
Jóhann Berg Guðmundsson er ekki valinn í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki. Arnar Gunnlaugsson segir að aðrir leikmenn standi honum einfaldlega framar sem stendur og segist ekki hafa rætt við Jóhann um þessa ákvörðun sína.
Jóhann Berg, sem er með 99 landsleiki undir beltinu, missti af síðasta glugga vegna meiðsla en er kominn á fullt með félagsliði sínu, Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Jóhann Berg, sem er með 99 landsleiki undir beltinu, missti af síðasta glugga vegna meiðsla en er kominn á fullt með félagsliði sínu, Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
„Það er augljóst að síðasti gluggi fór mjög vel og sá hópur sem var á vaktinni þá stóð sig vel. Við reyndum að hreyfa sem minnst við hópnum frá því síðast," sagði Arnar á fréttamannafundi þegar Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, spurði hann út í ástæðu þess að Jóhann væri ekki í hópnum.
„Þeir leikmenn sem eru að spila í hans stöðum eru bara framar að þessu sinni," bætti Arnar við.
Hvernig tók hann þessari ákvörðun þegar þú tilkynntir honum þetta?
„Ég tilkynnti honum þetta ekki," svaraði Arnar.
Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn í næstu viku og svo Frakklandi á mánudeginum þar á eftir. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
2. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 6 - 2 | +4 | 3 |
3. Úkraína | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 3 | -2 | 1 |
4. Aserbaísjan | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 6 | -5 | 1 |
Athugasemdir