Brentford er með tveggja marka forystu á heimavelli gegn Liverpool þegar búið er að flauta til hálfleiks.
Liverpool fékk tækifæri til að komast yfir fyrstu mínútur leiksins en mistókst að nýta færin.
Liverpool hefur verið í stórkostlegum vandræðum með að verjast föstum leikatriðum í kvöld og fyrsta markið kom eftir eitt slíkt. Boltinn fór af Ibrahima Konate eftir fyrirgjöf úr hornspyrnu og í netið.
Þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks skoraði Ben Mee en hann fékk boltann í sig eftir skot frá Yoane Wissa en stóð í rangstöðu og markið dæmt af.
Wissa bætti það upp aðeins örfáaum mínútum síðar og skoraði löglegt mark.
Sjá einnig:
Svakalegt klúður hjá Nunez og sjálfsmarkið hjá Konate
Athugasemdir