Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttist í að Kristófer spili sinn fyrsta leik á tímabilinu
Kristófer Jónsson .
Kristófer Jónsson .
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmaðurinn Kristófer Jónsson hefur ekkert náð að spila með Triestina það sem af er tímabili en það styttist í að hann mæti út á völl.

Kristófer er tvítugur miðjumaður sem var keyptur frá Val til ítalska félagsins Triestina síðasta sumar. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska félagið sem er í þriðju efstu deild.

Kristófer hefur verið að glíma við meiðsli á hné og hafa þau haldið honum frá vellinum.

Hann segir hins vegar núna við Fótbolta.net að hann sé kominn á fullt á æfingum og líkaminn sé í góðu standi. Möguleiki er að hann verði í hóp hjá aðalliðinu á morgun eða þá taki leik með varaliðinu.

Þetta eru flott tíðindi en Triestina hefur verið í basli að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en er samt sem áður í fjórða sæti í riðli sínum í C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner