Liverpool er í vandræðum gegn Brentford en liðið hefur komið sér í góð færi en er samt sem áður marki undir.
Darwin Nunez hefur verið mikið milli tannana á fólki undanfarið þar sem hann hefur fengið ansi mörg tækifæri til að skora mörk en gengið illa að setja boltann í netið.
Hann gerði frábærlega í kvöld að koma sér framhjá David Raya í marki Brentford en Ben Mee var mættur á línuna og náði að bjarga því að Nunez skoraði á opið markið.
Um 10 mínútum síðar fékk Brentford hornspyrnu og upp úr henni fékk Ibrahima Konate boltann í sig og þaðan fór hann í netið. 1-0 fyrir Brentford eftir tæplega hálftíma leik.
Athugasemdir