Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júlí 2020 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Eggert Gunnþór bikarmeistari
Stuðningsmönnum hent út í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
AaB 0 - 2 SönderjyskE
0-1 Anders Jacobsen ('38)
0-2 Anders Jacobsen ('56)
Rautt spjald: Julius Eskesen, SönderjyskE ('65)

Álaborg og SönderjyskE mættust í úrslitaleik danska bikarsins í kvöld og reyndist Anders Jacobsen hetjan.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SönderjyskE sem stjórnaði gangi mála í fyrri hálfleik. Eftir um hálftíma af leiknum þurfti að stöðva hann vegna óláta 'ultras' stuðningsmanna frá Álaborg. Þeir gerðust sekir um að brjóta reglur vegna Covid þar sem þeir sungu og trölluðu í návist við hvorn annan.

Leikurinn var stöðvaður í fimmtán mínútur meðan áhorfendum var hent út og svo var haldið áfram með leikinn.

Anders Jacobsen kom SönderjyskE yfir skömmu eftir að leikurinn fór af stað á nýjan leik og verðskulduðu Eggert og félagar forystuna í hálfleik.

Jacobsen bætti öðru marki við eftir leikhlé og var Eggerti skipt af velli á 63. mínútu. Tveimur mínútum síðar fékk Julius Eskesen sitt annað gula spjald og SönderjsykE orðnir manni færri.

AaB reyndi að minnka muninn en tókst ekki að brjóta sterka vörn andstæðinga sinna á bak aftur. Lokatölur urðu því 0-2 og er SönderjyskE danskur bikarmeistari í ár.

Aðeins 1750 áhorfendur fengu að mæta á leikinn vegna Covid-19.
Athugasemdir
banner
banner