
Thomas Muller er í fremstu víglínu hjá þýska liðinu i kvöld gegn Kosta Ríka. Hann er ekki hin venjulega 'nía'. Þjóðverjum hefur gengið illa að skora á mótinu til þessa og sérfræðingarnir á Rúv veltu fyrir sér hvort liðinu vantaði ekki alvöru markaskorara.
Arnar Gunnlaugsson benti á að Þýskaland hefur telft fram nöfnum á borð við Gerd Muller, Jurgen Klinsmann, Rudi Völler og Miroslav Klose.
„Þeir hafa reynt að búa til hetju úr Fullkrug, þeim merka manni. Það er gott að hafa hann á bekknum en hann er ekki nálægt þessum mönnum sem ég var að nefna í gæðum," sagði Arnar.
„Þeir hafa verið að prófa allskonar krúsídúllur með falska níu og svoleiðis."
Arnar segir að valið á Fullkrug gæti orðið góð saga.
„Ég held að hann hafi valið Fullkrug útaf rómantíkinni, að geta hent honum inn. Ég held að hann sé ekki alveg í þeim gæðaflokki að vera leitt þetta lið Þjóðverja."