Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 01. október 2022 19:31
Anton Freyr Jónsson
Júlli Magg: Get eiginlega ekki lýst þessu í orðum
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga spjallaði við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og er liðið bikarmeistari þriðja skipti í röð.

„Ég get eiginlega ekki lýst þessu í orðum. Það er bara geggjað að hafa klárað þetta eftir miðavið hvernig leikurinn spilaðist. Þetta var þvílíkur leikur og það var jafnræði á milli liðanna, við vorum kannski meira með boltann og sköpuðum meira en FH eru bara helvíti gott lið og með frábæra einstaklinga, börðust vel og við kannski héldum að við værum bara komnir með þetta eftir fyrsta og annað markið en þeir sýndu dugnað og hörku og gáfu okkur alvöru leik og við þurftum bara að vinna helvíti mikið fyrir þessu." 


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Þeir hefðu alveg geta sett annað mark á okkur alveg í lokin en við kannski vorum búnir að læra af reynslunni fyrri 90 mínútunum að þetta er ekki komið þótt þú sért komin einu marki yfir."

Nikolaj Hansen kom Víkingum í 2-1 á 88 mínútu leiksins en  FH kom strax til baka og var Július spurður hvað hafi farið útskeiðis

,Ég ætla ekki að segja að þetta hafi fallið einfaldlega fyrir þá, þeir komust í frábæra stöðu upp að endarlínu og hann bara fer bara einhverneigin inn og við kannski héldum að við værum komnir með þetta og þyrftum ekkert að vinna fyrir þessu en þetta var alvöru högg í magan en á sama skapi þá voru þeir ekki að komast yfir þannig við áttum enþá séns og börðumst vel í gegnum þetta."


Júlíius var spurður hvernig liðið ætlaði að fagna þessu en loka spretturinn er eftir í Bestu deildinni og stutt á milli leikja. 

„Ég er bara ekki alveg viss það er stutt í næsta leik þannig við verðum bara að sjá til hvað gerist."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner