Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. ágúst 2022 18:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Breiðabliks og ÍA: Árni Marinó í marki Skagamanna
Árni Marinó Einarsson byrjar í marki Skagamanna
Árni Marinó Einarsson byrjar í marki Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Einn leikur fer fram í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildar karla heldur áfram göngu sinni. Breiðablik fá Skagamenn í heimsókn á Kópavogsvöll klukkan 19:15. 

Breiðablik situr á toppi deildarinnar og getur styrkt stöðu sína þar með sigri og komist í 9 stiga fjarlægð frá Víkingum í 2.sæti sem eiga þó leik til góða. 

Skagamenn hinsvegar hafa haft litla ástæðu til að fagna undanfarið og sitja í botnsæti deildarinnar með 8 stig en get með sigri lyft sér uppfyrir Leikni R í 11.sætið og að hlið FH með jafnmörg stig í 10.sæti en markatala Skagamanna er þeim óhagstæð. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

Blikar gera eina breytingu á sínu liði frá síðasta Evrópuleik gegn Buducnost Podgorica. Inn í liðið kemur Jason Daði Svanþórsson.

Skagamenn gera þá 3 breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Fram en inn koma Árni Marínó Einarsson, Christian Köhler og Gísli Laxdal Unnarsson.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson (f)
22. Ísak Snær Þorvaldsson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
0. Gísli Laxdal Unnarsson
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
7. Christian Köhler
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
19. Eyþór Aron Wöhler
22. Árni Salvar Heimisson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner