Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 13:06
Kári Snorrason
Landsliðshópurinn: Aron Einar og Andri Fannar inn - Jói utan hóps
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hefur valið hóp sem mætir Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM 2026.


Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli, sá fyrri gegn Úkraínu 10. október og sá síðari er gegn Frökkum þremur dögum síðar. Uppselt er á báða leikina.

Efsta lið riðilsins mun komast beint á HM 2026 en liðið í öðru sæti fer í umspil.

Arnar gerir tvær breytingar frá endanlega landsliðshópnum í síðasta glugga, þar sem Aron Einar og Orri Steinn Óskarsson neyddust til að draga sig úr upprunalega hópnum vegna meiðsla. 

Aron Einar snýr hins vegar aftur í hópinn að þessu sinni, en Orri er ennþá utan hóps. Jóhann Berg Guðmundsson er jafnframt utan hóps.

Þá kemur Andri Fannar Baldursson kemur inn í hópinn. Úr hópnum fara þeir Hjörtur Hermannsson ásamt Willum Þór Willumssyni sem er meiddur.

Landsliðshópurinn:

Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 9 leikir

Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir

Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir

Logi Tómasson - Samsunspor - 10 leikir, 1 mark

Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 23 leikir, 1 mark

Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk

Daníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 26 leikir

Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 61 leikur, 3 mörk

Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 52 leikir, 4 mörk

Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 7 leikir

Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan

Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 37 leikir, 6 mörk

Andri Fannar Baldursson - Kasimpasa S.K. - 10 leikir

Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 32 leikir, 1 mark

Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 42 leikir, 11 mörk

Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 6 leikir, 1 mark

Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 24 leikir, 3 mörk

Þórir Jóhann Helgason - U. S. Lecce - 20 leikir, 2 mörk

Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 48 leikir, 6 mörk

Mikael Neville Anderson - Djurgardens IF Fotboll - 35 leikir, 2 mörk

Andri Lucas Guðjohnsen - Blackburn Rovers F.C. - 36 leikir, 10 mörk

Brynjólfur Andersen Willumsson - FC Groningen - 3 leikir, 1 mark

Sævar Atli Magnússon - SK Brann - 7 leikir

Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF - 2 leikir


Athugasemdir
banner
banner