Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 02. október 2023 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet að hætta með Kristianstad eftir 15 ár í starfi (Staðfest)
Elísabet er að hætta með Kristianstad.
Elísabet er að hætta með Kristianstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet fer að hefja nýjan kafla á ferlinum.
Elísabet fer að hefja nýjan kafla á ferlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er það orðið ljóst að Elísabet Gunnarsdóttir er á sínu síðasta tímabili með sænska félaginu Kristianstad.

Kristianstad var að senda frá sér fréttatilkynningu þess efnis að tekin hefði verið ákvörðun um að yfirstandandi tímabili væri síðasta tímabil Elísabetu með liðið.

Elísabet tók við Kristianstad í janúar 2009 eftir að hafa gert frábæra hluti með Val hér á Íslandi. Hún hefur því verið í tæplega 15 ár hjá sænska félaginu.

Elísabet hefur smíðað gríðarlega flott verkefni í þessum litla bæ, búin að smíða eitt sterkasta lið Svíþjóðar sem hefur oft verið í toppbaráttunni í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hefur getið af sér afar gott orð í Svíþjóð fyrir starf sitt með Kristianstad.

„Fyrst og fremst vil ég þakka Kristianstad DFF og þakka Kristianstad. Félagið og borgin hafa verið frábær reynsla í lífi mínu," sagði Elísabet á vef félagsins.

„Ég hef verið heppin, ég fékk það tækifæri að mæta hingað í vinnuna á hverjum degi í 15 ár með fólki sem ég mun geta kallað vini mína út lífið. Við höfum notið þess saman bæði í mótlæti og velgengni."

„Þó svo að komið sé að endalokum hjá mér sem aðalþjálfara þá lýkur ekki þar með sambandi mínu með félaginu. KDFF verður alltaf með sérstakan stað í hjarta mér."

„Hinsvegar erum við eki búin ennþá. Við spilum síðustu fimm umferðirnar saman. Munið að trúin getur fært fjöll og við eigum enn 15 stig í pottinum, bæði heima og úti. Við þurfum stuðnings bæjarins til að hjálpa okkur að berjast um verðlaunapening, sem er vel mögulegt."

Núna styttist í næsta kafla á hennar ferli og verður afar áhugavert að sjá hvað hún tekur sér fyrir hendur þar sem hún er einn færasti fótboltaþjálfari okkar Íslendinga.

Kristianstad er sem stendur í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner