PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   lau 02. mars 2024 23:23
Brynjar Ingi Erluson
De Zerbi um framtíðina: Hef ekki ákveðið neitt
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er ekkert að velta áhuga annarra liða fyrir sér þessa stundina og segist vera með alla einbeitingu á Brighton.

Barcelona, Bayern München og Liverpool eru söll sögð skoða það að ráða De Zerbi í sumar.

Hann hefur gert flotta hluti frá því hann tók við Brighton fyrir tveimur árum. De Zerbi kom Brighton í Evrópudeildina á fyrsta tímabili og kom með aðlaðandi hugmyndafræði í leikstíl liðsins.

Ítalinn er þó ekkert að velta framtíðinni fyrir sér, alla vega ekki í augnablikinu.

„Eina sem ég hugsa um er Brighton. Ég væri til í að klára tímabilið eins vel og hægt er, með alla þessa ungu leikmenn, berjast og vinna eins marga leiki og möguleiki er á. Ég er með samning og hef ekki ákveðið neitt. Einbeiting mín er 100 prósent á Brighton,“ sagði De Zerbi.
Athugasemdir
banner
banner
banner