Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 01. nóvember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Man Utd fær Chelsea í heimsókn
Tíunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst um helgina. Stórleikur umferðarinnar er leikur Manchester United og Chelsea á Old Trafford, en þetta verður annar leikur United undir stjórn Ruud van Nistelrooy.

Í hádeginu á morgun mætast Newcastle United og Arsenal á St. James' Park.

Arsenal er í 3. sæti deildarinnar og án nokkurra lykilmanna gegn sterku liði Newcastle.

Bournemouth fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn og verður fróðlegt að sjá hvernig Pep Guardiola stillir upp í þeim leik en hann hefur kvartað yfir miklum meiðslum í hópnum.

Ipswich og Leicester mætast í nýliðaslag og þá spila Liverpool og Brighton við hvort annað í annað skiptið í þessari viku, en Liverpool kastaði Brighton úr enska deildabikarnum á miðvikudag.

Í þetta sinn mætast liðin á Anfield. Nottingham Forest spilar þá við West Ham og þá eigast Southampton og Everton við áður en Wolves mætir Crystal Palace.

Á sunnudag fara fram tveir leikir. Tottenham og Aston Villa mætast í Lundúnum áður en Manchester United og Chelsea eigast við í stórleik helgarinnar.

Ruud van Nistelrooy er að stýra United til bráðabirgða en hann tók við keflinu af Erik ten Hag sem var rekinn. Van Nistelrooy stýrir United líklega fram að landsleikjaverkefninu áður en Ruben Amorim tekur formlega við störfum.

Laugardagur:
12:30 Newcastle - Arsenal
15:00 Bournemouth - Man City
15:00 Ipswich Town - Leicester
15:00 Liverpool - Brighton
15:00 Nott. Forest - West Ham
15:00 Southampton - Everton
17:30 Wolves - Crystal Palace

Sunnudagur:
14:00 Tottenham - Aston Villa
16:30 Man Utd - Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner