Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 01. ágúst 2024 17:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar mættur aftur heim í Þór (Staðfest) - Skrifar undir tveggja ára samning
Lengjudeildin
Mynd: Þór

Aron Einar Gunnarsson var kynntur sem leikmaður Þórs í Hamri, félagsheimili félagsins, rétt í þessu en margir stuðningsmenn liðsins voru mættir til að taka á móti honum. Hann skrifar undir tveggja ára samning.


"Þetta eru lang lang langstærstu félagaskipti sem við munum sjá í þessari deild," sagði Sveinn Elías Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs.

Aron Einar er 35 ára gamall, uppalinn Þórsari, en það hefur verið draumur hans að klára ferilinn hjá Þór en hann skoðar möguleikann á að fara á lán erlendis fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun september.

Hann snýr aftur í Þorpið eftir átján ára atvinnumannaferil en hann gekk til liðs við AZ Alkmaar frá Þór árið 2006. Hann lék síðast með Al-Arabi í Katar.

Aron hefur verið að kljást við erfið meiðsli að undanförnu og óvíst er hversu mikið hann getur tekið þátt með Þór í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner