfanna, eftir sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Tottenham, en gestirnir sýndu karakter í seinni hálfleik.

„Í fyrri hálfleik spiluðu þeir vel og það var óþægilegt fyrir okkur. Við vorum ekki að spila vel og því var það frekar gott að spila eins vel í seinni hálfleiknum og við gerðum."

„Við erum að spila á tveimur vígstöðum, í ensku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni. En við erum með ákveðin markmið og ef við ætlum að ná þeim markmiðum þá getum við ekki verið að væla yfir þreytu. Það eru lið sem eru alltaf að spila í Meistaradeildinni og við getum ekki verið með neinar afsakanir."

Að lokum sagði Doherty: „Núna er markmið okkar að tapa ekki fleiri leikjum á þessu tímabili og sjá hvað það gerir fyrir okkur."

Úlfarnir eru eftir sigurinn í dag í sjötta sæti, þremur stigum frá fjórða sætinu.
Athugasemdir
banner
banner