Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 12:47
Brynjar Ingi Erluson
Tarkowski skrifaði undir fjögurra ára samning við Everton (Staðfest)
James Tarkowski samdi við Everton í dag
James Tarkowski samdi við Everton í dag
Mynd: Everton
Enski varnarmaðurinn James Tarkowski skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton, en hann kemur á frjálsri sölu frá Burnley.

Þessi 29 ára gamli varnarmaður var á mála hjá Burnley frá 2016 en hann spilaði yfir 200 leiki fyrir félagið.

Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en samningur Tarkowski við félagið rann út á dögunum.

Hann ákvað að framlengja ekki við félagið og mun halda vegferð sinni í ensku úrvalsdeildinni áfram en í dag gerði hann fjögurra ára samning við Everton.

„Ég er spenntur að ganga í raðir Everton. Þetta er risafélag og ég er mjög spenntur fyrir næstu árum og þakklátur fyrir tækifærið," sagði Tarkowski á heimasíðu félagsins.

„Þegar ég talaði við stjórann þá fannst mér mikilvægt að sjá hvað hann vill fá leikmönnunum, liðinu og hvað það var sem hann sér við mig og af hverju hann vildi fá mig. Ég talaði við Kevin Thelwell, yfirmann fótboltamála og það spilaði líka stóra rullu. Þeir töluðu um metnaðinn hérna og það var mikilvægt fyrir mig að heyra það."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner