Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   sun 02. október 2022 12:41
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Stórt tap í fyrsta byrjunarliðsleik Mikaels
Lazio 4 - 0 Spezia
0-0 Ciro Immobile ('3 , Misnotað víti)
1-0 Mattia Zaccagni ('12 )
2-0 Alessio Romagnoli ('24 )
3-0 Sergej Milinkovic-Savic ('61 )
4-0 Sergej Milinkovic-Savic ('90 )

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Spezia í fyrsta sinn í Seríu A er liðið tapaði fyrir Lazio, 4-0, í Róm í dag.

Mikael Egill hefur verið koma inná hjá Spezia á þessari leiktíð og nýtt þær mínútur ágætlega, en í dag fékk hann að byrja sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Lazio gat tekið forystuna strax á 3. mínútu eftir að Ethan Ampadu braut klaufalega á Ciro Immobile innan teigs. Immobile, sem er nú oftast öruggur á punktinum, þrumaði boltanum hátt yfir markið.

Það kom ekki að sök. Mattia Zacagni kom Lazio yfir níu mínútum síðar áður en Alessio Romagnoli tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki á 24. mínútu. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teig, tók hann á lofti og smurði hann neðst í hægra hornið.

Serbneski miðjumaðurinn Sergej Milinkovic-Savic gerði þriðja mark Lazio á 61. mínútu og fjórum mínútum síðar fór Mikael Egill af velli.

Milinkovic-Savic bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Lazio svo undir lok leiks. Lokatölur 4-0 fyrir Lazio sem er í 3. sæti með 17 stig, en Spezia situr í 12. sæti með 8 stig.

Sara Björk byrjaði í sigri

Íslenski landsliðsfyrirliðinn, Sara Björk Gunnarsdóttir, var í byrjunarliði Juventus sem vann 3-0 sigur á Pomigliano í Seríu A í dag.

Sara fór af velli á 55. mínútu leiksins en Juventus er í 3. sæti deildarinnar með 11 stig eftir fimm leiki.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Lazio 15 5 5 5 16 11 +5 20
9 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
10 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
13 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Parma 15 3 6 6 10 17 -7 15
16 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
17 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
18 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner