Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 01. apríl 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville í sjokki yfir frammistöðu Man Utd - „Veit enginn hvernig á að verjast"
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Stjórinn Erik ten Hag.
Stjórinn Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Brentford var með yfirburði í leiknum.
Brentford var með yfirburði í leiknum.
Mynd: Getty Images
„Ég horfði á Man Utd gegn Brentford og eins og allir aðrir, þá trúði ég ekki því sem ég sá," sagði Gary Neville í hlaðvarpsþætti sínum. Neviller sérfræðingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United.

United gerði 1-1 jafntefli gegn Brentford á laugardag og átti liðið vægast sagt ekkert skilið út úr leiknum. Brentford var með yfirburði í leiknum en þrátt fyrir það kom Mason Mount liði United yfir í uppbótartíma. Skömmu síðar jafnaði þó Brentford metin og jafntefli varð niðurstaðan. United er í eltingarleik um Meistaradeildarsæti, líkurnar eru ekki með þeim í baráttunni við Aston Villa og Tottenham.

„Ég hélt þeir myndu setja smá pressu á Tottenham og Aston Villa upp á framhaldið."

„Það er í raun mjög erfitt að spila þetta illa. Venjulega, sama gegn hvaða liði þú spilar og jafnvel þó þú sért topplið, þá mun hitt liðið eiga 5-10 mínútur þar sem hitt liðið er með yfirburði. Ég get ekki munað eftir neinum tímapunkti þar sem Man Utd gerði eitthvað vel. Þetta var hræðileg frammistaða."

„Aston Villa og Tottenham munu missa af stigum, en ef þú horfir á frammistöðu United þá er ekki hægt að segja að liðið eigi skilið að ná þeim."


Neville var ekki sáttur hvernig United lék þegar liðið var ekki með boltann.

„Ég get ekki útskýrt þessa frammistöðu. Ég hef enga hugmynd hvaðan þetta kemur. Það er mjög mikið áhyggjuefni að frammistaðan geti verið svona slök. Þú getur spilað illa, þú getur verið án leikmanna, þú getur klúðrað færum og stundum fellur þetta ekki fyrir þig, en þetta var dapurt, dapur frammistaða í því að reyna leggja eins mikið á þig og þú getur."

„Þegar United missir boltann eru viðbrögðin engin miðað við önnur lið sem ég sé. Þetta er í alvörunni eitt versta liðið þegar kemur að því að gera hlutina erfiða fyrir andstæðingana. Það er enginn þéttleiki, ekkert vinnuframlag eins og við sáum t.d. hjá Arsenal og Man City í dag."

„Það veit enginn hvernig á að verjast og hvernig menn eiga að vera án boltans. Þetta kemur eftir frábæran sigur gegn Liverpool. Sá sigur hefði átt að koma með liðinu inn í þennan leik, en við sáum það sem við sáum,"
sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner
banner