Dynamo Moskva hefur staðfest að félagið fékk tilboð frá Chelsea í ungstirnið Arsen Zakharyan í síðustu viku.
Í tilkynningu félagsins segir að þann 25. ágúst hafi félagið fengið tilboð frá Chelsea í miðjumanninn.
Í tilkynningu félagsins segir að þann 25. ágúst hafi félagið fengið tilboð frá Chelsea í miðjumanninn.
„Áhugi eins sterkasta félags í heimi á leikmanni sem kemur upp úr akademíu er mikið hrós fyrir félagið og Arsen. Í nokkra daga voru viðræður milli félaganna."
„Vegna tæknilegra atriða sem við gátum ekki stjórnað var ekki möguleiki á því að leikmaðurinn færi í glugganum."
„Félagið er áfram opið fyrir því að leikmaðurinn fari í framtíðinni ef það hentar honum og félaginu," segir m.a. í tilkynningunni.
Zakharyan er nítján ára gamall og hefur spilað fjóra A-landsleiki. Hann var í U21 landsliði Rússa sem mætti Íslandi á lokamóti EM í fyrra.
Athugasemdir