Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 02. júní 2020 23:29
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnar Einarsson tekinn við Kára (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnufélagið Kári er búið að ráða Gunnar Einarsson sem þjálfara sinn. Gunnar skrifar undir samning sem gildir næstu tvö keppnistímabil.

Flestir áhugamenn um íslenska boltann ættu að kannast við Gunnar sem vann fjóra Íslandsmeistaratitla sem leikmaður KR og Vals.

Gunnar er 43 ára gamall og var spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis R. fyrir tíu árum síðan. Undanfarin ár hefur hann þjálfað hjá Val.

Fyrsti keppnisleikur Gunnars við stjórnvölinn hjá Kára verður í Mjólkurbikarnum gegn KV næsta laugardag. Leikurinn verður spilaður í Frostaskjóli, gamla heimavelli Gunnars.

Kári leikur í 2. deild Íslandsmótsins þar sem liðið slapp við fall á síðustu leiktíð, með 24 stig úr 22 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner